7.1.2009 | 21:00
Ingibjörg Sólrún ekki að ná til fólksins.
Ingibjörg Sólrún var gestur Kastljósins í kvöld. Væntingar mínar voru ekki miklar til hennar af fenginni reynslu. Ekki brást hún mér þar frekar en fyrri daginn.
Það sem fékk mig til að fá meira en nóg af ISG og ríkisstjórn Íslands var hvernig ISG svaraði lélegum fyrirspyrjanda þegar hún var spurð um álit Umboðsmanns Alþingi í sambandi við stöðuveitingu sonar Davíðs sem Hæstaréttardómara fyrir norðan.
Ingibjörg svaraði með sama kjafta vaðlinum , að henni þætti miður þegar Umboðsmaður Alþingis setti ofaní við ráðherra. Hún hélt áfram að segja að þetta væri ekki til fyrirmyndar en hún endaði samt á því að lýsa yfir fullum stuðning við Árna Matt.
Ingibjörg er orðin huglaus og óframfærin stjórnmálamaður og ég veit til þess að það er fjöldin allur að Samfylkingarfólki sem er í raun orðið mjög þreytt á ástandinu hjá flokki sínum. Ingibjörg Sólrún er á undanhaldi i stjórnálum á íslandi. Henni hefur tekist að klúðra málum með því að fara í sama far og Geir H Haarde. Það að þegja alla hluti af sér.
Fólk í landinu er orðið þreytt og kvíðið og vill koma þessari framtakslausu ríkisstjórn frá hið fyrsta.
Elín borin út úr bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:44 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður hugsar hún eingöngu um stólinn sinn og völdin. Reglur eru fyrir aðra.
Sigurbjörg, 7.1.2009 kl. 21:07
Skil ekki hvað hefur eiginlega komið fyrir blessaða konuna, er þetta ekki sami ráðherra og sagði í Nóvember í New York að það yrði að losna við Davíð Oddsson og tuskubrúður hans, einnig að hreinsa ætti hjá FME, nú eru þessar báðar stofnanir ósnertanlegar að hennar mati þrátt fyrir gífurlegt klúður þeirra beggja, Seðlabankinn sem banki bankanna átti að fylgjast betur með stærð íslensku bankanna það er sammdóma álit allra erlendra spekinga og hagfræðinga og sama gildir um FME, eina sem úr þeirri stofnun kom er syndaaflausn Birnu Einarsdóttur bankastjóra sem enginn botnar í. Nei því miður virðist enginn töggur lengur í Ingibjörgu Sólrúnu og hún kórónaði vitleysuna með því að segjast treysta Árna Matt 100% sem er óskiljanlegt með öllu.
Skarfurinn, 7.1.2009 kl. 21:12
sammála ykkur báðum. Ég horfði á viðtalið og fannst allveg ömurelgt að hlusta á réttlætingarnar hjá henni, eins og t.d. þá að á 4 ára fresti þyrftu alþingismenn að svara til ábyrgðar, og þess vegna sé engin ástæða að nokkur þeirra yfir höfuð segi af sér. Hugsið ykkur ruglið í manneskjunni. Það hvarflar að mér að hún sé ekki með öllum mjalla lengur konan sú. Spyrjandinn var vita áhugalaus og þorði ekki að ganga fast af henni, "notaði silkihanska".
Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:14
bara vaðall í henni
SM, 7.1.2009 kl. 21:21
Það var löngum litið til Ingibjargar sem alvöru stjórnmálaforingja sem stæði uppí hárinu á íhaldsöflum sem hafa stjórnað öllu hérna hjá okkur í 2 áratugi. Ingibjörg ræður ekki við það. Ekki með því að gefa dýralækninum heilbrigðisvottorð uppá 10.
Páll Höskuldsson, 7.1.2009 kl. 21:36
ég gaf henni mitt atkvæði í síðustu kosningum en það mér svo sannarlega ekki gera aftur. Hún er gjörsamlega búin að snúa bakinu í þá kjósendur sem gáfu henni sitt atkvæði. Svei þér Ingibjörg! Ég fékk kjánahroll við að horfa á hana í Kastljósinu í kvöld.
Harpa Oddbjörnsdóttir, 7.1.2009 kl. 21:44
Ingibjörg Sólrún og hennar flokkur,þó aðallega hún sem formaður hefur misst allan trúverðugleika.Hún hefir sýnt mikin hroka að undanförnu gagnvart píndri þjóð sinni.
Númi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:50
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Samfylkingin kemur út úr næstu Gallup könnun. Ég þori að fullyrða að í Kastljósþættinum í kvöld töpuðust mörg atkvæði Samfylkingarinnar.
Ég sé að Númi skrifar orðið hroki. Það orð hefur verið mér ofarlega í huga eftir framkomu ISG í garð kjósenda. Hún virðist gleyma því að stjórnvöld eru með allt niður um sig, og frosið hagkerfi. ISG talar um að fólk sé óþolinmótt. Hvernig má annað vera þegar vaxta stigið er 20% og margir að missa heimili sín og atvinnu. Hver væri ekki óþolinmóður. Hvernig liði henni í þessu umhverfi? Hún ætti bara að skammast sín. Ég sagði mig úr Samfylkingunni fyrir löngu og er glaður með það.
Páll Höskuldsson, 7.1.2009 kl. 21:59
Já Páll sú var tíðin að fólk hafði trú á að með Ingibjörgu væri komið alvöru mótvægi gegn auðvaldsklíkunum.
Í dag er erfitt að gera greinarmun á henni og því sem hún lofaði að berjast gegn.
hilmar jónsson, 7.1.2009 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.