Pólland er á uppleið.

Það var lengi vel krafa ESB að Pólverjar yrðu að taka til í efnahagsmálunum heima fyrir til þess að uppfylla skilyrði fyrir að fá taka upp evruna. Í dag eru Pólverjar þakklátir fyrir að þau plön gengu ekki eftir.

Pólverjar eru betur settir með sloty sem gjaldmiðill og á meðan grískur harmleikur á sér stað og mörg ríki sem eru með evruna eru að hruni komin m.a. Írland, Portúgal  og því eru haldnir neyðarfundir dag hvern í Brussel í höfuðstöðvum Evrópubandalagsins.  Gengi evrunar er of hátt skráð og því eftir að falla með miklum erfiðum afleiðingum fyrir ríki í  ESB. 

Það má því segja að það sé bjart yfir í efnahagsmálum Póllands.  Hvergi í Evrópu er spáð meiri hagvexti en í Póllandi. Stjórnvöld með Donald Tusk í farabroddi eru á hraðri siglingu í að byggja upp efnahag þjóðarinnar og stefna Pólskra stjórnvalda er að skapa atvinnu fyrir alla þá sem hafa flutt í burtu á undanförnum áratugum. 

Spurningin er því sú hvort við Íslendingar getum lært eitthvað af Pólverjum í sambandi við að taka upp evru? er evran sá gjaldmiðill sem við þurfum hvað mest á að halda í dag eins og Samfylkingin telur ? svarið er einfalt nei.


mbl.is Pólland þarf ekki frekari aðstoð AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Eitt er víst að hér þarf annan gjaldmiðil en handónýta krónu, hvort sem það verður Evra eða eitthvað annað. Pólverjar geta þakkað ESB fyrir hversu vel hefur gegnið hjá þeim, ESB aðild jók traust á efnahaginum og aðstoðaði við uppbygginguna.

The Critic, 29.3.2010 kl. 15:04

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

og í Póllandi varð ekkert hrun eins og hér.

Finnur Bárðarson, 29.3.2010 kl. 15:05

3 Smámynd: Páll Höskuldsson

Eigum við samleið með milljóna manna þjóðum í ESB? verðum við ekki eins og lítill fiskur í stórri tjörn. Mín skoðun er sú að við eigum ekkert erindi inní ESB eins og staðan er í dag og ekki eigum við að taka upp Evruna sem gjaldmiðill. Eins og staðan er í dag þá eigum við ekki marga kosti í stöðunni. Gætum við náð samkomulagi með Norðmönnum - í því að taka upp Nrk. hér á landi?.

Páll Höskuldsson, 29.3.2010 kl. 15:38

4 Smámynd: The Critic

Við erum nú þegar lítill fiskur í stórri tjörn. Þetta video útskýrir þetta allt.

The Critic, 29.3.2010 kl. 16:15

5 Smámynd: Páll Höskuldsson

Finnur ! það varð hrun í Póllandi við fall kommúnismans. Það gerðist þannig að lífvænum fyrirtækjum var stolið úr eigu ríkisins (almennings) og þeim var komið undan til útlanda þar sem þau voru seld - t.a.m skipasmíðastöðin í Gydansk, þeirri sem kom byltingunni geng kommúnistum af stað ( Solidarnosc).

Stjórnvöld í Póllandi urðu að fara á hnjánum til Brussel til að sækja styrk fyrir Belgísku skipasmíðastöðina sem höfðu hótað Pólskum yfirvöldum því að þeir myndu loka stöðinni og áttu því margir Pólskir verkamenn það á hættu að missa störf sín.

Svona virkar ESB kerfið í hnotskurn. Þeir ríku verða ríkari. Kannast einhver við þetta allt saman?.

Páll Höskuldsson, 29.3.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband