Framsókn á sjans

Ég er farin að hallast að Framsóknarflokknum. Það hefði ég talið óhugsandi fyrir nokkrum vikum síðan. Það sem hefur breyst hjá mér er það að VG og SF munu ekki ná saman í ESB umræðunni. Það er himinn og haf þar á milli.

Framsóknarflokkurinn hins vegar gæti verið sá flokkur sem gæti komið á Evrópulestina með SF. Við getum ekki verið lengur fyrir utan EBS, veik króna segir þar allt sem segja þarf. Framsóknarflokkurinn hefði þurft að gera betur grein fyrir arfleiðinni og hvernig flokkurinn hefur gert upp við fortíðina gangvart fyrrum stjórnendum flokksins.

Samt tel ég xB vera það eina rétta eins og staðan er í dag. Hvað með þig?


mbl.is O-listi fengi fjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Uhhh? NEI... ekki meðan ég dreg andann.

Baldvin Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 11:20

2 identicon

Ja, eftir þennan borgarafund á Selfossi er ekki víst að VG og SF geti starfað saman. ESB er stóra málið ef við eigum að sjá fram á sæmileg lífsgæði hérna í framtíðinni. Kannski verða Samfylking, Framsókn og Borgarahreyfing í næstu ríkisstjórn. Þannig væri hægt að fara í aðildarviðræður eða hvað? Þetta verður mjög spennandi því næsta helgi sker úr um það hvort fólk sér einhverja framtíð í því að búa hér á landi. Veit að margt ungt fólk hugsar sér til hreyfings ef einangrunarsinnar og afturhald munu stjórna landinu eftir kosningar.

Ína (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:29

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Framsókn er alveg ágætis kostur í stað VG sem er búið að mála sig út í horn með XD. Borgaraflokkurinn er kannski ekki sem verstur kostur heldur. Þar fara reyndar órútíneraðir stjórnmálamenn og þeir þurfa að læra á pólitík sem getur reynst mjög sársukafullt. Framsókn og þá aðrir gamlir flokkar hafa reynslu og það er hægara að treysta henni. Sameiningu Borgaraflokks og Framsóknar ætti að koma til leiða með lagni.

Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Páll Höskuldsson

Hárrétt Ína. Það er eitthvað það versta sem gæti gerst í dag á íslandi væri að einangrunarsinnar tækju bólfestu til langframa með óljósar hugmyndir um upptöku nýs gjaldmiðils fyrir almenning og fyrirtækin í landinu.

Fylgi O kemur mér á óvart ekki síst vegna þess að þeir eru með frekar barnalegar hugmyndir og óljós markmið. Populsimi eins og hann gerist hvað verstur.

Það er kosið um ESB í kosningunum á laugardag. Spennandi kosningar framundan.

Páll Höskuldsson, 21.4.2009 kl. 11:41

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Mér líst vel á Framsókn. Enda er ég í 4. sæti í Reykjavík suður.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2009 kl. 11:48

6 Smámynd: Páll Höskuldsson

Sæl Salvör. Þá spyr ég þig eftirfarandi. Eruð þið Framsóknarmenn tilbúnir að fara í aðildarviðræður um ESB strax eftir kosningar? Það er það sem fyrirtæki og fólk í landinu kallar eftir. Öll stóru aðildarfélögin og verkalýðshreyfininginn og ASÍ.

Páll Höskuldsson, 21.4.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Hlini Melsteð Jóngeirsson

Sæll Páll,

Svarið við því er já. Framsókn er tilbúið í aðildarviðræður. 

Hlini Melsteð Jóngeirsson, 21.4.2009 kl. 12:54

8 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ég er sammála Guðna Ágústssyni um að stjórnin sprakk í beinni útsendingu frá Selfossi í gærkvöldi.

Páll Höskuldsson, 21.4.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband