7.1.2010 | 13:23
Össur segðu af þér.
En og aftur er spuninn á fullu hjá Samfylkingunni og stjórnvöldum. Það að Össur og félagar skuli ekki farnir að átta sig á því að það eru þjóðir um allan heim að vakna til vitundar að Icesave ríkisábyrgðin er glórulaus fyrir Íslenskan almenning.
Ég hélt að ég ætti ekki eftir að fara hrósa Forseta Íslands fyrir störf í þágu þjóðar en það geri ég hér með. Ólafur Ragnar hefur gert það sem stjórnvöldum mistókst - það að koma fram með þá staðreynd að Icesave ríkisábyrgðin eins og stjórnvöld afgreiddu hana með handafli er glórulaus fyrir almenning.
Það fer ekki fram hjá neinum á Íslandi í dag að Icesave ríkisábyrgðin er inngöngu miðinn að mati Samfylkingarinnar inní EB. Sá miði er of dýr fyrir Íslenskan almenning. Almenning stendur hinsvegar ekki á sama. Ég ætla að vitna í Einar Má rithöfund og gera hans orð að mínum " þeir vilja einkavæða gróðann en almenningur má borga skuldirnar".
Ólafur Ragnar, Eva Joly, ritstjórar Financial Times og fl stórblaða eru að vekja almenning í hinum stóra heimi til umhugsunar um ranglæti þess að við almenningur á Íslandi þurfum að greiða skuldir gróðapunga sem en eru í viðræðum við ríkisstjórn Íslands um það að fá að koma og gerast fjárfestar í hinu nýja Íslandi. Og það sem meira er það er búið að samþykkja það að hálfu stjórnvalda.
Bylmingshögg ef Norðurlöndin hjálpa ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:48 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Burt með þennan helvítins TRÚÐ
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:42
Eigum við ekki að VONA að þau fari nú að vakna og VERJA okkar málstað..lol..? Mér sýnist SAMSPILLINGIN vera komin í "RuslFlokk...!" Vísa svo bara á nýjustu blogfærslu mína um þetta IceSLAVE klúður allt.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 7.1.2010 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.