14.5.2009 | 12:45
Land ótta og gremju.
Það sem ekki er gert ráð fyrir í kerfinu er það að langvarandi skuldir einstaklinga og heimila dregur máttinn úr fólki. Einstaklingurinn sem er komin í vanskil og sér ekki fram á að geta greitt skuldir sínar fyllist oftar en ekki uppgjöf.
Skuldir heimila hafa verið að vaxa undanfarið og mörg heimili eru komin á bjargbrúnina. Og svo þegar ofan í kaupið kemur til atvinnumissir þá eru ekki margar leiðir til úrlausnar. Grátlegast við þetta allt saman að mörgu leiti má skella skuldinni á stjórnvöld sem ekki sinntu skyldu sinni gangvart heimilum landsins.
Vextir hafa verið í hæðstu hæðum um árabil og með miklum búsifjum fyrir heimilin í landinu. Fólk finnst eins og ekkert sé verið að gera til þess að hjálpa þeim. Þá er uppgjöfin ekki langt undan. Við erum en að glíma við að ná vöxtunum niður. AGS hefur til að mynda sett SÍ stólinn fyrir dyrnar og neitar að samþykkja lækkun á vöxtum eins og stjórnvöld hafa verið að lofa "myndarleg lækkun á vöxtum í júní".
Það sem hefur gleymst er eftirfarandi. Stjórnaskiptin sem eiga sér stað í dag eru vegna þess að fyrri stjórn var lamin út úr húsinu við Austurvöll. Búsáhaldabyltingin gerði það.
Byltíninginn varð vegna þess að ekkert var að gert. Ný ríkisstjórn velferðar að eigin sögn ætti að hugleiða það, og muna að það má auðveldlega setja nýja byltingu í gang ef þurfa þykir.
Þegnar landsins lifa við stöðugan ótta og kvíða. Því þarf að linna.
Óttast að taka á fjárhagsvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að það nálgist í aðra búsáhaldabyltingu! Það er tómt úrræðaleysi í gangi!
alli (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 13:26
Ríkisstjórn setti fram 100 daga áætlun. Ég ætla að gefa þeim sjens til að vinna okkur út úr þessu ástandi eins og hægt er á þessum 100 dögum. Það er því miður enginn töfrasproti til sem lagar ástandið strax. Það munu allir finna fyrir þessari kreppu en tíminn mun vinna með okkur vonandi. Fólk verður að taka á sínum vanda og leita lausna. Sú lausn kemur ekki sjálfkrafa.Ég skora á fólk að drífa sig af stað og tala við Ráðgjafarstofu, bankann sinn og svo frv. Það er hægt að hjálpa mörgum og fólki líður betur strax þegar farið er að vinna í málunum. Ekki gefast upp !
Ína (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.