27.11.2010 | 14:27
Kunnuglegt ástand.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á Írlandi næstu daganna. Það eru ekki bara haldnir neyðarfundir á Írlandi, þeir eru einnig haldnir í Brussel. Evran er á bjargbrúninni og það er lífróður í gangi til að halda evrunni á lífi og það sem er merkilegast af öllu er að Ríkisstjórn Ísland sér enga aðra lausn á málunum heldur en að ganga inní klúbbinn í Brussel í þeirri von að hægt sé að bjarga málum á Íslandi. Forseti vor hefur bent á það gangi ekki upp, ég er sammála Ólafi í því máli.
Þúsundir mótmæla á Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undarlegt.
California stendur mjög illa, álíka illa og Grikkland t.d, verr en Írland.
Samt er því aldrei spáð að dollarinn liðist í sundur..?
Teitur Haraldsson, 27.11.2010 kl. 15:02
Ferlega er þetta undarleg athugasemd hjá þér Teitur. Skil barasta ekki hvert þú ert að fara.
Páll Höskuldsson, 28.11.2010 kl. 15:16
Ég skal þá útskýra þetta fyrir þér.
Sjáðu, þú segir að "evran er á bjargbrúninni og það sé lífróður í gangi...."
Þú segir það væntanlega vegna þess að lönd (sem svipa til fylkja innan USA) standa illa og þá sérstaklega Grikkland.
Fylki eins og California standa mjög illa, svipað og Grikkland eins og ég segi en verr en Írland.
Auk þess er dollarinn búinn að vera mikið óstöðugri en Evran undanfarin ár.
Samt segir enginn að dollarinn sé að liðast í sundur eða standi verr en Evran.
Skilurðu?
Teitur Haraldsson, 28.11.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.