Farið hefur fé betra

Það gefur augaleið að Bjarni á ekki heima í nýjum Framsóknarflokki. Þar blása ferskir vindar. Ef fram fer sem horfir þá verður mikill endurnýjun í Framsóknarflokknum. Þar ekki pláss fyrir spillta og illameinandi menn. Sú hegðun sem Bjarni sýndi varðandi að höggva til Valgerðar Sverrisdóttur er ekki æskileg í nýjum og vonandi ferskum Framsóknarflokki.
mbl.is Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Er það einn hlutinn af " framsóknarframtíðaríslandssýn" að  fá lán felld niður , 75 millur eða svo ?

Hörður B Hjartarson, 7.1.2009 kl. 18:26

2 Smámynd: Páll Höskuldsson

Þú verður að útskýra þetta betur fyrir mér Hörður.

Páll Höskuldsson, 7.1.2009 kl. 18:27

3 identicon

Ég tek nú upp hanskann fyrir Bjarna.

Ég verð nú að segja það að ef þú virkilega heldur að Bjarni Harðarson hafi verið aðal spillingarbelgurinn í maðkétnum og illa þefjandi Framsóknarflokknum þá veður þú algerlega villur vegar, vinur minn.

Bjarni var nú tiltölulega nýr í starfi flokksins og settist á þing fyrir flokkinn fyrst nú í síðustu Alþingiskosningum eftir frækilegan sigur í fjölmennu prófkjöri, þar sem hann vann annað sætið með miklum glæsibrag af sitjandi þingmanni.

Ég fullyrði að það voru fyst og fremst vegna mikilla vinsælda Bjarna Harðarsonar á Suðurlandi og sökum mælsku hans og heiðarleika, því Bjarni hefur verið mjög vel kynntur á Suðurlandi sem atorkusamur blaðamaður og bóksali til fjölda ára. 

Ég fullyrði líka að Framsóknarflokkurinn hafi komið miklu mun skárr útúr sjálfum þingkosningunum einmitt af því að fólk treysti Bjarna og vildi því Bjarna á þing.

Hegðun Bjarna var alls ekki svo ægileg sem þú vera lætur og bar alls engan keim spillingar. Bjarni berst hart fyrir sínum hugsjónum og sjónarmiðum eins og alvöru stjórnmálamenn eiga að sjálfsögðu að gera. Hann vóg sannarlega að Valgerði Sverrisdóttur í hita leiksins og hann vildi að hápólitískt skammar- og ádeilubréf sem tveir Framsóknarmenn í Skagafirði skrifuðu Valgerði Sverrisdóttur kæmi fyrir almenningssjónir, sem var ekki nema sjálfsagt og þurfti í sjálfu sér ekkert að vera að pukrast með.

Það eina sem hann gerði rangt var að gera það í skjóli einhverra annarra en ganga ekki beint að þessu sjálfur. Fyrir þá yfirsjón má átelja Bjarna Harðarson en engan veginn berja hann niður í svaðið sem einhvern drullusokk, eins og þú gerir svo ómaklega. 

Því Bjarni er eins og kórdrengur samanborið við margan spillingarbelginn sem makað hafa krókinn í skjóli Framsóknar undanfarna áratugi.

Auðvitað vonum við að flokkurinn nái á endanum að bæta sig og gera upp við skítblóðuga fortíðina, en þá þarf að skipta út allt öðrum sótröftum og fúaspítum en stálheiðarlegum skörungi  eins og  Bjarna Harðarsyni.

Bjarni var sannarlega von fyrir ykkur Framsóknarmenn um alvöru siðvæðingu innan flokksins, en nú er hann eins og formaðurinn floginn frá ykkur.

Bjarni á eftir að koma aftur ferskur inná þing mjög fljótlega og ég spái því að hann eigi eftir að reynast geysilega öflugur þingmaður sem þjóðin svo sannarlega þarfnast núna og raunar miklu sterkari laus við spillingarliðið og flokksfjötra Framsóknarflokksins.  Áfram Bjarni Harðarson !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 18:43

4 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ég hef aldrei sagt að Bjarni væri aðalspillangar belgurinn  í Framsóknarflokknum. Né hef ég nefnt að hann hafi hagað sér ægilega. Það sem ég sagði bara var það að hann er óheiðarlegur og spilltur og vinnubrögð þau er hann hafði frammi sýna það. Þú talar um mig sem Framsóknarmann það er ég ekki heldur hitt að mér lýst vel á það sem er að gerast í flokknum, þ.e að menn eins og Bjarni séu að sjá það að þeir eiga ekki heima í flokki sem vill láta taka sig alvarlega og ætlar að setja málefni í staðin fyrir gamaldags kjördæmapot og vinaklíku greiða.

Ekki veit ég undir hvaða merkjum Bjarni ætti að koma aftur inná þing, er hann ekki bara góður í því að selja bækur þarna í sveitinni hjá ykkur?

Páll Höskuldsson, 7.1.2009 kl. 19:32

5 Smámynd: Brynjólfur Bragason

Sennilega blása þar eyðumerkurvindar en ekki ferskir. Óska samt ykkur framsóknarmönnum alls hins best við val á nýjum formanni. Vonandi verða einhverjir eftir í flokknum annar en formaðurinn þegar því vali er lokið.

Brynjólfur Bragason, 7.1.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 868

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband