Vika í stjórnmálum er langur tími.

Núna þegar ég sit og skrifa þessar línur eru nákvæmlega vika til kosninga á íslandi. Sjálfsagt má segja að komandi kosningar séu þær sögulegustu í langan tíma og verða án efa mjög merkilegar.

Sú þjóð sem fer að kjörborðinu eftir viku er þjóð í vanda. Sjaldan eða aldrei hefur staða íslands verið verri en hún er í dag. Stjórnmálaflokkar sem hafa stjórnað landinu undanfarin ár og í áratugi eru komnir hugmyndalega í þrot og eru hugmyndalega gjaldþrota. Samt skal áfram haldið og boðaðir eru nýir tímar, tímar þar sem á að gera upp gamla Ísland og byggja nýtt.

Merkilegasta og jafnframt veigamesta málið sem kosið verður um er hvort við eigum að ganga í ESB. Þjóðin er ekki á eitt sátt um það og má segja að þjóðin sé í raun klofin í herðar niður í því máli.

Ég tel að við eigum að sækja um aðild og sjá hvað okkur verður boðið þegar að samningaborðinu verður komið. Við megum ekki búa lengur við krónuna sem mynt tími krónunnar er liðinn.

Ég óttast samt mest að margir munu ekki skila sér á kjörstað og margir munu skila auðu og eða ógildu. Það er ákveðin uppgjöf í því.

Unnusta mín sem er Pólsk- íslensk ætlar t.a.m. ekki að mæta á kjörstað og kjósa. Henni finnst ástandið á íslandi minna á um margt þegar kommúnistar misstu völdin til Samstöðu-Solidarnosc.

Pólverjar voru búnir að halda sína búsáhaldabyltingu, sem var að vísu blóði drifinn hjá þeim. En það var það sem þurfti til að koma stjórnvöldum frá. Þá sögu þekkja flestir og hún hefur verið sögð af mönnum sem þekkja sögu þá betur en ég. Pólverjar urðu meðlimir í EBS árið 2005. Margt hefur áunnist hjá þeim og ekki síst eftir að núverandi forsætisráðherra Donald Tusk tók við völdum.

Samt hafa Pólverjar ekki enn fengið aðgang að myntbandalaginu og tekið upp Euro. Þeir notast við Zloty og það hefur verið þeim höfuðverkur og vandamál. Pólverjar vilja mjög svo gjarnan taka upp Evruna hið fyrsta en hefur verið hafnað að þeirri ástæðu að þeir þurfi að taka til í peningamálunum heima fyrst. Þannig er nú það.

Ef að Pólverjum sem eru rétt rúm 40 milljónir er hafnað aðgengi að gjaldmiðli EBS hvernig mun þá okkur 300 þúsundum íslendingum ganga að fá aðild að myntbandalagi EBS með allan okkar vanda ? ekki hef ég trú á því að það muni gerast svo auðveldlega, ég hef trú á því að við munum þurfa að bíða í mörg ár á biðstofunum í Brussel til þess eins að fá að vera með í myntbandalaginu. Samt verðum við að láta reyna á það.

Það eru margar spurningar sem hafa vaknað og munu vakna á næstu misserum hér á Íslandi.

Lokaorð mín eru kjósið frekar en að skila auðu eða ógildu jafnvel þó svo að þið vitið ekki hvern þið eigið að kjósa frekar en ég akkúrat núna í kvöld.

Við sem vitum ekki hvern við eigum að kjósa í komandi kosningum getum huggað okkur við það að en er vika í kosningar og það er langur tími í stjórnmálum.

 

 


mbl.is Kosningar kosta 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

O-listinn  er kostur fyrir þá sem ekki vilja bara nýjan "eins" flokk á þing!

Hlédís, 20.4.2009 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband