7.1.2010 | 22:50
Það að þora...
Eftir allar neikvæðu umræðurnar um Icesave ríkisábyrgðina á Alþingi í haust og vetur er almenningur orðin þreyttur. Við erum orðin þreytt á sífeldum hræðsluáróðri frá ríkistjórn Íslands. Það hafa margar dómsdagsspár verið kveðnar af ráðherrum ekki hvað síst fjármálaráðherra og sem betur fer hafa þær ekki gengið eftir. Það sorglegasta í allri þessari orrahríð er það að stjórnin hefur verið að yfirfæra Icesave skuldir einkabanka yfir á almenning á Íslandi. Hafa stjórnaliðar gengið svo hart frammi að margur maðurinn hefur farið að trúa þessu bulli. Hvernig má það vera að almenningur á Íslandi séu ábyrgðarmenn skulda einkabanka í Englandi og Hollandi? spyr sá sem ekki veit.
Það er því bara alveg hreint yndislegt og jafnast á við ferska vorvinda að heyra og sjá að það finnst fólk sem er tilbúið að leiðarétta þessa vitleysu og þorir jafnframt að stíga fram í sviðsljósið og segja eins og er að við séum ekki tilbúin að láta vaða og valtra yfir okkur sem þjóð. Hérna er ég að tala um fólk eins og Evu Joly, Forseta Íslands, leiðarahöfunda breskra dagblaða. Þetta fólk hefur veitt okkur von og trú. Það sem þessir aðilar eru búnir að gera á einum til tveimur dögum er svo miklu meir heldur en þessi vonlitla stjórn sem hefur setið við völd í næstum ár.
Samfylkingarfólk er tilbúið að rífa allt niður sem ekki snýr að þeim. Hjá þeim hefur allt snúist um að koma þjóðinni inní EB sama hvað það mun kosta. Þau eru tilbúin að leggja byrgðar á komandi kynslóðir bara til þess eins að fá þá fullnægingu að komast inní sem þjóð meðal þjóða í EB, slík er minnimáttarkenndin hjá þessu auma liðið. Sem betur fer verður þeim ekki kápan úr því klæðinu. Við erum farin að sjá í gegnum þetta lið sem og Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson.
Joly harðorð í garð Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1081
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Páll. miðað við þá stöðu sem ljós er í dag án réttarhalda ber okkur lagaleg skylda til að standa við skuldbindingar þjóðarinnar. Það er það sem hefur alla tíð legið ljóst fyrir tel ég.
Neyðarlögin björguðu okkur í augnablikinu sem var kanski farsælast því svona ofdekruð þjóð hefði aldrei þolað álgið sem hefði fylgt umsvifalausu stoppi í öllu hér á landi. Áfallahjálp er eitthvað sem flestir eru farnir að skilja að er nauðsynlegt við áföll.
Ég sé það fyrir mér hvernig reynslulausir Íslendingar hefðu farið út úr slíku! Þjóðin hefði farið á taugum eins og hún leggur sig. Sálfræðingar lifa á að hjálpa fólki sem lenda í áföllum, en þarna hefði ekkert dugað til einhvers gagns því fjöldinn hefði orðið svo mikill. Þetta hefur gleymst í umræðunni. Gróði getur verið svo margskonar.
Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.
Kannski hefði bara átt að láta alla fá kreppuna á baukinn umsvifalaust? Þá sæti Ísland með sjúka og hjálparvana fólk hér vegna áfalla, að stórum hluta til. Efnahags-stríð fer ekkert síður illa með fólk en vopna og nauðgunarstríð. Bara á annan hátt.
Eva Joly (sem ég hef miklar mætur á) getur ekki sem heiðarleg manneskja setið hjá og þagað þegar hún sér hvernig allt er að klúðrast vegna þess að rannsóknarferlið tekur tíma. Fyrir það á hún miklar þakkir skildar.
Hún hefði ekki þurft að tjá sig en gerði það samt.
Þessi kona er búin að fórna miklu fyrir baráttuna gegn spillingu í Evrópu.
Ég furða mig akkúrat núna yfir þeirri svívirðilegu skoðun sem Ingvi Hrafn á ÍNN sjónvarpsstöðinni lýsti á Evu Joly. Hvað gekk honum til og svo mörgum öðrum pólitíkusum? Voru þeir að afhjúpa sjálfa sig með þessari vörn fyrir sjálfstæðis-guða-dýrkunar-flokkinn? Ég bara skil ekki svona fólk.
Ég var mjög hrifin af ÍNN þar til ég heyrði þessa þrumu-ræðu Ingva. Eftir það hef ég varast að setja á þessa stöð því pólitíkin þar er blind og siðlaus að mínu mati og mér líður illa að hlusta á svo blinda og einstefnulega umræðu án iðrunar og afsökunarbeiðni.
Hvaða verkafólk stritaði annars fyrir því að hann gæti ferðast fram og til baka á vinnustaðinn sinn yfir svo langann veg? Hver borgar farið hans? Kanski fólkið sem er í lægsta launaflokki vegna heilsubrests og á kanski ekki mat á diska barnanna sinna? Borgar jafnvel sömu skattprósentu og hann. Hvar er jöfnuðurinn og réttlætið Ingvi? Hvað ert þú að auglýsa hvernig börn eiga að varast misnotkun?
Hvað með börn fólksins sem þræla fyrir sköttum til handa stöðinni þinni á meðan þú þvælist um heiminn og dýrkar sjálfstæðisflokk Íslands sem sendi hér allt út í heims-útrás og aðalmann ÍNN líka? Komi nú fram réttlátu hliðarnar á áróðurs-pólitíkusum, takk fyrir. Afsakaðu en ég varð bara að láta þetta fjúka núna.
Þökkum þessari stjórn að hún hefur brúað þetta bil og vill bæta stjórnsýslu landsins. En ég verð arvavitlaus eins og sagt er, ef á að draga mig inn í ESB. Ég er alfarið á móti hernaðar-þáttöku, sem við Íslendingar erum svo heppnir að hafa sloppið við að taka þátt í hingað til og vitum ekki hvað við eigum gott að því leytinu til.
Það að þora er að lifa fyrir sitt takmark og réttlátar skoðanir miðað við stöðu. Staðan breytist svo frá degi til dags. M.b.kv. Anna.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.1.2010 kl. 01:24
Sjálfstæðismenn eru að stærstum hluta til hlynntir Evu Joly. Hvort mönnum líki hún kemur flokkslínum ekkert við og þá bendi ég m.a. á ummæli Hrannars aðstoðarmanns Jóhönnu sem vandaði henni ekki kveðjurnar á Facebooksíðu sinni fyrir stuttu síðan. Eva er gulls ígildi og megi hún hafa þakkir fyrir. Ekki veitir af þar sem Ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar hafa ekki beint verið á því að kynna málstað Íslendinga heldur öllu frekar málstað Breta og Hollendinga.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.1.2010 kl. 06:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.