17.4.2009 | 09:09
Varúð ! Kosningarloforð
Ég horfði á Kosningasjónvarp frá Akureyri í gærkveldi. Kristján Möller ráðherra tók til máls og tjáði landslýð það að kreppunni væri að ljúka. Við værum svo öflug þjóð að kreppa að þessari stærð hefði ekki áhrif á ísland til lengri tíma. Svo mörg voru þau orð.
Samkvæmt þessari frétt er um allt annað að ræða. Auðvita væri gott ef Kristján væri sannspár, en það er alger óþarfi að vera gylla hlutina og segja fólki ósatt eins og Kristján Möller gerði í gærkvöldi. Þetta var bara kosningaloforð eða kosningaorðagjálfur sem ráðherra bar á borð almennings í gærkvöldi.
Svört spá frá IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1081
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir ráðherratíð sína gagnrýndi Kristján allt og alla og þá sérstaklega framkvæmd þjóðvega. Hvað hefur hann gert í sínum ráðherrastól annað en að fylgja eftir framkvæmdum sem aðrir höfðu komið á stað. Hann passar líka vel uppá að fjölmiðlar fylgist með þegar hann "verðlaunar" sig sjálfan fyrir það sem aðrir hafa komið í framkvæmd.
Kristján virðist sjaldan vera í vandræðum með að tala. Það sem ég hef heyrt frá honum hefur aldrei heillað mig.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:45
Ég heyrði einhvern tíman orðið "lýðskrumari"; mér finnst það eiga við ágætlega um þennan mann.
Skorrdal (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:00
Nefndi Kristján nokkuð eftirstöðvar af kröfu í gömlu bankana þrjá sem ríkið ætlar að borga, aðeins kr. 2.886.960.000.000. Þ.e. nánast 3 billjónir , eða fimmföld fjárlög íslenska ríkisinns og þetta á að borga á tveimur árum . Kreppa hvað?
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.