5.1.2010 | 15:31
Stjórnin olli ekki verkefninu
Það að Forseti Íslands vísi Icesave ríkisábyrgðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þarf ekki að koma forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar á óvart. Ríkisábyrgðinni var troðið í gegnum þingið á síðustu dögum liðins árs með handafli.
Er það ekki táknrænt að Atli Gíslason er mættur til vinnu eftir frí , það var planað hjá Atla að vera í fríi á meðan umræða um Icesave var á Alþingi, það vita allir afstöðu Atla til Icesave ábyrgðirnar. Hjá VG voru þó nokkrir þingmenn sem höfðu engan áhuga á því að greiða Icesave ríkisábyrgðinni atkvæði. Það voru þau Jóhanna og Steingrímur sem lögðu pólitísk líf sín að veði fyrir þessa ömurlegu samninga og hafa uppskorið með því að þurfa að hverfa úr stjórnmálum.
Verður ekki auðveldur fundur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála þér þarna Páll.
Stjórnvöldum er einfaldlega ekki sætt eftir slíka háðung og VG er að mínu viti búið að gefa út sinn dauðadóm sem stjórnvald, þar logar allt stafna á milli og mun koma í ljós á þessum fundi.
Steingrímur J. er ágætis maður en hann er ekki óumdeildur foringi í flokknum sínum og svoleiðis hóp þurfum við ekki í okkar ástandi.
Magnús Þór Jónsson, 5.1.2010 kl. 15:47
Þótt ég hafi aldrei verið stuðningsmaður VG hef ég alltaf borið virðingu fyrir þeim og sérstaklega Steingrími fyrir að standa fyrir að mínu mati fínni stjórnarandstöðu þótt ég kannski var ekki alltaf sammála þeim gegnum tíðina. Hinsvegar sést það vel að þeir eru ekki vel gerðir til að vera í stjórn. Nú þegar krafan um Nýja Ísland stóð sem hæst hélt ég aldrei að með VG myndi krafan þýða sama ruglið og sömu aðferðir til að knýja fram sínum hagsmunum gegnum þingið. Maður myndi nú halda að besta leiðin til að ná fram sátt er að vinna saman en í augum þingsins er víst samvinna túlkuð á þann veg að ráðast sem mest gegn hinum aðilanum og snúa út úr.
Ég er sammála Sigmundi Davíð og hef reyndar verið þeirra skoðunar lengi að ríkisstjórnin ætti ekki að springa útaf þessu. Ef hún springur er það þeirra val en ekki útaf þessu. Nema kannski vilja þau nýta sér tækifærið og ganga grátandi út úr stjórnsýslubygginum sínum og klína sökina á forsetan fyrir að skemma fyrir þeim gleðina að neyða ósangjörnum samning yfir á saklausan almenning.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 5.1.2010 kl. 16:02
Eiginlega er ég að nokkru sammála ykkur öllum. Höfuðmein þessarar ríkisstjórnar hefur frá upphafi verið skortur á pólitískri sýn til framtíðar litið. Ekkert bendir til annars en að stefnan hafi verið sú að reyna að halda sjó og grípa austurstrogið án þess að stöðva lekann eða miða út stefnu til lands.
Engin skýring á þessu meðvitundarleysi og/eða ráðaleysi sýnist mér vera önnur en sú að undir harðstjórn Samfylkingarinnar hafi sú ákvörðun verið tekin að bíða átekta eftir náðarfaðmi ESB.
Sé sú tilgáta mín rétt þá er von mín að dauðastríð ríkisstjórnarinnar verði stutt.
Árni Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.