Kaupendamarkaður

Spennandi tímar fyrir kaupendur hljóta að vera í uppsiglingu. Nafnlausi kaupandinn rennir hýru auga til félaga sem eru komin á fótum fram. Það kæmi mér ekki á óvart að Kröfukaupahópurinn væri beggja megin við búðarborðið.

Þegar Iceland Express keypti Ferðaskrifstofu Íslands um daginn var tímasetning athyglisverð. Farþegar Ferðaskrifstofu Íslands voru orðnir strandaglópar út um alla koppagrundu og félagið að renna í gjaldþrot þá var svippað og samningar náðust. Eigandi Iceland Express var daginn áður úrskurðaður í gjaldþrot með margumtalað félag sitt Sterling á Danskri grundu, eitt stærsta gjaldþrot síðari tíma þar í landi. Þetta er gert án þess að blikna og allt er við það sama hér á landi sem áður fyrr.


mbl.is Kröfurnar of hátt metnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Held að þú hittir naglann á höfuðið, nú eins og áður eru sömu menn allt í kringum borðið.

Magnús Sigurðsson, 9.1.2009 kl. 18:04

2 identicon

Það er nú búið að kenna okkur við líkræningja hér að ofan en það er fjarri slæmu gamni. Það hefur samt enginn hér mótmælt að þessi félög eru komin þrot, bara spurning um tíma. Það verður gaman að heyra hvernig PR fulltrúi Baugs bregst við þessu en þess er samt tæpast að vænta að nokkur blaðamaður fatti þá hlið á málinu og spyrji hann nokkurs. Það var gott hjá þér að minnast á Pálma í Fons, eins mesta kafbáts í ísl. sögu. Eru allir búnir að gleyma því að hann átti annað flugfélag sem hann setti í gjaldþrot, Fly me ? Plataði fjölda mans í að kaupa í félaginu, sagði svo í viðtali við Fréttablaðið að hann hefði farið vel út úr því. Spurði einhver blaðamaður frekar ? Nei. Hver er þá líkræningi ?

Böddi (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband