Færsluflokkur: Bloggar

The Poles are the world´s masters in the art of survival.

Umræðan um Pólverja á Íslandi heldur áfram. Í gær á Stöð 2 var frétt um Pólverja á Íslandi. Þar var talað um að Pólverjar eigi undir högg að sækja. Ekki var farið nánar út í það hvað það væri sem gerði það verkum. Vitnað var í rannsókn sem prófessor, Unnur Dís Skaftadóttir gerði á högum Pólverja á Íslandi. Hún fullyrðir það að " fallið hafi á jákvæða staðalýmind Íslendinga af Pólverjum". 

Þar sem ég þekki orðið ágætlega til margra Pólverja á Íslandi og hef oft rætt við þá um veru þeirra á Íslandi - þá get ég verið sammála Unni Dís Skaftadóttur um að Pólverjar eiga orðið undir högg að sækja á Íslandi. 

Það sem mér finnst hinsvegar vanta í fréttina frá því í gær er það hvað það sé sem gerir það að verkum að Pólverjar finnist þeir eiga oftar undir högg að sækja á Íslandi?.

Mín skoðun í stuttu máli er sú að það séu margir þættir sem gera það að verkum að Pólverjar eigi undir högg að sækja á Íslandi.

1. Ég held að allir geti verið sammála um það að hópar Pólskra glæpagengja sem hafa látið mikið til sín taka undanfarið hafi ekki verið beint góð auglýsing fyrir Pólverja og það þarf ekki nokkur maður að hald að hinn almenni Pólverji sé ánægður með þessi Pólsku glæpagengi. 

2. Dæmigerð birtingarynd er í sambandi við atvinnu þátttöku Pólverja á Íslandi. Þar á ég við það að þegar þrengir að hjá okkur sem þjóð þá finnist við Pólverjar vera að taka frá okkur störf sem við gætum unnið sjálf. Gleymum því samt oftast að margir Pólverjar vinna störf sem Íslendingar hafa engan áhuga á að vinna og hafa ekki haft fram til þessa.

3. Vaxandi þjóðernishyggja (rasismi) fer vaxandi í garð Pólverja á Íslandi en hvernig það beinist gegn einni Evrópuþjóð frekar en annarri er mér algerlega hulin ráðgáta. Þó gæti þekkingarleysi átt þar hlut að máli og þar er við marga að sakast ekki síst fjölmiðlum.

4. Það er ekkert nýtt fyrir Pólverjar að þeim sé vegið. Sagan þeirra sýnir það. Pólland er hjartað í Evrópu og hefur löngum þurft að gjald þess að vera brúin á milli hins slavneska og germanska heims. Í bók sem ég á um Pólland stendur eftirfarandi " The Poles are the world´s masters in the art of survival."

Birtingarmynd alls þess að ofansögðu  er sú að hinn almenni Pólverji sem er að vinna og brauðfæða fjölskyldu sína verður oftar en ekki fyrir barðinu á fordómum.

Nágranni minn ( Pólverji) varð að byrja gærdaginn að þrífa bíl sinn sem hafði verið útkrotaður með ljótum orðum. Ég hafði samband við lögregluna vegna atburðarins - lögreglan tjáði mér að þeir hjá lögreglunni væru farnir að verða meira varir við atburði sem lögreglan tengir rasisma gegn Pólverjum.

Ég veit það samt eitt að Pólverjar flestir hverjir eru ánægðir hjá okkur og vilja ekkert annað en að falla inní hópinn og vera góðir og gengir borgarar, þó svo að mér finnst margir þeirra vera farna að huga að heimferð til fallega Póllands.

Taktu þér blað, málaðu á það

mynd þar sem allir eiga öruggan stað

Augu svo blá, hjörtu sem slá, 

Hendur sem fegnar halda frelsinu á.

Þá verður jörðin fyrir alla.

Spila

 

Spila Fallið hefur á jákvæða staðalímynd Íslendinga af Pólverjum


Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband