19.6.2011 | 14:33
Já hvernig væri að funda um málið ?
Eitt allra helsta vandamál íslenskra alþýðu er það að til valda í helstu embætti þjóðarinnar hefur valist lið sem aldrei hefur difið hendinni í kalt vatn og kann ekki að vinna. Þess vegna er allt í kyrrstöðu. Þegar ekkert gengur þá er bara sagt " já við skulum funda um málið" efndirnar þekkja síðan flestir.
Það er allt helfrosið á íslandi og fólk er fyrir löngu búið að gefast uppá því að það komi einhverjar lausnir frá helstu embættismönnum þjóðarinnar, enda er það lið allt saman með sitt á þurru og launakjör sem ekki bjóðast venjulegu alþýðufólki.
Funda um samgöngumálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Páll !
Sannarlega rétt; hjá þér. Og; þar fer drullusokkurinn, Ögmundur frændi minn Jónasson, úr Leirársveit fremstur í flokki, uppskafninganna.
Og; eru nú búendur, í Leirár- og Melasveitum, öngvir veifiskatar né liðleskjur, þó önnur sveitanna (Stephensen ættin); Leirársveit hafi alið, annarrs; ágæta forfeður Ögmundar, á sinni tíð.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 14:53
Verkstjórnin og leiðin er vel þekkt hjá þessari ríkisstjórn.
1. Lofa
2. Svíkja
3. Funda
4. Svæfa í nefnd
Þetta er það sem þeir kalla gagnsæi "Allir vita hvernig ferli allra mála er". Þegar málið er komið í nefnd þá er merkt í kladdann að loforðið hafi verið efnt.
Björn (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 15:32
Enn eitt dæmið um veruleikafyrrta íslenska óskhyggju.
1. Olíuverð mun snarhækka á næstu árum. Aukin umsvif í Asíu kalla á það og það er í raun miklu minna af auðnýtanlegum olíulindum en menn hafa verið að ímynda sér enda hefur það verið talað upp til að halda verðinu niðri. Utanríkisstefna Bandaríkjamanna og Vesturlanda hefur almennt miðast að því að halda verðinu niðri og styrkja gjörspilltar ríkissjórnir, þau tök eru að losna. Heimurinn er löngu komin fram úr hámarksframleiðslu olíu og framleiðslan er að minnka meðan framboðið eykst. Olíuverði er spáð um 150 $ tunnan.
2. Það er tálsýn að halda það að verð á bensíni og olíu er sérstaklega hátt á Íslandi og það að ríkissjóður tekur sérstaklega mikið miðað við nágrannalöndin.
Hið vellauðuga olíurík Noregur selur bensínið á um allt að 14-15 Nkr/lítirinn og það er á Seðlabankagengi um 300 Íkr á aflandsgengi sem er raunar hið rétta gengi krónunnar þar er Nkr á 33Íkr það þýðir að lítirinn kosti 490 Íkr. Verð í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandseyjum er litlu lægra en hátt samt miðað við Ísland.
Íslenska þjóðin niðurgreiðir gjaldeyri (það er enginn annar en íslendingar sjálfir sem greiða þennan mun) til að kaupa bensín og olíu.
Raunar gæti ríkið hætt að niðurgreiða gjaldeyri til að kaupa olíu og keypt það á aflandsgengi þeas 260 Íkr kr per €.eða 182 Íkr per $.
Verðfall íslensku krónunnar og lífskjaraskerðing íslensku þjóðarinnar (þeirra sem eru inni á krónuhagkerfinu)samfara einkabílisma og landlægri leti, en Íslendingar eru nú meðal feitustu þjóða heims og hreifa sig lítið.
Tími olíuhagkerfisins er að hníga til viðar. Ef skuldugur ríkissjóður Íslands sem heldur uppi heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, velferðarkerfinu missir af olíutekjum þýðir það einfaldlega að það þarf að nálgast þessar tekjur á annan hátt.
Það að sóa gjaldeyristekjum ríkisins með að niðurgreiða olíu til þess að fólk geti skroppið austur fyrir fjall er náttúrlega vitleysa og jákvætt að það dragi úr umferð.
Skynsamlegast væri að búa til góða og örugga hjólreiðastígi og bæta almenningssamgöngur og þeir sem vilja keyra bensínhákanna þurfa síðan bara að borga af því eða fá sér eyðslugranna bíla.
Gunnr (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.