10.3.2009 | 14:34
Forystumaður sem þjóðin vill
Kæra Jóhanna.
Mikið er ég glaður að lesa að þú viljir skoða það að gefa kost á þér sem formaður SF. Ég er ekki í nokkrum vafa að þú munir standa þig vel nú sem endranær. Sú hugsun er líka góð að þú munir verða áfram Forsætisráðherra það þýðir einungis það að Sjálfstæðisflokknum verður gefið frí næstu árin vonandi.
Þar á bæ þurfa menn og konur að fara í endurhæfingu ekki síst ef marka má orð Geirs H Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann talar um að fólkið þar á bæ hafi brugðist ekki stefnan. Sem eru í raun merkileg ummæli og sýna svo ekki verður umvillst að sá flokkur er í mikilli tilvistarkreppu.
Jóhanna þú ert sú kona sem við treystum bezt og ég vona að þú takir skrefið til fulls og verður leiðtogi okkar landsmanna á komandi árum, við þurfum öflugan og dugmikinn forystumann til að leiða okkur út úr '' fjálshyggju ruglinu '' frá tíð Sjálfstæðisflokksins. Þinn tími er komin.
Jóhanna íhugar áskoranir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Váá, er fólk virkilega svona vitlaust að elta þessa vitleysu eins og sauðir, sem þetta fólk er að koma með í fréttirnar, sem er ekki einusinni fréttnæmt?!
Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 15:01
Veistu það að ég hefði ekki trúað því hversu miklir fýlupúkar sjálftæðismennirnir eru!
Allveg sama hvar eða hvernig þeir opna munninn þá er það bara fýlan sem vellur út, var það ekki þetta sem þeir ásökuðu vinstrimennina alltaf um hehe
Ég elska Jóhönnu og ætla að kjósa hana þrátt fyrir að hafa næstum alltaf kosið íhaldið (er ekki bara ágætt að hafa þá í fýlu)
Jói (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:11
Ég er enginn fjandans sjálfstæðismaður, ég er heldur ekki heimskur sauður sem hægt er að ljúga fram og til baka eins og samf heldur!
Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:17
Afhverju er fólk alltaf stimplað sem sjálfstæðisfólk af sumu fólki þegar það mótmælir einhverju sem að þessi "heilaga" samfylking gerir?!
Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 18:20
Þór minn er ekki allt í lagi hjá þér. Bara muna að draga andann í gegnum nefið annað slagið.
Páll Höskuldsson, 10.3.2009 kl. 18:25
Kjarna kona og besti stjórnmálamadur landsins í áratugi. Ég virdi ákvördun hennar í thessu sambandi.
Jón Baldvin á ekkert erindi í valdastödu. Samfylkingin á ad vera án Jóns Baldvins.
Ýmir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:37
Nei það er ekki allt í lagi hjá mér, búinn að missa vinnuna, lánið að drepa mig og núna vilja sumir gefa fullveldið frá okkur fyrir eitthvern skítagjaldmiðil! Þetta samfélag er að fara beinustu leið til helvítis!
Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:51
Og ég er að anda í gegnum nefið vinur.
Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:52
Og það er líka mikið að hjá þjóðinni páll minn, hlutirnir eru svo óréttlátir, elítan er að sleppa eða er þegar sloppin með allan peninginn sem að hún rændi frá þjóðinni og enginn er dreginn til sakar, þessir þingmenn eru ekki búnir að gera rassgat eftir hrun. Afhverju var ekki fyrst tekið á fólkinu sem að kom okkur í þessa stöðu? Allt þetta pakk gengur laust og er örugglega á Hawaii að sötra coctaila og hlægja að okkur núna.
Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:00
Og afhverju eru þingmenn að eyða tímanum í svona fjölmiðlavitleysu þegar það eru mjög brýn mál sem að þarf að leysa, önnur en þessi stjórnarskráarbreyting.
Þór (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.