6.5.2009 | 21:58
Before you accuse my take a look at you self
Sorglegt og á mörkum þess að vera raunverulegt. Ungi maðurinn mun verða í bænum mínum í kvöld og fjölskylda hans. Því miður er heimur eiturlyfja harður heimur. Mig langar svolítið að biðja fólk að hugsa inna á við.
Það sem ég á við er það staða unga mannsins er afleiðing og örsök þess sem fylgir neyslu eiturlyfja. Hann er ekki bara í fangelsi í Brazilíu hann er einnig fangi eitursins, sem hefur heltekið hann allan og tekið stjórnina á aðstæðum frá honum.
Ungi maðurinn og fjölskylda hans eru í dag í erfiðum aðstæðum og um leið sorglegum og því miður virðist eiturlyfjaneysla vera að aukast og mér finnst eins og sú barátta sé að tapast. Fleiri og fleiri virðast vera að verða fyrir barðinu á eiturefnum hvaða nafni sem þau nefnast.
Þetta mál er sorglegt og um leið sorgarferli fyrir unga manni og fjölskyldu hans.
Eric Clapton söng í þekktu lagi " before you accuse my take a look at your self".
Ég á eftir að deyja hérna" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já.. ég er alveg sammála þér. Þetta er mjög sorglegt þegar að svona fer, g ekki síst fyrir fjölskylduna . En það er hann sjálfur og enginn annar sem er búin að koma sér í þetta og þá meina ég að hann er búi að koma sér upp skuld hjá einhverjum sem veldur því að hann er tilneyddur að gerast burðardýr til að geta greitt niðr skuldir sínar. Og þegar að svo er komið þá er lang best að þetta fólk fari á bakvið lás og slá og það getur þá umgengist sína líka. Það er náttúrulega agalegt að lenda í svona fangelsli, en fangelsi á að vera refsing en ekki bara skamma krókur og það er hægt að komast hjá því að lenda í fangelsi með því að vera nokkuð heiðalegur ríkisborgari.. en ég meina samt ekki að ég sé inhver fyrirmyndar borgari, en ég reyni að minsta kosti að halda mig innan lagaramman þótt að maður keyri annað slagið aðeins of hratt eða gera eitthvað smávægilegt. En þetta er bara mín skkoðun sem mig langaði til að koma á framfari.
Kveðja María Rakel
María Rakel Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:14
Ég er þér innilega sammála, við skulum ekki dæma lífsgöngu um marvíslegar hindranir þeirra sem ratað hafa fyrir margvíslegar tilviljanir á miður heppilegar brautir. Við skulum frekar hafa hann og fjölskyldu hans sem nú er í nauð og í myrkri sorgarinnar í bænum okkar. Guð blessi þau öll.
Erling Garðar Jónasson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:32
Sammála Páll. Það er ótrúlegt að lesa bloggið hérna. Eru landar okkar virkilega svona miskunnalausir?
Guðmundur St Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 07:49
Systir min lennti í klónum á manni, sem Óvart hafði verið fenginn til að flytja inn, burðardýr og tekinn.
Hann breyttist lítið við það að setja á Hrauninu, oftar en einu sinni. Hann og systir mín eiga nú "góða" tíma á götum Borgarinnar.
Ef hennar kærasti hefði verið tekinn getur maður hugsað, nú þá hefði bara einhver annar komið henni á sporið í staðinn KANNSKI en KANNSKI ekki.
Ég á sjálf börn úti á götum borgarinnar og ég vil gera allt til að láta fólk hugsa sig 2 svar um, hvað það er að gera. Ég hef ekki efni á barnanna minna vegna að vorkenna fólki í eiturlyfjum, ekki systur minni né öðrum hennar vinum.
Hún er búin að eyðileggja meira en þið getið ímyndað ykkur í lífi mínu og annara. Á morgun getur hún verið dáin, kannski í dag. Það er leitt að fólk leiðist útí eiturlyf, en það er ömurlegra að það heldur ævina á enda áfram. Íslensk fangelsi eru engin töfralausn, þau skila ekkert betri einstaklingum endilega, sumir bara eru svona og erfitt að breyta fólki og upplagi þess. Fangelsi er engin lausn á innflutningi en það að leyfa fólki að treysta á ríkið bjargi sér er líka svona frekar magnað. Þessi ríki vilja ekki eiturlyfjaflutninga og við eigum að virða reglur annara landa, því annars getum við lennt illa í því.
Ég minnist nú líka samúðarinnar með Kalla Bjarna, greyið og hann hafði átt svo erfitt. Þrátt fyrir samúð þjóðarinnar var hann ekki lengi að skjóta sig í fótinn og skíta yfir okkur sem glöddumst yfir að hann væri að ná sér á strik.
Kata (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:05
Takk fyrir pistilinn Kata. Það er erfitt að alhæfa í málum sem þessum. Það sem ég var að reyna að benda á mínum pistli er eftirfarandi. Sá aðili sem er ofurseldur vímunni er í raun og veru gangandi tímasprengja. Hann/hún hafa oftar en ekki enga stjórn á kringumstæðum.
Ég er ekki að réttlæta eitt né neitt heldur bara að benda á þennan hryllilega harmleik sem fylgir eiturlyfjum. Íslenska þjóðin er í hættu með ungmenni landsins. Því miður virðist vera nóg framboð af efnum hér á landi.
SÁÁ er sá aðili sem hefur verið hvað duglegastur við að benda okkur á þennan hrylling og verið nánast það eina skjól og von fyrir fíkla þessa lands.
Páll Höskuldsson, 7.5.2009 kl. 14:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.