Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Sú staða sem íslensk þjóð glímir við núna er í raun fáránleg. Heil þjóð er látin biða eftir niðurstöðu af landsfundi Sjálfstæðismanna. Á meðan brenna eldar víða í samfélaginu. Eldar sem ekki verður auðvelt að slökkva aftur.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fyrirsjáanlegur. Klappað fyrir Geir, klappað fyrir Davíð, klappað fyrir Kjartani Gunnarssyni, klappað fyrir hugmyndafræðingunum Hannesi Hólmstein. Allir rétta upp hendur tillögu um að halda áfram á sömu braut. Um kvöldið er dottið í það.

Mæta þunnir á Alþingi eftir velheppnaða helgi og fara að ræða um það hvort ekki eigi að selja áfengi í Bónus.


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ég gleymdi líka að segja þeir klappa fyrir frjálshyggjunni.

Páll Höskuldsson, 21.1.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hverju á að mótmæla við landsfund Sjálfstæðisflokksins? Hvers eiga landsfundarfulltrúar að gjalda? Ætla þeir sem eru að mótmæla skorti á lýðræði og spillingu að koma í veg fyrir að fólk fái að taka þátt í lýðræðislegum fundi?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 10:26

3 identicon

Nei Sigurður.

Lýðræðislegum fundum verður ekki mótmælt. Stjórnmálaflokkur sem hefur verið í stjórn í 17 ár ber óskoraða stjórnsýslulega ábyrgð. Landsfundi slíks ógnarafls verður mótmælt, því Sjálfstæðisflokkurinn er rót vandans, stjórnarseta Sjálfstæðisflokks hefur leitt þjóðina til anskotans. Þeim mun ekki verða stætt á því að hittast og láta eins og ekkert sé, og ræða um hvernig megi halda mönnum eins og Árna M. í ríkisstjórn.

Bara að telja upp ráðherra Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn er klámfenginn gjörningur og ég ætla ekki að gera það hér, læt fjármálaráðherra duga. Þetta ástand mun ekki hummast af.

bogi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Biddu við Bogi. Þetta er tómt blaður í þér. Svaraðu einfaldri spurningu og samkvæmt svarinu mun ég geta dregið einhverja ályktun um þig. Má ég eiga von á því að þú og þitt fólk meini mér aðgang að lýðræðislegum fundi þess flokks sem ég styð eða truflir á einhvern hátt uppgjör mitt við stefnu og forystu flokksins?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1081

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband