30.1.2009 | 10:07
Jöfnuður handa fólkinu...
Þessa daganna er mikið talað um nýtt ísland, menn setja sig í stellingar og verða miklir hugsuðir og horfa inní framtíðina með miklum spekingssvip. Mikill umræða fylgir í kjölfarið um að það þurfi að stofna nýtt lýðræði á íslandi. Það er m.a. krafa Framsóknarmanna sem fylgir því að verja minnihluta stjórn VG og Samfylkingar falli. Það er líka horft inní óræða framtíð landsins með inngöngu í EB. Olli Rehn starfsmaður í reception hjá EB talar um hvalreka að fá íslandi inní sambandið. Við eigum að fara í aðildarviðræður til þess að sjá á svörtu og hvítu hvað er í boði okkur til handa.
Um leið og við göngum inní nýtt ísland þá þurfum við að spyrja okkur hvað við ætlum að gera við gamla ísland? Heimili og fyrirtæki eru komin í þrot og það sem meira er að trú á íslensku viðskiptalíf er í svo miklu lágmarki að forsvarsmenn bankanna hafa flutt eignir sínar yfir á eiginkonur og mæður sínar
Sá jöfnuður sem skiptir mestu máli á íslandi er jöfnuður til handa fólkinu sem býr í landinu. Skipting kökunnar hefur verið vitlaust skipt í mörg ár, áratugi. Við þurfum að geta farið að treysta aftur stjórnvöldum og hinu opinbera. Það þarf að koma til móts við þarfir fólks. Við þurfum jöfnuð og sanngirni til handa fólki í landinu. Sá jöfnuður gæti hafist í dag með því að stjórn Sjálfstæðisflokks til 2 áratuga fari frá völdum.
Með von í hjarta um betra land okkur öllum til handa.
Nánast jöfnuður á vöruskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.