Stórt borð óskast

Geir Hilmar hefur stigið fram á sviðið og viðurkennt að hafa samþykkt styrkina frá FL group og LÍ. Hugrakkur Geir og hreinskilinn kunna einhverjir að segja. Er ekki samt Geir að taka skellinn fyrir einhvern eða einhverja aðra? Það mun koma í ljós eftir þennan fund.

Tenging á milli stórfyrirtækja og Sjálfstæðisflokksins  er ótrúleg þegar sagan er skoðuð. LÍ hefur verið vinnustaður Kjartans Gunnarssonar til langs tíma auk þess sem hann var framkvst. flokksins á sama tíma. Inga Jóna eiginkona Geirs var í stjórn FL group um árið og hætti með miklum látum eftir að henni hafi verið misboðið framferði FL group manna. Inga Jóna hafði samt ekki fyrir því að tjá alþjóð um það hvað það hafi verið sem gerði það að verkum að hún kvaddi FL group með þessum látum.

Sjálfstæðismönnum er vorkunn korter í kosningar. Það er komin tími til að fá allt uppá borðið eins og Þorgerður Katrín sagði í ræðu sinni á síðasta landsfundi flokksins fyrir nokkrum dögum. Ég held samt að " borðið" verði að vera mjög stórt.


mbl.is Þingflokkurinn á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er víst að hún hafi átt við skrifborð eða fundarborð.

Vera má að hún hafi verið að beita sjómannamáli eins og svo margir FL okksmenn hennar fyrstu vikurnar í hruninu. Brimskaflar, öldurót, öldudali osfvr.

Og þar hefur hún etv. verið að meina borð á íslenskum árabát með Engeyjarlaginu. Og slíkt borð rúmar vart meira en nokkrar Vísanótur. Ef þær eru límdar við borðið því það er lóðrétt.

steini (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 20:03

2 identicon

Já borðið verður að vera stórt og með sterkar alppir!

Valsól (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband