21.5.2009 | 00:30
Þverhausafélag
Heimsýn er það ekki bara eitthvað þverhausafélag?. Það er svo auðvelt að halda frammi hræðsluáróðri gagnvart inngöngu í ESB.
Eyþór Arnalds hélt því fram um daginn að ef svo héldi fram sem horfir í fjármálum Árborgar, þá muni sveitafélagið verða gjaldþrota fljótlega. Hvernig skyldi standa á því?
Er það ekki vegna þess að sveitafélagið er með stærstan hluta af skuldum sýnum í erlendri mynt. Gjaldmiðill okkar heldur hvorki vatni né vind. Það er ein aðal ástæða fyrir vandræðum sveitarfélagsins.
Með því að ganga inní ESB þá erum við um leið að gefa öðrum þjóðum skýra sýn á það hvert við stefnum í peninga málum þjóðarinnar. Og með inngöngu í ESB eigum við fyrst von um að fá nýjan gjaldmiðill sem okkur svo sárlega skortir nú um stundir.
Við erum ekki samkeppnishæf við aðrar þjóðir með ónýtan gjaldmiðill.
Heimssýn opnar útibú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Viltu ganga inn í þetta kola- og klaufabandalag til að fá peninga í hendurnar?!
Heldurðu, að Brusselgengið sendi Árborg sand af peningum við valdaafsalið?
Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 01:07
Málefnalegur ertu Páll. En fyrir utan allt annað þá er ljóst að sé einhver gjaldmiðill reistur á brauðfótum þá er það evran enda hugsuð sem pólitískt útspil en ekki hagfræðilegt.
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 07:00
Og því má bæta við að nú um stundir erum við einmitt vel samkeppnishæf gagnvart öðrum þjóðum vegna krónunnar. Þau ríki sem hafa evruna eru það hins vegar ekki mörg hver vegna þess að hátt gengi hennar er í engu samræmi við aðstæður þeirra og er að stórskaða útflutning þeirra. Írland er eitt dæmi í þeim efnum og Finnland annað, sjá t.d. eftirfarandi á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is:
Mistök að taka upp evru í Finnlandi segir finnskur ráðherra
Ráðherra viðskipta- og þróunarmála í finnsku ríkisstjórninni, Paavo Väyrynen, lýsti þeirri skoðun sinni í samtali við finnska dagblaðið Helsingin Sanomat í gær að það hefðu verið mistök af hálfu Finna að taka upp evru á sínum tíma í ljósi þess að nágrannar þeirra Svíar kusu að gera það ekki. Þannig hefði t.a.m. finnskur skógarhöggsiðnaður átt verulega undir högg að sækja undanfarin ár á sama tíma og sami iðnaður hefði blómstrað í Svíþjóð. Ástæðan væri hátt gengi evrunnar sem hefði hentað finnskum útflutningi illa á sama tíma og gengi sænsku krónunar hefði aukið samkeppnishæfni sænsk útflutnings.
Þann 20. apríl sl. sagði aðalhagfræðingur Útflutningsráðs Svíþjóðar, Mauro Gozzo, í samtali við sænska ríkissjónvarpið að útflutningsverðmæti Svía hefðu aukist árlega um 30 milljarða sænskra króna (um 450 milljarða íslenskra króna) þar sem þeir hefðu kosið að halda í krónuna í stað þess að skipta henni út fyrir evru. Ennfremur sagði hann að ef gengi krónunnar hefði verið mjög hátt, eins og gengi evrunnar hefði verið, hefði efnahagskreppan komið miklu harðar niður á Svíum og atvinnuleysi t.a.m. aukist hraðar.
Fyrir utan þá reynslu Finna að gengi evrunnar taki ekki mið af þörfum finnsks efnahagslífs þá vaknar sú spurning hver samkeppnisstaða íslensks sjávarútvegar kynni að verða ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið og tækju upp evruna en Norðmenn stæðu áfram fyrir utan sambandið með sína norsku krónu?
Heimild:
Väyrynen: Euro oli virhe Suomelle (Hs.fi 30/04/09)
Tengt efni:
Svíar betur settir með sænsku krónuna en evru
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 07:04
Jón Valur ! þú gerir þig vanhæfan í umræðunni með svona sleggjudómum. Ég er ekki að biðja um eitt né neitt frá Brussel til handa Árborg. Bendi bara á hvað gengi íslenskrar krónum hefur leikið sveitarfélagið grátt.
Páll Höskuldsson, 21.5.2009 kl. 14:36
Gott og vel, Páll, en hvað ertu þá að blanda Evrópubandalaginu inn í þetta?
Veiztu ekki, að Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 15:40
Þarna kom fyrir tæknifeill – þetta átti að vera þannig:
Gott og vel, Páll, en hvað ertu þá að blanda Evrópubandalaginu inn í þetta?
Veiztu ekki, að Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 15:42
Veiztu ekki, að
Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 15:44
Ég verð að biðja þig að afsaka þetta, Páll. Tæknimistök ollu við frágang tengla, en hér kemur sá kjarni máls míns, sem fór allur úr skorðum og réttu samhengi áðan:
Veiztu ekki, að það tæki okkur a.m.k. 10 og allt upp í 30 ár að uppfylla Maastricht-skilyrðin fyrir því að taka upp evruna?
En hér er annars góð grein eftir snjallan mann, sem gæti létt á áhyggjum þínum vegna gjaldmiðils okkar: Krónan er eitt öflugasta tækið sem við höfum.
Jón Valur Jensson, 21.5.2009 kl. 16:18
Sæll og blessaður - vildi bara láta þig vita að eingöngu 16% af skuldum Árborgar eru í erlendri mynt. Þetta er eftir fall krónunnar og því hærra en það annars væri. Staðan í fjármálum Árborgar hefur því afar lítið með gengi krónunnar að gera enda 100% af tekjum og 84% af skuldum í sömu mynt.
Eyþór Laxdal Arnalds, 21.5.2009 kl. 23:18
Takk fyrir upplýsingarnar Eyþór. Er þetta þá bara hræðsluáróður hjá þér að sveitafélagið fari á hausinn?
Páll Höskuldsson, 22.5.2009 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.