Ríkisstjórn brenndi af í dauðfæri..

Ég sé í sjónvarpinu að það eru örfáar hræður mættar í höllina til að hylla strákana. Við þessu mátti búast. Ríkistjórn Íslands ætlaði að skora sigurmarkið og bauð til hátíðarinnar. Ríkisstjórnin skaut yfir markið eins og svo oft áður. Það nennir engin að mæta í boð hjá Ríkisstjórninni. Segir þetta okkur ekki hversu fádæma óvinsæl þessi Ríkisstjórn er ?.

 


mbl.is Þið stappið í okkur stálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rangt Páll! Þetta segir fyrst og fremst til um ástandið almennt í þjóðfélaginu, kreppan býtur alla. Þegar handboltaliðið kom heim frá Olympíuleikunum árið 2008 var stemmingin allt önnur, þá héldu allir (fyrir utan ráðamenn þjóðarinnar (á þeim tíma) og spilltir bankamenn) að hér á landi væri þvílíkt góðæri sem myndi vara til eilífðar. Tveim mánuðum síðar sprakk góðærisbólan framan í andlitið á almenningi. Satt er, núverandi ríkisstjórnin hefur gjörsamlega brugðist, en fleiri hefðu ekki mætt undir stjórn xD eða xB, jafnvel enn færri. Almenningur veit að velgengni handboltaliðs lækkar ekki skattanna, minnkar ekki spillinguna í þjóðfélaginu, lækkar ekki matarinnkaup fjölskyldunnar, eykur ekki heiðarleikann í samfélaginu, færir ekki þeim sem hafa misst vinnuna störf sín aftur o.s.frv. Því ætti þá að verja bensínkostnaði til að mæta í Laugardalshöllina. Ekki sé ég tilganginn. Ég vil samt óska íslenska landsliðinu til hamingju með árangurinn, þeir stóðu sig mjög vel.

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 18:32

2 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ég tek undir með hamingju óskir til handa Íslenska landsliðsliðinu. Stend hinsvegar við það að það nennir engin að mæta í partý með Jóhönnu og co.

Páll Höskuldsson, 1.2.2010 kl. 18:41

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Svona nú... 1000 manns er ágætt. Evrópumótið er EKKI ólympíuleikarnir, þriðja sætið er ekki annað sætið (og svo sannarlega ekki gull) og hluti liðsins kom til Íslands, ekki allt og svo framvegis og svo framvegis. Stemningin fyrir landsliðinu og góðum árangri á þessu stórmóti er góður. Svo er auðvitað stemningin til hátíðahalds ekki svo rífandi etv. hjá ýmsum en allir samgleðjast liðinu og þjóðinni fyrir að eiga svona afreksmenn. Einhverja sem börnin okkar líta upp til og hjálpa þeim að hafa ekki áhyggjur af því sem við höfum áhyggjur af. Að nota lélega sókn sem lágskot á ríkisstjórnina er svona frekar... mikið lágskot.

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.2.2010 kl. 18:44

4 Smámynd: Páll Höskuldsson

Það mættu 40.000 í miðbæinn þegar við urðum silfraðir. Segir allt sem segja þarf.

Páll Höskuldsson, 1.2.2010 kl. 18:52

5 Smámynd:

Ég á valla til orð þegar ég les þetta blogg og commentin sömuleiðis að Rúnari undaskyldum. Djö er þetta að verða þreitandi þetta pólítíska karp hér á mbl og allt er nú notað til þess. Nú verðum við öll að standa saman og leysa vandann. Svo nefnið þið ekki hvað ræða Jóhönnu var frábær og mikil stemning þegar fólk tók undir með henni með því að klappa. kveðja Áslaug

, 1.2.2010 kl. 18:58

6 identicon

Þetta hlýtur að vera heimskulegasta blogg sem ég hef nokkurntíman lesið. Ég veit ekki hvernig þú færð það út að þetta snúist á nokkurn hátt um vinsældir ríkisstjórnarinnar. Það er verið að fagna komu landsliðsins í handbolta.

Magnús (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:07

7 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ég bæði finn og sé að þetta blogg mitt kemur nokkrum í uppnám. Þetta er skilgreining mín á fámenni í Laugardalshöll og leyfi mér að standa við hana. Af hverju koma ekki fleiri til að fagna heimkomu "strákanna okkar?"

Páll Höskuldsson, 1.2.2010 kl. 19:14

8 identicon

Páll, ekki vissi ég af þessari heimkomu fyrr en ég sá þetta í sjónvarpinu.

Agnes Tanja Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:26

9 identicon

Það myndu fleiri mæta ef Davíð Oddson eða Bjarni Ben myndu bjóða þá velkomna? Hvað er ekki alltí lagi?

Unnar (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:47

10 identicon

Ef Icesave deilan væri mót eins og Evrópukeppnin hefði íslenska liðið dottið strax út í riðlakeppninni eftir að hafa tapað öllum þremur leikjunum með markatölunni 0-300. Stór hluti markanna væru sjálfsmörk.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 19:47

11 Smámynd: Björn Jónsson

Ekki í fyrsta sinn sem afdankaður pólitíkus reynir að nýta sér vinsældir annara sjálfum sér til framdráttar.

Björn Jónsson, 1.2.2010 kl. 21:47

12 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mér finnst það "out" að ríkisstjórnin boði til svona fagnaðar. Plís ekki blanda ríkisstjórninni eða borgarstjórn eða öðrum pólitíkusum þegar við fögnum hetjunum okkar. Það er yfir pólitík hafið.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.2.2010 kl. 23:16

13 identicon

Var að sjá útsendinguna frá verðlaunaafhendingunni nú áðan og verð að segja að undirtektirnar við ræðu Jóhönnu voru frekar dræmar. Var eilítið fagnað þegar hún tilkynnti um tíu milljón kr. styrkinn. Sjálf stamaði hún og virkaði óörugg. Greinilega farin að finna að það er að hitna í stólnum undir henni.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:35

14 identicon

Strákarnir okkar léttu okkur lífið og færðu okkur enn og aftur ánægjustundir.  Þjóðinni veitti ekki af að draga andann og setja aftur fyrir bak erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir.  Mikið fanst mér frábært að geta glaðst og finna alla þjóðina standa saman aftur.  Njótið stundarinnar.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 00:43

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram Ísland

Sigurður Haraldsson, 2.2.2010 kl. 00:44

16 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það þarf að halda Sjáflstæðisflokknum frá völdum hvað sem það kostar.  Bæði hjá ríki og borg.  Það að láta sjálfstæðismenn fá völd er álíka og að bera brennivín í óvirkan alkahólista.  Það gerir maður ekki, það er bara hrein mannvonska.

Guðmundur Pétursson, 2.2.2010 kl. 06:34

17 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ágæta fólk - getum við ekki notið frábærs árangurs liðsins án þess að blanda Icesave inn í málið ? Nú eða þessari vonlausu "ríkisstjórn"?

Meira að segja íþróttafréttamenn þurfa að koma þessu máli að í umfjöllun um hina ýmsu íþróttaviðburði.

Njótum þess sem vel er gert - það eru jú jákvæðir atburðir að gerat í samfélaginu þrátt fyrir aðgerðir "ríkisstjórnarinnar".  Njótum þeirra -

Guðmundur Pétursson - óvirkur alki sem vinnur í sínum málum myndi hafna brennivíninu á sama hátt og við Sjálfstæðismenn höfnum þeim beiska bikar sem "stjórnin vill að við drekkum í botn.

Til hamingju með frábærann árangur í handboltanum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.2.2010 kl. 08:50

18 identicon

Ég sjálfur hefði viljað fara, en ég var einfaldlega í skólanum þangað til kl. 1720 og fannst frekar seint að fara að mæta eftir það.

Það er frekar leiðinlegt hve fáir mættu miðað við silfrið, en við verðum að muna að þá var líka sumar og frábært veður. Fyrirvarinn var líka töluvert styttri, enda las ég um þetta svona kltíma fyrir heimkomu. Auk þess þá fékk ég allavega töluverðan aulahroll seinast þegar ráðamenn allir börðust um að kalla strákana "strákana sína" og geri ég  ráð fyrir að hugsanlega hafi aðrir sleppt að mæta af þessskonar ástæðum.

Ég vill samt óska leikmönnunum til hamingju með árangurinn. Þó ég hafi ekki mætt í Laugardalshöllina þá segi ég að þeir hafi algjörlega átt skilið sama fjölda og eftir Peking, þeir stóðu sig eins og hetjur. :)

Gunnar (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 09:59

19 identicon

Ólafur, þetta var tíbískt svar frá Sjálfstæðismanni í afneitun.

Ég er sammála Guðmundi, þarf að halda Sjálfstæðismönnun langt frá völdum, því hver var það sem kom okkur í þetta hrun og þessi vesen og hörmungar sem dundu yfir okkur og gera enn?

Agnes Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:18

20 identicon

Ég bara næ þessu ekki hjá þér? Íslenska landsliðið nær bronnsi á evrópumóti , ríkisstjórnin boðar til fagnaðar með litlum fyrirvara, 1000 manns mæta og þú tekur þessu þannig að fólk vildi koma og styðja sína menn en hættu við af því að þessi ríkisstjórn bauð þeim?? 

Er ekki lagi heima hjá þér, helduru að allt snúist um pólitík?  Stærri hluti landsins er búinn að fá upp í kok á allri þessari vitleysu sem er í gangi, hvort sem það er í stjórnarandstöðu eða ríkistjórn, eru ekki nema einhverjir staurblindir flokksmenn sem mundu hugsa svona.

Svo kemur þú með eitthvað blogg og notar velgengni strákanna til þess að taka eitthvað lágkúrlegt skot á ríkistjórnina.

Til að enda þetta eins og margir hérna þá vil ég óska þeim til hamingju með frábæran árangur.

Tryggvi (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 11:28

21 Smámynd: Páll Höskuldsson

Jú jú það er allt í lagi heima hjá mér þegar ég fór að heiman í morgun Tryggvi.

Páll Höskuldsson, 2.2.2010 kl. 12:00

22 Smámynd: Árni Gunnarsson

Loksins kom skýringin á því hvers vegna loðnugreyin voru svona treg til að mæta á hrygningarslóðirnar. Alveg pottþétt skýring. Allt saman Jóhönnu að kenna því hún er svo hundleiðinleg og ekki bætir landráðamðurinn Steingrímur selskabed.

Miklar þakkir Páll fyrir að standa vaktina og skilgreina áleitnar spurningar.

Þú ert ómetanlegur og þyrftir eiginlega að vera á hverju heimili en það er nú víst til of mikils mælst.

Árni Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 15:46

23 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ekki þessa minnimáttarkennd Árni - það er ástæðulaust. Við eigum að bera höfuðið hátt og hafna þessari aumu ríkisstjórn.

Páll Höskuldsson, 2.2.2010 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband