14.5.2011 | 07:42
Höfðinu stungið í sandinn.
Það er ekkert nema gott um það að segja að útlendingar vilji setjast að á íslandi. Mín skoðun er sú að það er vöntun á fólki í ákveðnar starfsgreinar á íslandi, þetta eru starfsgreinar með lægstu laun og oft á tíðum erfiðisvinna og ekki alltaf svo þrifarleg. Ég er m.a. að tala um fiskiðnað og fleiri skyld störf.
Íslendingar eru fyrir löngu síðan hættir að nenna vilja vinna í fiski. Þess vegna er eftirspurn eftir erlendum vinnufúsum höndum í þá grein. Þið þurfið ekki nema fara vestur á firði og sjá með eigin augum hvernig staðan er þar, það að segja þar sem útgerð er en stunduð.
Mér finnst hann hinsvegar ansi ódýr oft þessi samanburður á íslandi og austur evrópu og ekki minnst þegar talað er um Pólland. Þeir sem fara til Póllands sjá að þar er mjög svo stéttskipt þjóðfélag þar sem margir hafa það mjög gott og aðrir sem hafa lakari kjör. Það er munur á Varsjá og fátækum bæjum sem eru staðsettir í suð austur Póllandi t.d. Þannig að kjör þar eru mjög svo misjöfn.
Það sem austur evrópu lönd mörg hver hafa fram yfir ísland er hinsvegar að þau eru komin í örugga höfn með gjaldeyrismál. Pólverjum hefur hinsvegar ekki gengið sem best að taka til í peningamálum og eru því ekki komnir ennþá með evru.
Við hinsvegar erum hinsvegar að festa í langvarandi gjaldeyrishöftum með þeim afleiðingum að eðlileg viðskipti eiga sér ekki stað.
Íslenska krónan er orðin mun verðminni en sloty og rubla og aðrir austur evrópskar mynntir - hún er í raun verðlaus. Ekki get ég notað íslensku krónuna hérna í Noregi þar sem ég bý og hef ekki getað í mörg ár.
Ísland auðugra en heimalandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.