21.5.2009 | 00:11
Kaþólskur = frumkirkjan
Kaþólska kirkjan hefur iðulega verið sökuð um að setja Biblíuna skör lægra en kennivald sitt. Trúarhefð kaþólskra manna er komin frá postulunum og færir hún okkur það sem þeir námu að kenningu og breytni Jésú og það sem Heilagur Andi kenndi þeim.
Ekki ætla ég að verja gerðir Kaþólskra manna úti um heim allan. Þar sem ég þekki bezt til er að Kaþólska kirkjan hefur alltaf verið límingin í frelsun þjóða í Austur Evrópu undan oki kommúnismans.
Jóhannes Páll Páfi II, var elskaður af öllum mönnu það hefur reynst ríkjandi Páfa erftitt að feta í fótspor hans.
Gagnrýni Bruni einsdæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tími til komin að gagnrýna hræsni páfans
Sigríður S. Kristjánsdóttir, 21.5.2009 kl. 00:32
Kaþólska kirkjan leggst undir hvaða einræðisherra sem er... hún vann td leynt og ljóst með Hitler.
Ekki reyna að afsaka þessa stofnun... og já hún skáldaði bilíu líka
DoctorE (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 00:36
Hvaða bilíu?! Þessi gervidoktor er einum of æstur í lygaframleiðslunni.
Mikill meiri hluti Biblíunnar er eldri kaþólsku kirkjunni.
Svo lýgur hann einnig þessu með Hitler, sem og þessu um einræðisherrana. Kaþólska kirkjan hefur verið gagnrýnið framfaraafl í sambandi við þjóðfélagsréttlæti, með gagnrýni á kúgun, alræðisstefnur og misrétti. Mit brennender Sorge (1937) var t.d. páfabréf sem var til vitnis um það.
Og hvaða "hræsni páfans" er fr. Sigríður að tala um? Hann væri þá fyrst í alvöru farinn að hræsna, ef hann segði smokka öruggari heldur en skírlífi og hjúskapartryggð.
Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 01:03
Jón Valur, þú telur mikilvægt að menn "sanni" fullyrðingar sínar. Þú sakar menn um lygi, verður þú þá ekki að sanna mál þitt að orð og gjörð Kaþólsku kirkjunnar varðandi Þriðjaríkið hafi farið saman? Þar dugir ekki að vísa í opinberar yfirlýsingar páfa.
Páfinn ætti í það minnsta ekki að meina fólki að nota smokkinn ætli það á annað borð að syndga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2009 kl. 10:49
JVJ það er væntanlega líka lygin ein að prestar kaþólsku kirkjunnar myndi án efa afkastamesta barnaníðingasamfélag sögunnar?
Og þessi viðurstyggilega skepna, Ratzinger páfi, var lykilmaður í að hylma yfir atburðina og vernda barnaníðingana.
Stoltir hljóta kaþólikkar að vera af sínum mönnum.
bjkemur (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 11:42
Axel, páfinn meinar engum að ákveða gerðir sínar, heldur minnir hann á kenningu kirkjunnar, eins og honum ber skylda til. – Fólksins, sem hann höfðar til, er að hlýða eða óhlýnast, og það er það, sem menn gera í reynd.
Ég hef skrifað um þennan nazisma-áburð á páfann áður, kynnt mér það vel og betur en gervidoktorinn og get svo sem endurtekið staðreyndir hér, ef þér er akkur í því. Nú er ég hins vagar að svara á ýmsum vefslóðum andmælendum um þetta Bruni-mál.
Bjkemur hinn feimni, þú sem þorir ekki að birta nafnið sitt, en er þeim mun stórorðari, gerirðu þér grein fyrir því, að barnaníðingar t.d. í Bandaríkjunum eru margfalt fleiri en þeir kaþólsku prestar þar, sem ásakaðir hafa verið um slíkt? Heldurðu í alvöru, að barnaníðingar séu almennt í hempum?
Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 12:06
Jón spurningin í 4 stendur enn ósvöruð. En látum það liggja milli hluta í bili. Væri ekki rétt að við ræddumst við á okkar síðum en gerðum ekki annara síður að vígvelli okkar?
Ég er með þessu að rétta fram hönd til sátta, og það er þá hér með opinberlega gert.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.5.2009 kl. 13:10
Já ok, þannig að bara af því það eru til fleiri barnaníðingar en hinir hempuklæddu pervertar kirkjunnar, þá réttlætir það að sjálfur páfinn hafi í 20 ár séð um að hylma yfir þessa glæpi?
Er páfinn (og kannski allir kirkjunnar menn) sem sagt hafinn yfir gagnrýni og hann má ekki láta svara til saka fyrir glæpi sína?
Þú ert alveg stórsnjall í að færa rök fyrir máli þínu, það leynir sér ekki.
Til að svara spurningu þinni, þá er það NEI, ég held almennt séð ekki að barnaníðingar klæðist hempum. En ég tel að það sé fullkomlega eðlilegt að þeir séu látnir svara til saka fyrir glæpi sína, hvort sem þeir eru prestar eða pípulagningarmenn, hvort sem þeir heita Joseph Ratzinger eða Joseph Fritzl.
Þú virðist greinilega ekki vera á sama máli!
bjkemur hinn feimni (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 14:23
Það kemur mér ekki á óvart, að þessi ábyrgðarlausi maður, "bjkemur", skuli leyfa sér að líkja Benedikt páfa við sjálfan illræðismanninn Josef Fritschl – þvílíkt er ofstæki þessa innleggjara, eins og það birtist líka í fleiri staðlausum ofurmælum hans á netinu. Það eru t.d. ekki nema nokkrar mínútur síðan mér var nóg boðið og varð að leggja inn langa athugasemd vegna níðskrifa hans/hennar á vefsíðu Daggar Pálsdóttur hrl., fyrrv. alþm., þar sem ég sagði m.a.:
"Það er eitthvað meiri háttar undarlegt með þennan "bjkemur", sem er nógu feiminn til að þora ekki að birta hér nafn sitt, en nógu ófyrirleitinn til að halda þó uppi skrílslegum mannorðsmeiðingum, kallar t.d. páfann "júðabrennara" í innleggi hér kl. 11.06, gersamlega að tilefnislausu, og lýgur því upp á hann að hafa verið í nazistaflokknum, sem hann aldrei var.
Sjá nánar í þessu svari mínu á vefsíðu Daggar.
Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 17:01
Já kæri Jón, og þú leggur þig ennþá fram við að forðast það að taka afstöðu til þess opinberlega hvort kirkjunnar menn eigi að vera undanþegnir því að svara til saka fyrir glæpi sem þeir hafa framið.
Ég svara þér á bloggsíðu Daggar hérna: http://doggpals.blog.is/blog/doggpals/entry/881380/#comment2423943
bjkemur (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 17:40
Jón Valur, hver er þá munurinn á Joseph Ratzinger og nafna hans Fritzl?
Báðir reyndu að leyna kynferðisglæpum, upp komst um glæpina í báðum tilfellum, hver er þá munurinn? Jú annars, það sannaðist á Fritzl að hann var beinn gerandi, en á Ratzingerinn hefur aðeins sannast, en sem komið er, að hann sá aðeins um að hylma yfir glæpina... eða a.m.k. gerði hann tilraun til að reyna hylma yfir þá, með árangri sem allir vita hver er.
bjkemur (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 19:08
Ratzinger var hvorki gerandi né hylmandi yfir með viðbjóðslegum glæpum á borð við þá sem Frizl framdi. Bjkemur segir um Ratzinger: "a.m.k. gerði hann tilraun til að reyna hylma yfir þá," en vill bjkemur ekki tiltaka þetta nákvæmlega, úr því að hann virðist vita svona mikið um það? Nákvæmlega HVAÐ var R. að hylma yfir og nákvæmlega hve mörg tilfelli alvarlegra mála? Bjkemur hlýtur að vita þetta allt saman, sem og það – ef R. framdi þarna stóralvarlega glæpi að hans mati – af hverju houm var þá hleypt inn í Bandaríkin án þess að neitt væri gert í málinu.
Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 20:20
Ég er því miður ekki með tölfræðina alveg á tæru, en mig minnir að þetta hafi verið á bilinu 4 - 5 þúsund prestar sem voru kærðir og að kaþólska kirkjan í USA hafi greitt um eða yfir 2 milljarða dollara í skaðabætur til fórnarlamba.
Ekki beinlínis tölur sem benda til sakleysis. Enda mistókst Ratzingernum að halda þessu leyndu, en fékk enga að síður páfastólinn fyrir vel unnin störf í þágu þagnarinnar.
http://brandautopsy.typepad.com/photos/uncategorized/see_hear_speak_1.jpg
bjkemur (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 23:56
Allt í lagi fullt af rökum og ásökunum hér en þá vil ég spyrja Hr. Jón Valur. Er það jafngildi fóstureyðingar að nota smokk? Ég verð að segja það að það er einhver fáránlegast fullyrðing sem ég hef heyrt og kemur hún frá ríkjandi páfa. Þá er kannski alveg jafn gott að banna munnmök líka þar sem þau þjóna engan veginn barneignartilgangi.
Rúturinn (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 08:18
Nei, það er ekki jafngildi fósturdeyðingar að nota smokk, og það veit páfinn jafn-vel og ég, enda er þar ekki einu sinni um neinn fósturvísi að ræða. Læt öðru ósvarað úr þessu innleggi og heldur ekki að sinni þessu sem bjkemur skrifar eftir sínu minni.
Jón Valur Jensson, 22.5.2009 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.