30.4.2009 | 15:06
Ráðherralistinn sem mér var að berast
Forsætisr. Jóhanna Sig. - Fjármálar. Steingrímur J. - Utanríkisr. Helgi Hjörvar.- Atvinnur. Össur Skarp.- Félagsmr. Katrín Júl. -Samgr. Kristján Möller- Dómsmr.- Atli Gísla.- Viðskiptar. Árni Páll. - Heilbrr. Ögmundur - Umhverfis. Álfheiður Inga. Um fleiri ráðherra er ekki um að ræða.
Þessi listi var að berast til mín núna rétt áðan.
Ég er búin að samþykkja hann - en þú?
Engin þörf fyrir aðra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei ég samþykki ekki Össur sem atvinnumálaráðherra. Ég væri kannski til í að samþykkja hann sem þingvitni.
Árni Gunnarsson, 30.4.2009 kl. 15:11
Á alveg að skera niður heilbrigðismál :-P
Annars held ég að þú getir verið nokkuð viss um að það verða jafn margar konur og karlar í ríkisstjórninni, að það verða tveir utan þings og að það verði ekki meira en 8 ráherrar.
Héðinn Björnsson, 30.4.2009 kl. 15:12
Ég bætti Ögmundi inná listann, hann bara gleymdist.
Páll Höskuldsson, 30.4.2009 kl. 15:13
Hvern viltu setja í menntamálin?
ÞJÓÐARSÁLIN, 30.4.2009 kl. 15:17
Auðvita Katrínu hvernig gat ég gleymt henni.
Páll Höskuldsson, 30.4.2009 kl. 15:21
Álfheiður Ingadóttir sem umhverfisráðherra???????????? Varstu með martröð, þegar þig dreymdi þetta?
Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2009 kl. 15:30
Já þú segir nokkuð Axel. Líst þér ekkert á það?
Páll Höskuldsson, 30.4.2009 kl. 15:31
Þetta er gereyðingar stjórn
Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:37
Ég setti þetta blogg við fréttina um stjórnarmyndunina sem nú er í gangi í Norrænahúsinu. Norræna velferðarstjórnin mun hún kannski verða kölluð. Það er sögulegt fyrir okkur jafnaðarmenn ef við getum fengið vinstristjórn í fyrsta sinn síðan ´78.
Það eitt og sér að fá vinstristjórn tekur ekki frá okkur þann gífurlega vanda sem við eigum við að glíma. En vonandi verður þetta stjórn réttlætis jafnaðar. Það hafa ekki fyrri ríkisstjórnir verið. Það má að endingu deila um það hverjir verða þess verðugir að verða ráðherra í komandi ríkisstjórn. Vonandi að þar verði vel mannað ekki veitir af.
Páll Höskuldsson, 30.4.2009 kl. 16:57
Nú verdur thessi stjórn ad sýna og sanna sem vinstri stjórn ad hún er tilbúin til thess ad haekka laegstu launin um MINNST 150% .
Daemi: their sem eru med 200000 á mánudi eiga ad fá MINNST 500000.
Their sem eru med 1000000 eiga ad laekka í launum. Their eiga ad fá 850000.
Their sem eru med 700000 fái cirka 650000
SEM SAGT: L A U N A J Ö F N U N
Magadansari og grásleppukarl (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:26
hvernig kemst árni páll að sem ráðherra? hrokamálaráðherra? en þess fyrir utan guð forði landinu frá þessari stjórn. ef þið ætlið að tala um sögulegt samhengi þá er sögulegt þegar konur fengu að kjósa, sögulegt þegar svart fólk fékk sinn rétt og sögulegt þegar samkynhneigt fólk fékk sinn rétt. en það er ekkert sögulegt við það þó vinstri stjórn fái eitthvað eftir svona hrun.
hafþór skúlason (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:05
Vinstriflokkarnir tala mikið um launajöfnun. Með launajöfnun á að gera alla helst jafn fátæka. Það að taka frá hinum launaháu og halda að það verði rétt til hinna launalægri er barnaskapur, þessri aurar renna beint í ríkiskassann og lálaunamaðurinn situr eftir með sárt ennið.
Vinstriflokkar eru ekki sérlega sinnaðir fyrir launafólk.
Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:10
Vinstriflokkarnir tala mikið um launajöfnun. Með launajöfnun á að gera alla helst jafn fátæka. Það að taka frá hinum launaháu og halda að það verði rétt til hinna launalægri er barnaskapur, þessir aurar renna beint í ríkiskassann og lálaunamaðurinn situr eftir með sárt ennið.
Vinstriflokkar eru ekki sérlega sinnaðir fyrir launafólk.
Arnar Ívar Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:25
Bara rugl, það mun taka aðrar tvær til þrjár vikur að ganga frá hrossakaupum um ráðherralið og síðan á eftir að semja um allar aðrar kröfur flokkanna tveggja, þ.e. þau frumvörp, sem þessir flokkar hafa lagt fram án árargurs síðustu 10 ár.
Guðmundur Jónsson, 30.4.2009 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.