Færsluflokkur: Bílar og akstur
29.3.2010 | 21:55
Þegar að þjálfarar tala svona ....
![]() |
Van Gaal: Óttumst hvorki United né Rooney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2010 | 21:18
Við eru ekki " inn" þessa daganna.
Þarf eitthvað að undrast það að íslendingum sé ekki boðið til fundar við erlendar þjóðir þessa daganna?. Við erum ekki hátt skrifuð í alþjóðarsamfélaginu og stjórnmálamenn okkar en minna - þannig að við þurfum ekkert að vera að velta því fyrir okkur - hvernig standi á því að við séum ekki boðuð til fundar hjá öðrum þjóðum. Frú Clinton á þakkir skyldar fyrir að nenna að malda í móinn fyrir okkur.
Það hefði verið alger óþarfi að vera senda utanríkisráðherra til fundarins þegar kattarsmölun stendur sem hæst yfir í þinginu við að koma áríðandi nektardans og ljósbekkjar frumvörpum í gegnum þingið.
![]() |
Yfirgaf norðurhjararáðstefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.3.2010 | 13:44
Pólland er á uppleið.
Það var lengi vel krafa ESB að Pólverjar yrðu að taka til í efnahagsmálunum heima fyrir til þess að uppfylla skilyrði fyrir að fá taka upp evruna. Í dag eru Pólverjar þakklátir fyrir að þau plön gengu ekki eftir.
Pólverjar eru betur settir með sloty sem gjaldmiðill og á meðan grískur harmleikur á sér stað og mörg ríki sem eru með evruna eru að hruni komin m.a. Írland, Portúgal og því eru haldnir neyðarfundir dag hvern í Brussel í höfuðstöðvum Evrópubandalagsins. Gengi evrunar er of hátt skráð og því eftir að falla með miklum erfiðum afleiðingum fyrir ríki í ESB.
Það má því segja að það sé bjart yfir í efnahagsmálum Póllands. Hvergi í Evrópu er spáð meiri hagvexti en í Póllandi. Stjórnvöld með Donald Tusk í farabroddi eru á hraðri siglingu í að byggja upp efnahag þjóðarinnar og stefna Pólskra stjórnvalda er að skapa atvinnu fyrir alla þá sem hafa flutt í burtu á undanförnum áratugum.
Spurningin er því sú hvort við Íslendingar getum lært eitthvað af Pólverjum í sambandi við að taka upp evru? er evran sá gjaldmiðill sem við þurfum hvað mest á að halda í dag eins og Samfylkingin telur ? svarið er einfalt nei.
![]() |
Pólland þarf ekki frekari aðstoð AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2010 | 15:54
Við eigum að krefjast þess.....
![]() |
Ísland vinni heimavinnuna sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2010 | 20:31
Skáldið hitti naglann á höfuðið....
" Þeir einkavæddu gróðann en þjóðnýttu tapið "
![]() |
Sænsk lán háð Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2010 | 20:28
Tími Steingríms J. er liðinn?
Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar í gengum allt IceSave málið hefur ekkert gengið hjá Steingrími J. Hann hefur verðið með samningamenn eins og Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson sem engu hafa skilað. Bresk og Hollensk stjórnvöld vilja hafa stjórnarandstæðuna með í ráðum, þeir treysta ekki stjórninni og Steingrími J.
VG er klofin í herðar niður í IceSave málinu þannig að það má gera ráð fyrir því að ekki náist sátt þar í bráð.
Tími Steingríms J. er að enda komin í stjórnmálum. Steingrímur J. á að axla þá pólitísku ábyrgð að hafa klúðrað IceSave samningunum með því að klára þá ekki og tefja þar með alla uppbyggingu eftir hrunið á Íslandi. Steingrímur J. á að segja af sér strax eftir helgina.
![]() |
Tilbúnir til frekari viðræðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2010 | 15:10
Það er lítið um svör hjá ....
![]() |
Hvað á Steingrímur við? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 13:40
Spurning dagsins.
Ætla þessi skötuhjú að leiða viðræður um lausn á icesave eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna?
![]() |
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2010 | 23:02
Það er ekkert nýtt fyrir þjóðina að vera kúgaða
Aldrei hef ég lifað jafn undarlegan tíma í Íslensku samfélagi og nú um stundir. Ég í fyrsta skipti finn fyrir örvæntinu og finna að fólkið í landinu er vonlítið og biturt út í stjórnmálamennina og stjórnsýsluna.
Það að fulltrúar flokks sem átti ekki hvað síst þátt í því að koma landinu í þá erfiðleika sem hvarvetna blasa við stígi í pontu og bendi lýðnum á það að láta ekki kúga sig eins og formaður Sjálfstæðisflokksins orðar það eru ótrúleg skilaboð.
Ekki það að ég sé hrifin af Icesave samningum og að ég telji að almenningur eigi að borga þessa útrás Bónusfeðga og vina þeirra. Þjóðfélagið er í sárum - það er í molum - traust okkar á þingmönnum hefur aldrei mælst minna. Samt stígur þetta lið á stokk og hvetur þjóðina til þess að fara eftir þeirra fyrirmælum.
Mér hugnast ekkert sem kemur úr Valhöll. Þar hafa verið brugguð launráð í áranna rás með slæmum afleiðingum fyrir þjóð vora. Þar hefur verið griðastaður einkavinavæðingarinnar og þar hafa margar skipanir verið gefnar sem hafa leitt þjóð vora til verri tíma og komið okkur í þá stöðu sem við erum í dag.
Ekki hefur heldur tekið betra við með vinstristjórninni sem nú ríkir. Sú stjórn er komin að leiðarlokum - duglítil og vonlaus. Þetta fjandans IceSave mál hefur tekið allan tíma frá stjórnvöldum - með þeim afleiðingum að almenningur situr eftir og hefur engin haft dug eða kraft til þess að aðstoða þá sem minna mega sín.
Það þykir víst bara sjálfsagt mál að það séu langar biðraðir eftir matargjöfum þegar að félagasamtök aðstoða þá sem ekki eiga lengur peninga fyrir mat. Félagalegur jöfnuður heyrir fortíðinni til - kannski hefur hann aldrei verið til.
Jafnaðarmenn hafa mestan áhuga að koma okkur á spenann hjá EBS, þeirra rök eru að allt muni fara á betri veg fyrir þjóðina ef við göngum inní hið allra heilagasta í Brussel.
Ég hvet Össur Skarphéðinsson til þess að taka lykkju á leið sína í heimsókninni hjá þeim í Þýskalandi og fara aðeins sunnar á bóginn og taka hús á Grikkjum.
Grikkirnir gætu vafalítið gefið ESB meðmæli - haldið þið það ekki?
![]() |
Þjóðin láti ekki kúga sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar