28.1.2009 | 11:04
Enski boltinn
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan að Bjarni Fel hóf að kynna okkur landsmönnum ''enskaboltann'' í svart hvítu, viku gamla leiki.
Enski boltinn glímir við það að það eru komnir misvitrir fjárfestar sem ætla sér að græða og græða og um leið að komast nær sviðsljósinu. Það hefur sýnt sig að það ekki er allt gull sem glóir. Fjárfestarnir hafa ekki riðið feitu hrossi frá þeim gjörningi Mér sýnist ensk fótboltalið vera orðin yfirveðsett og skuldsett sem aldrei fyrr.
Frægar stjörnur keyptar dýrum dómi og stjörnunnar eiga að leika listir sýnar og sýna okkur hvers þeir eru megnugir. Vandamálið er það að enskiboltinn er ekki allra, ekki síst þeirra sem koma frá heitari löndum. Vellirnir og veðurfarið og leikjafjöldi er ekki öllum gefið að glíma við. Sjáið þessa súkkulaði brúnu stráka sem leika listir sýnar í borginni Manchester, þar sem veðrið á þessari stundu er -2 með snjókomu. Þeim leiðist og hafa engan áhuga á því að samlagst Englandi enda frekar íhaldsamt og leiðinlegt þjóðfélag og er stéttskipt ofaní kaupið.
Robino verður ekki lengur en þennan vetur í Manchester það er ég viss um. Það fjarar fljótt undan stjörnunum sem ekki geta samlagast enskum fótolta og enskri þjóð.
Ákærður fyrir nauðgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.