Yfirgangur Ísraelshers

Ofbeldi Ísraelsmanna verður að stöðva strax. Stríðið sem geisar á ströndum Gaza bitnar ekki hvað síst á saklausum borgurum. Sveinn Rúnar tjáði alþjóð í frétt við RUV að 219 börn hafi látist.  Er ekki komin tími á það að slíta stjórnmálasambandi við Ísraela. Er einhver von til þess að það verði friður á Gazasvæðinu? maður auðvita vonar það, þó svo að maður eigi orðið erfitt með að trúa því.


mbl.is Á milli 300-400 mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ofbeldi beggja megin verdur að stöðva.  Hræðilegir atburðir beggja megin, Ísraelar ganga of langt.  En af hverju mótmælir enginn Hamas?  Ástandið má að hluta til skrifa á þá.  Annars tek ég ekki upp hanskann fyrir Israel en vona að menn leysi deiluna friðsamlega.  Palestínumenn verða að uppræta Hamas.  50% þjóðar Israels er gegn þessu stríði en hugsa að flestir vilja Hamas í burta.

Baldur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

08.01.2009
Manndráp magna vinsældir
Gott er að kunna að greina milli lands, ríkis og þjóðar. Þetta eru misjöfn hugtök, sem margir rugla saman, jafnvel heimsþekktir blaðamenn. Til dæmis er ekki þjóðinni um að kenna, að ríkisstjórnin hefur gert hana gjaldþrota. Ríkisstjórnir valda oft meiri hörmungum en þjóðir mundu gera, ef þær væru sjálfráðar. Undantekning frá þessu er Ísrael. Ég hef komið þangað nokkrum sinnum og sannfærzt um, að þjóðin líkist ríkinu. Hún er óvenjulega ofurfrek, hefnigjörn, langrækin og ofbeldishneigð. Ríkisstjórn Ísraels stundar almenn manndráp á Gaza bara til að magna vinsældir sínar í kosningum næsta mánaðar.

tek undir þetta með...

www.jonas.is


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 17:46

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Af hverju þarf að mótmæla Hamas. Fyrir að hafa drepið sem nemur einum Ísraelsmanni að meðaltali á ári (upplýsingar frá Sveini Rúnari)?

Hamas er lýðræðislega kosin stjórnvöld á Gaza (og reyndar á Vesturbakkanum einnig en var rændir völdum þar). Hamas er andspyrnuhreyfing meðal þjóðar sem hefur fullan þjóðréttarlegan rétt til að bregðast til varnar gegn hernámi á þeirra landsvæði. Þá hefur Hamas unnið kraftaverk meðal þessarar þjóðar með félagslegu starfi sínu.

Nei, burtu með zionistana og trúaröfgamennina í Ísrael og stuðning Bandaríkjastjórnar við þá. Fyrr leysist vandinn ekki. Framferði Ísraels er þjóðréttarlegur glæpur sem ætti að vera búið að stöðva fyrir löngu.

Torfi Kristján Stefánsson, 8.1.2009 kl. 17:51

4 identicon

Skammastu þín Torfi.  Fáfræðilega mælt hjá þér og skepnulegt.  Alvitað er að Hamas eru hryðjuverkasamtök og morð á einum Ísraela á ári er of mikið.  Andspyrna myrðir ekki saklaust fólk, hvílík fáfræði er þetta í þér maður.  Ítreka að ég styð hvorugan aðili, fyrirlít aðgerðir Ísraela sem myrða börn og saklaust fólk.  Sama á við Hamas.  Heiðvirður maður myndi aldrei mæra hryðjuverk annara, þú átt að hugsa áður en þú skrifar.  Ógeðfellt.

Ísraelsmenn eru að ganga of langt, þetta verður að stöðva.  En Hamas eru ekki að vinna kraftaverk meðal þjóðar, hvaðan færðu svona rangheimildir.

Baldur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:10

5 identicon

Ísland styðji Ísrael.

Hamas-liðið hefur haldið uppi stanslausum eldflaugaárásum inn á Ísraels-land árum saman, þrátt fyrir að þeir samþykktu svokallað "vopnahlé", sem Hamas-liðið virti svo aldrei og stóð ekki við.

Er nokkur furða þótt Ísraelsmenn hafi sagt á endanum; Hingað og ekki lengra, - nú er nóg komið ?

Og nú er "alþjóðasamfélagið" að kalla á nýtt vopnahlé, - TIL HVERS ????

Tryggvi Helgason (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:10

6 Smámynd: Páll Höskuldsson

Gleymist það ekki að hverjir verða fyrir barðinu á þessu ógeðslega stríði eins og alltaf. Saklausir borgarar sem ekki geta komið sér í burtu frá þessari þrælakistu sem Gazaströndin er.

Páll Höskuldsson, 8.1.2009 kl. 18:22

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Baldur segist ekki styðja hvorugan? Hvernig sem það er hægt er hann greinilega á bandi "ísraela"...(ekki gyðinga)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 18:39

8 identicon

Ágæta Anna.

Hvernig færðu það út?  Eg ítreka það að ég fordæmi voðaverk þeirra, ógeðfellt og óskiljanlegt.  Einnig fordæmi ég Hamas sem hafa stundað hryðjuverk.  Þó svo mannfall sé minna israelsmegin þá er það jafnslæmt.

Viltu rökstyðja þessar ásakanir af því ég tel það prinsipp að velja mér ekki hlið í þessari deilu, ekki frekar að ég ásaka þig fyrir að vera gyðingahatara

Baldur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:43

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sorry Baldur...ég gef mér að þú styðjir hvorugan (þótt ég skilji það ekki?)...en hvernig getur þú það með söguna að leiðarljósi?

Endurtek , skil þig ekki Baldur , en það þýðir ekki að þú sért ekki einlægur...innilegar afsökunarbeðnir! Ég er ekki svona sjálf ef ég hef sett min inn í hlutina, en þú ert það? Það ber að virða!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 18:48

10 identicon

Fordæmi.  Ísraelar eru að stunda ógeðfelld morð gegn saklausum. Hamas líka.  En Palestinumenn eiga samud mína alla.

Af hverju að kjósa þá yfir sig?

Baldur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:52

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Baldur og auðvitað fordæmi ég dráp Hamas!  En hvað meinar þú með "Af hverju að kjósa þá yfir sig?!?

Kær kv.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2009 kl. 19:34

12 Smámynd: corvus corax

Ég vona að stríðandi öfl á Gaza-svæðinu verði ekki í framboði hér á landi svo maður lendi ekki í því að "kjósa þau yfir sig". Við eigum nóg með glæpalýðinn sem við heimskuðumst til að kjósa yfir okkur síðast. Og svo má bæta því við að það ætti að takmarka land ísraelsku nasistanna við þau svæði sem þeir fengu 1946 þegar USA, UK og Frakkland losuðu þar úr sorptunnum sínum. Annað land eiga gyðinga-nasistarnir ekki tilkall til með neinum rökum. Spurning líka hvort Arabaríkin geti ekki sameinast um að þurrka Ísrael út af yfirborði jarðar á sama hátt og gyðinga-nasistarnir eru á góðri leið með að gera við Palestínumenn?

corvus corax, 8.1.2009 kl. 20:45

13 identicon

Arabar hafa ekki síður illa komið fram við Palestinumenn, eigið fólk.

Anna ég á við hvað fær fólk til þess að kjósa til valda hryðjuverkasamtök?

Baldur (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband