4.3.2010 | 23:02
Það er ekkert nýtt fyrir þjóðina að vera kúgaða
Aldrei hef ég lifað jafn undarlegan tíma í Íslensku samfélagi og nú um stundir. Ég í fyrsta skipti finn fyrir örvæntinu og finna að fólkið í landinu er vonlítið og biturt út í stjórnmálamennina og stjórnsýsluna.
Það að fulltrúar flokks sem átti ekki hvað síst þátt í því að koma landinu í þá erfiðleika sem hvarvetna blasa við stígi í pontu og bendi lýðnum á það að láta ekki kúga sig eins og formaður Sjálfstæðisflokksins orðar það eru ótrúleg skilaboð.
Ekki það að ég sé hrifin af Icesave samningum og að ég telji að almenningur eigi að borga þessa útrás Bónusfeðga og vina þeirra. Þjóðfélagið er í sárum - það er í molum - traust okkar á þingmönnum hefur aldrei mælst minna. Samt stígur þetta lið á stokk og hvetur þjóðina til þess að fara eftir þeirra fyrirmælum.
Mér hugnast ekkert sem kemur úr Valhöll. Þar hafa verið brugguð launráð í áranna rás með slæmum afleiðingum fyrir þjóð vora. Þar hefur verið griðastaður einkavinavæðingarinnar og þar hafa margar skipanir verið gefnar sem hafa leitt þjóð vora til verri tíma og komið okkur í þá stöðu sem við erum í dag.
Ekki hefur heldur tekið betra við með vinstristjórninni sem nú ríkir. Sú stjórn er komin að leiðarlokum - duglítil og vonlaus. Þetta fjandans IceSave mál hefur tekið allan tíma frá stjórnvöldum - með þeim afleiðingum að almenningur situr eftir og hefur engin haft dug eða kraft til þess að aðstoða þá sem minna mega sín.
Það þykir víst bara sjálfsagt mál að það séu langar biðraðir eftir matargjöfum þegar að félagasamtök aðstoða þá sem ekki eiga lengur peninga fyrir mat. Félagalegur jöfnuður heyrir fortíðinni til - kannski hefur hann aldrei verið til.
Jafnaðarmenn hafa mestan áhuga að koma okkur á spenann hjá EBS, þeirra rök eru að allt muni fara á betri veg fyrir þjóðina ef við göngum inní hið allra heilagasta í Brussel.
Ég hvet Össur Skarphéðinsson til þess að taka lykkju á leið sína í heimsókninni hjá þeim í Þýskalandi og fara aðeins sunnar á bóginn og taka hús á Grikkjum.
Grikkirnir gætu vafalítið gefið ESB meðmæli - haldið þið það ekki?
Þjóðin láti ekki kúga sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér, ég hef ´aldrei lifað jafn undarlega tíma eins og nú,er ég þó ansi mikið eldri en þú. Líklega rétt að fólk hefur misst trúna á þingmenn. Þrátt fyrir það kaus ég,því við erum að glíma við óréttlátt regluverk E.E.S.,E.S.B. er mér ekki að skapi. Komumst við út úr þessari plágu,hef ég trú á að fólk,kalli eftir utanþingsstjórn. Góðar stundir.
Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2010 kl. 23:36
Ég tek líka undir með ykkur að það ríkja hræðilega erfiðir tímar í landinu. Óréttlætið er gríðarlegt hvar sem maður lítur. Verst þykir mér þetta með ofgreiðslurnar á heimilislánunum. Þar er um að vera peningar sem að aldrei hafa verið til. Peningar sem að urðu til einungis vegna þess að reikniformúlurnar að baki lánunum eru ófullkomnar og funkeruðu ekki í kreppunni. Það er í senn siðlaust og glæpsamlegt af stjórnvöldum að leyfa sér að gjaldfæra ofgreiðslurnar sem að mynduðust við reiknivilluna á fólkið í landinu. Þetta er ekkert nema þjófnaður og mannréttindabrot. Þetta eru tilbúnar upphæðir sem aðeins hafa verið til í tölvum. Í gær fékk þessi frétt mig til að fá ógeð og enn eitt hjartastoppið. http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/03/04/bankakreppu_velt_a_almenning/ Hverskonar viðbjóður er þetta sem þrífst núna hér í landinu. Þetta er vargöld, skálmöld af verstu sort!!
Annar hvor maður sem að maður þekkir er á leið að flytja til útlanda. Hverjir verða eftir til að borga Icesave samninginn? Ég veit að ég hugsa bara um eitt að koma barninu mínu úr landi svo að hún geti átt sér líf!
Anna Margrét Bjarnadóttir, 5.3.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.