2.3.2013 | 07:23
Illa skifuð frétt !
Ég hef tekið eftir að fréttir í Morgunblaðinu er margar hverjar mjög illa skrifaðar. Hérna skrifar blaðamaðurinn "Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var rúmlega tvítugum ofurölvi karlamnni vísað út af krá í miðborginni. Á útleiðinni sló hann dyravörð í andlit og kíldi svo í gegnum rúðu".
Það á að skrifa ofurölvuðum karlmanni var var vísað út. Einnig er betra að skrifa á leiðinni út en ekki á útleiðinni. Auðvita á að skrifa kýldi en ekki kíldi. Blaðamaðurinn hefði sennileg fallið á barnaskólaprófi í íslensku með þessari frammistöðu. Morgunblaðið á að gera meiri kröfur til starfsmanna sinna.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 07:38 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blaðamannastétt er nú þaulsetinn fólki sem hafði miklu verra barnapróf en við fengum Páll í Æfinga og tilraunaskólanum forðum. Þetta fólk lærði ekki einu sinni almennilega siðmenntaða skrift. Stafsetning, setningarfræði og tilfinning fyrir málinu eru rokin út í veður og vind, og meira að segja þótt menn hafi "Púka" til að hjálpa sér. Allt fer í steik ef þeir þurfa að skrifa eitthvað í viðtengingarhætti.
Um daginn skrifaði RÚV um mannlaust rússnesk skip sem var á reki í Atlantshafi, að "írlenskir" væru hræddir við að skipið ræki að ströndum Írlands. http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1285387/ RÚV er reyndar í sérflokki hvað varðar ritskussa.
Kröfur til blaðamanna eru eins og víðar í þjóðfélaginu, þar sem graðir gamlingjar ráða ráðningu manna. Þeir vilja ungt, ljóshært og meðfærilegt sem leikur sér, en ekki karlfauska eins og okkur, komna yfir fimmtugt, sem spyrja spurninga.
Davíð Oddsson, Páll Höskuld og ég getum vel hugsað okkur að fá starf á Mogganum. Það gæti stórbætt hann. Þú hefur bara samband Dabbi minn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.3.2013 kl. 07:57
Þú ert alltaf góður gamli skólabróðir. Góðar kveðjur til þín.
Páll Höskuldsson, 2.3.2013 kl. 08:13
Þetta er bjórinn, maður.
Ef þú hefur eitthvað fylgst með hefur þú væntanlegla séð að allir fjölmiðlar eru svona, og þaðan af verri.
Svo fáir kunna orðið að nota smáorð eins og "um," "í," & "á," og nota í staðinn frasann "hvað varðar." Ég skil ekki alltaf hvað þeir eru að meina.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.3.2013 kl. 10:45
Leggðu ekki að jöfnu fréttir MORGUNBLAÐSINS (prentútgáfunnar) og mbl.is
Á vefútgáfunni eru fréttir oft unnar með hraði og hroðvirknin við lýði.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.