13.4.2010 | 13:00
Heimur fáránleikans.
Hvað ætlum við þjóðin að gera?. Sitja bara hjá og lesa um aumingja sem stjórnuðu landinu bæði niður á Alþingi og í bönkum landsins og þ.m.t. Seðlabankanum. Hrunskýrslan sýnir svo ekki sé umvillst að gerð var atlaga að lýðræði Íslands.
Nú í þynnkunni stíga stórmennin fram og neita öllu rétt eins og Dick Nixon.
Við búum í heim fáránleikans.
Hættu á bankabjörgunaræfingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega, maður er svo rosalega reiður!! Hvenær fara íslendingar að mótmæla þessu ráni, ekki eru núverandi stjórnvöld að gera neitt til að létta undir með þjóð sem þegar er búið að ræna öllu! Hækkar skatta, fólk fær enga sénsa í bönkunum með lánin sem eru búin að hækka upp úr öllu valdi hvort heldur erlend eða íslensk lán. Allir sem hafa verið nafngreindir í skýrslunni neita sök, alveg sama í hvaða flokki pakkið er! Benda allir á hvorn annan! Það er komið í ljós að við vorum öll plötuð upp úr skónum, mikið af fólki búið að missa allt, bæði vinnu og sparifé! Allt hækkar með hverjum deginum og við eigum bara að brosa og þakka pent fyrir! Svo átti lika að klina á okkur Icesave Svavars samningi af því ísl almenningur skuldar Bretum!! Hvenær fær fólk nóg? Fullt af fólki er farið úr landi og örugglega miklu fleiri núna að hugsa um að fara! En hvernig væri bara án grins að hætta að borga af lánum þar til við fáum þá réttlátu leiðréttingu sem við eigum skilið? Ef 'isl vakna ekki núna er þetta búið spil!
sandra guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.