Hvernig væri að byrja á því að biðja afsökunnar ?

Það finnst ekki neitt sem heitir auðmýkt í máli Geirs H Haarde. Auðmýkt eða afsökun á eigin gerðum hefur aldrei fundist í orðum stjórnmálamannsins Geirs H Haarde og er af nægu að taka.
mbl.is Það var reitt hátt til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hr. Páll Höskuldsson.  Á hverju á Geir að biðjast afsökunnar?

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2012 kl. 10:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með Hrólfi.

En ef það á að fara í einhvern afsökunarleik, þá er listi glappaskota núverandi ríkisstjórnar lengri en áður hefur sést í íslenskri stjórnmálasögu. En ég mæli ekki með slíkum leik því dómur yfir verkum stjórnmálamanna og flokka á að vera í kosningum.

Við sem ekki kjósum vinstri flokkana, munum sjá réttlætinu fullnægt í næstu kosningum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 10:40

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Páll. Eini maðurinn sem þó reyndi að gera eitthvað, og jafnvel gegn vilja annarra ráðherra, er tekinn fyrir og dæmdur af samsekum sem létu sjálfa sig sleppa.

Hver á að biðjast afsökunar?

Það er mannlegt og eðlilegt að bregðast við slíkum svikavinnubrögðum á þann hátt sem Geir gerði að loknum úrskurði.

Það hafa of margir sloppið við að svara til saka, til að hægt sé að tala um að réttlætinu hafi verið framfylgt. Það er óskiljanlegt hvað fólk er tilbúið að sætta sig við, þegar kemur að svikulum vinnubrögðum annarra ódæmdra en samsekra ráðherra og embættismanna á Íslandi og víðar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.4.2012 kl. 11:35

4 identicon

Geir, ekki meir! Allir eru búnir að fá upp í kok af þessum vanhæfa, hrokafulla manni.

Varð sjáfum sér og FLokknum til ævarandi skammar með sínum aumingjaskap.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 12:02

5 identicon

Það síðasta sem Geir ætti að gera er að byðjast fyrirgefningar enda er rétti þeim fyrirgert með rakalausri og fordómalausri árás hatursfullra lítilla sála sem venjulega kalla sig póltíkusa en eru pólitískussar í tilraun til að hengja einn mann fyrir syndir heillar þjóðar.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 12:05

6 identicon

Framkoma Geirs Haarde eftir að hafa heyrt dómsúrskurð og síðar um kvöldið í Kastljósinu staðfesti það að kallinn stígur ekki í vitið. Þetta er gífurlegt áfall fyrir Sjallana. Mun taka þá 10-20 ár að jafna sig eftir þessa skömm. En það hlaut að koma að þessu. Incompetence kemur alltaf upp á yfirborðið, eins og kúkur í lauginni. Bara tímaspurning.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 12:31

7 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ég vil bara minna á það að Geir H Haarde var dæmdur fyrir alvarleg atriði. Hann gæti byrjað á því að biðja Íslenska þjóð afsökunar á því sem hann var dæmdur fyrir.

Páll Höskuldsson, 28.4.2012 kl. 12:54

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Auðvitað var Geir dæmdur fyrir grafalvarlega hluti.

Að karlhólkurinn skuli ekki biðja þjóðina afsökunar í stað þessa heimskulega kjaftsbrúks, segir flest það sem segja þarf um þennan riddara ömurleikans.

hilmar jónsson, 28.4.2012 kl. 13:21

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Haukur, hvernig má það vera að þetta sé áfall fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Hann hefur meira fylgi meðal almennings en báðir stjórnarflokkarnir til samans! Þessi bakstungshnífur hefur gjörsamlega snúist í höndum þeirra sem honum vildu beita.

Ég skora á ykkur að lesa pistil Þorsteins Pálssonar á Vísi.is, Hér.  Þar segir m.a. :

"Skortur á rökvísi
Sakfellingin lýtur að formsatriði. Þau eru að sönnu mikilvæg og alveg sérstaklega í stjórnarskrá. En því aðeins er unnt að sakfella fyrir slíkt formbrot að um stórkostlegt gáleysi hafi verið að ræða. Það er hins vegar lítið rökrænt samhengi í því að stórkostlegt gáleysi sé talið refsilaust.

Sú ástæða að refsing sé ekki gerð vegna þess að forsætisráðherra eigi sextíu og eitt ár að baki án brotaferils er léttvæg í stjórnskipulegu samhengi. Slíkur skortur á rökvísi getur því tæplega skýrst af öðru en málamiðlunarkaupum til þess að mynda meirihluta.

Sýknan í efnisliðum ákærunnar byggir réttilega á því að ekki hafi verið sannað að orsakasamhengi hafi verið á milli ákæruatriðanna og hruns krónunnar og bankanna. Hvernig er þá unnt að líta svo á að sannað sé að minnka hefði mátt tjónið með alveg óútskýrðri pólitískri stefnubreytingu og vegna umræðna á ráðherrafundi um hana og ótilgreindum athöfnum sem af henni hefðu leitt? Í dóminum segir að leiða megi rök að orsakasamhengi þarna á milli en þau rök eru þó ekki borin fram. Þetta er nær huglægu mati en lagarökum."

Það er meira "rökvíst" í pistli Þorsteins, endilega lesið.

Í sama miðli er grein eftir Ólaf Þ. Stephenssen, HÉR. Margt athyglisvert þar líka, m.a. :

"Umræður um ábyrgð á hruninu hafa snúizt um margt, en alls ekki um það hvort fundir hafi verið boðaðir í samræmi við 17. grein stjórnarskrárinnar. Raunar má fullyrða að 17. greinin hafi svo gott sem ekkert verið til umræðu í tengslum við stjórnmál og stjórnsýslu á Íslandi yfirleitt, þau rúmlega 90 ár sem hún hefur verið í stjórnarskránni.

Geir er þannig sakfelldur fyrir fremur afkáralegt aukaatriði í ákærunni. Þótt meirihluti dómsins sé gagnrýninn á ýmis störf hans í aðdraganda hrunsins og telji hann hafa gert mistök – sem hann hefur sjálfur viðurkennt – kemst hann ekki að þeirri niðurstöðu hvað varðar efnislegt innihald ákærunnar að öðru leyti að Geir hafi brotið lög."

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 13:32

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að rökræða við ykkur hatursmennina er eins og að öskra upp í vindinn. Ekkert kemst til skila. Ömurlegt!

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 13:37

11 identicon

Hallo, Gunnar TH. Þorsteinn og Ólafur Þ. eru Sjallar, hafa alltaf verið. Les alltaf Ólaf, ekki alltaf Þorstein. Hann er svo leiðinlegur penni, hátíðlegur, predikari. Hefði átt að verða prestur, pokaprestur. ........að ekki hafi verið orsakasamhengi á milli ákæruatriða og hruns krónunnar og bankanna........er fáránleg fullyrðing. Allir vita að þarna var skýrt samhengi. Hinsvegar hefði afglapinn Dabbi átt að sitja við hliðina á Geir, sömuleiðis Ingibjörg Sólrún, Árni Matt og Björgvin. Það er Samfylkingunni til skammar að svo varð ekki. Geir á að hætta þessu væli. Þið Sjallar gætur slegið saman í nýja hárkollu handa kallinum og sagt honum vel að lifa.

"Have a nice weekend", og hættu að öskra upp í vindinn! 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 14:24

12 Smámynd: Páll Höskuldsson

Jon Trausti skrifadi magnadan leidara i DV, eg vitna i hann. "

Hinn nýdæmdi Geir beitti blekkingum með hjálp almannatengla, líkt og Geir blekkti fyrir hrun. „Það er allt saman á bara hefðbundnu róli,“ sagði hann í miðjum neyðaraðgerðum nokkrum dögum fyrir hrun. „Ég myndi nú ekkert lesa neitt sérstakt í það, við vinnum oft um helgar,“ sagði hann helgina fyrir hrun. „Það var ekkert sérstakt sem gekk á, ég tala mikið við þessa menn,“ sagði hann við annað tilefni. Eftir dóminn hélt hann áfram að búa til þann veruleika að það væru bara pólitískar ofsóknir að segja að hann hefði gert eitthvað rangt.

Allir gera mistök. Það er enginn endanlegur dómur. Það skiptir meira máli hvernig menn bregðast við mistökum sínum. Að lýsa yfir „stórsigri“, ljúga upp á dómarana og krefjast afsagnar ákærenda eftir að hafa verið dæmdur fyrir brot við stjórn ríkisins ber vott um óheilbrigð og þjóðfélagslega skaðleg viðhorf. Þegar nánar er að gáð birtist okkur sama meinsemdin og í góðærinu.

Ófagmennska. Firring. Blekkingar. Valdhroki. Foringjaræði. Klíkuræði. Ábyrgðarleysi. Áhersla á sérhagsmuni umfram almannahagsmuni. Vanvirðing fyrir lögum og reglum. Biluð umræðuhefð.

Þarna stóð hinn dæmdi, dæmigerður fyrir þetta allt."

Páll Höskuldsson, 28.4.2012 kl. 15:41

13 identicon

En það eru ekki aðeins Sjallarnir sem haga sér eins og rónar. Hækjan er jafnvel verri, enn verri. Fyrir neðan er tenging í góðan pistil eftir Erling Ólafsson um gullkálfinn Sigmund Davíð. Lesið þetta og íhugið hversu spilltur og heimskur þessi fitukeppur er. Á þessi fogl eftir að verða ráðherra?

http://blogg.smugan.is/jarl/archives/870

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 16:11

14 identicon

Geir á að afsaka grandvaraleysi sitt, sama mega hinir 62 félagar hans fyrir hrun einnig gera.

Við kjósum okkur fulltrúa, einstaklinga sem stýra mörgum okkar gerðum, öllu okkar fjármagni og eiga að vernda okkur, það er því varla of mikils mælst að þessir sömu fulltrúar standi með okkur !

Eina sem ég bið viðkomandi fulltrúa um er að þeir séu heiðarlegir, það er það eina sem ég fer fram á.

Geir er ekki sá versti, langt í frá.

Ég borga hátt í helming minnar innkomu til að rækta samfélag, fyrir utan neysluskattana, ég hef kröfu um það að samfélagið sem rekið er fyrir mitt fé sé rekið svo við getum öll blómstrað, á okar forsendum.

runar (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 22:08

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það var nauðsynlegt og fróðlegt fyrir utanaðkomandi manneskju eins og mig, að vera viðstödd frásögn flestra vitna í Landsdómi, og skynja þannig undirrót atburðarrásarinnar fyrir hrun, út frá hvernig vitni tjáðu sig í orði, og ekki síður mikilvægt að lesa í líkamstjáningu og svipbrigði fólks. Þegar maður tengir svo saman heildarmyndina af þessu Landsdómsleikriti, þá er ekki nokkur vafi í mínum huga, að Geir var á ýmsum tímapunktum haldið viljandi utan við atburðarrásina.

Það skýrir mjög margt að finna pólitísku undirölduna í vitnaleiðslunum, og í raun skilnings/vilja/getuleysi margra annarra ráðherra en Geirs, í að vinna af heiðarleika fyrir þjóðfélagið, með þeim alvarlegu afleiðingum að fjármálakerfið hrundi með spilaborginni sem það var, og er enn reist á.

Það er ekkert talað um það núna að Geir hafði ekki lögin með sér í að grípa inn í verk annarra ráðherra. Það er þannig að hver ráðherra ber einn ábyrgð á sínum ráðuneytum og verkum.

Hvernig átti Geir að segja öðrum ráðherrum og vinnuhópum fyrir verkum og afstýra afglöpum og vanhugsuðu verkum, ef þáverandi utanríkisráðherra, bankamálaráðherra, fjármálaráðherra og vinnuhópur seðlabanka og FME, héldu honum utan við atburðarrásina?

Geir gat ekki staðið einn að lagabreytingum, og það átti öllum ábyrgum og hæfum mönnum/konum að vera ljóst.

Ólíkt flestum pólitíkusum í æðstu embættum landsins, fyrr og nú, þá er Geir ekki með frekju, yfirgang og fleiri séreinkenni íslendinga. Það virðist sem sumum finnist auðveldast á ráðast á þá sem eru þannig gerðir. Geir var ekki einráður fyrir hrun, og það vita flestir.

Ég er ekki í Sjálfstæðisflokknum og hef aldrei verið, og er ekki að verja þann flokk, frekar en aðra flokka. Heldur er ég lýsa minni sýn á hvernig verið er að blekkja fólk til að trúa því að einhverju réttlæti hafi verið náð fram með þessum fáránlega eineltisdómi.

Það er vel þekkt að gerendur eineltis krefjast afsökunarbeiðni af fórnarlambinu, þegar þeir eru búnir að níðast á því. Því miður kemur þessi eineltis-hjarðhegðun fram á mjög skýran hátt í sambandi við Geir og Landsdómsmálið. Íslendingar eru ekki komnir lengra á mannúðar-þroskabrautinni. Við getum ekki vænst þess að börnin hætti eineltinu, þegar fyrirmyndirnar háttsettu og "fullorðnu" eru ekki vandari að virðingu sinni fyrir heilbrigðu og mannúðlegu samfélagi.

Það er fyrir utan minn skilning nú orðið (enda orðin gömul), að vandað og hæft fólk vilji dæma annað fólk, og sérstaklega án þess að skilja og fara ofan í kjölinn á öllu málinu (sem er ekki auðvelt í þessu máli, frekar en öðrum). Eða vilja dæma fólk einungis vegna þess að því er vísvitandi haldið utan við alvarlega atburðarrás, eða ef það fylgir ekki vilja spilltra öfgapólitískra afla.

Það er eitthvað mikið rangt við alla þessa atburðarrás, og svikamyllan er enn á fullri keyrslu, og allir eiga víst að vera ánægðir að Geir skyldi hafa verið tekinn út úr hópnum til að níðast á!

Ég skil alltaf betur og betur orð indíánans, þegar hann sá hvernig hin svokallaða "siðmenning" virkaði í raun: hvernig er hægt að fara svona með sína eigin samborgara.

Er það svona samfélag sem við viljum viðhalda? Hvað segja "fullorðnu" jóla-kaupmennsku-hátíðarbörnin á Íslandi um það? Á að láta gerendurna fársjúku komast upp með að halda áfram sinni sjúku valdagræðgi-vinnu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2012 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband