Skammsýnn Vilhjálmur.

Vilhjálmi Egilssyni ferst að tala um lélega stjórnmálamenn þegar hann segir orðrétt " Grikkland engist í djúpri kreppu meðal annars vegna ákvarðana skammsýnna og tækifærissinnaðra stjórnmálamanna fyrr á árum"

Hvað erum við Íslendingar að glíma við í dag, er það ekki djúp kreppa sem sér ekki fyrir endann á? Erum við ekki með tækifærisinnaða stjórnmálamenn sem neita að segja af sér þrátt fyrir að hafa þegið mútur frá fyrirtækjum og bönkum sem komu landinu í þrot. 

Þetta heitir að kasta steini úr glerhúsi. Vilhjálmi Egilssyni væri að nær að líta í eignin barm. Merkilegt að það er engin tilbúin að axla ábyrgð á hruninu. Gildi lífeyrissjóður mokaði peningum inní bankana korteri fyrir hrun á kostnað lífeyriseiganda. Það eitt ætti að verða þess valdandi að stjórnin segði af sér.


mbl.is Segir gagnrýni á lífeyrissjóði ómálefnalega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Örn Guðmundsson

Einnig er skrítið að mér fynnst að maður kominn yfir fimmtugt sem ég þekki hefur borgað í lífeyrissjóð allt sitt líf og þegar hann fer á eftirlaun fær hann tæp 150.000kr. sem á eftir að taka skatt af.

Það er ekki mikill afrakstur, væri betra bara ef maður mundi ávaxta þessa peninga bara sjálfur og ekki að vera að borga mönnum milljónir á mánuði til að sjá um þetta sem eru með jeppa á okkar kostnað og fullt af fríðindum.

Einnig ættu stjórnarmenn og menn í lykilstöðum innan þessara sjóða að lækka í launum allavegana í sama hlutfalli og þeir eru að lækka greiðslur úr lífeyrissjóðunum.

kv. Svavar

Svavar Örn Guðmundsson, 6.5.2010 kl. 09:27

2 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Fólk verður að átta sig á að það eru 1800 milljarðar í lífeyrissjóðum vegna þess að almenningur borgar í þá í hvert skipti sem það þiggur laun, ekki vegna þess að fólkið sem fer með völd í sjóðunum sé svona ægilega gott að ávaxta peningana. Ef það væri svona ægilega gott þá væri ekki verið að afskrifa 86 milljarða.

Tómas Waagfjörð, 6.5.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband