Án dóms og laga

Bloggið hefur náð nýjum áður óþekktum hæðum eða á ég að segja frekar lægðum. Ég hef verið að lesa blogg vegna þessara fréttar. Maður hlýtur að spyrja sig hvort fólk sé nokkuð að losna af límingunum.

Ekki ætla ég að réttlæta eða bera í bætifláka verk Ólafs Ólafssonar athafnarmanns. Mér finnst sem margir séu búnir að dæma manninn nú þegar og næst sem gert verði sé að læsa hann inni til eilífðarnóns.

Ein gekk svo langt að fordæma  og blóta Ólafi  fyrir það eitt að bjóða honum sem starfsmanni Samskipa ekki í veisluna með Elton John.

Ekki rís ísland hátt þessa stundina og ég bið ykkur þau sem eru ekki sammála mér að halda ró ykkar og skila ekki eftir dónaleg komment handa mér. Er orðin leiður á slíku.


mbl.is Leitað á heimili Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér að með dæma ekki og vera ekki með dónaskap. En ég held að þeir sem hafa tapað fé í bönkunum og hlutabréfum, misst vinnuna ofl, sjái von að einhver verði dregin til ábyrgðar. Því það má segja að bankarnir og fyrirtækin hafi verið tæmd innanfrá af þessum mönnum. Að það sé von að þeir menn sem hafi lifað lúxuslífi, slegið sig til riddar með því að kaupa stórstörnur á árshátíðar á kostnað annarra og þegar allt fór að hrynja, þá komið undan peningum. Ég segi á kostnað annarra, því þessir menn létu líta út fyrir að fyrirtækin og bankarnir stæðu betur en þeir gerðu og fólk treysti því og fjárfesti í þessum fyrirtækjum.

Við bíðum róleg og vonum að réttlætið sigri að lokum

Lára Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Páll Höskuldsson

Lára ég gæti ekki verið meira sammála.

Páll Höskuldsson, 22.5.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sönnum sekt áður en farið er í fjölmiðla. Hvar er leyndin núna. (bankaleynd t.d.) Ekki að ég vilji styðja óhæfuverk en sönnum fyrst.

Gróa á Leyti er hættuleg.

Hún er dómstóll götunnar. ÚFF. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 21:25

4 identicon

Þessi maður er glæpamaður, það er morgunljóst. Anna: Þú styður semsagt ritskoðun fjölmiðla?

Arngrímur (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:41

5 identicon

Sslakaðu á Anna. Það er rökstuddur grunur um brot þesa manns að mati dómara. Þessvegna er húsleit. Hvað er það sem þú ekki skilur??

óli (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 21:54

6 Smámynd: Ingunn Guðnadóttir

Anna.

Er það ekki einmitt þetta sem kallað hefur verið eftir?

Að fólk fái að sjá, að eitthvað sé að gerqast í kring um sérstakan saksóknara..

Ingunn Guðnadóttir, 22.5.2009 kl. 22:18

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jú ég er sammála ykkur en það er ennþá bara grunur og ekki sannað.

það er það sem stendur í mér en ekki að hann sem sekur skuli ekki bæta fyrir það.

Dómstóll götunnar lendir oft á saklausum aðstandendum.

Sönnum fyrst. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.5.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ætli Ólafur hafi ekki frekar verið notaður og dregin á asnaeyrunum eins og svo margir aðrir. og megnið af þjóðinni með. Það er aldrei minnst á aðalmenninna sem pumpuðu út 10.500 milljörðum síðustu 3 ár, úr íslenska hagkerfinu...

Undarlegt að þeir skuli leita á vitlausum stöðum endalaust. Réttlæti? Það verður ekki útkoman úr þessu máli...og blogg hafa engin áhrif á hákarlanna sem stýra þessum skrípaleik. 

Ég held að íslenskir fjölmiðlar slá út "Gróu á leyti" og "dómstól götunar" langt fyrir ofan alla bloggara og skoðanir almennings...Takk fyrir annars góðan pistil...

Óskar Arnórsson, 22.5.2009 kl. 22:29

9 identicon

Ég held að það sem sé að ske, sé eitthvað sem átti að gerast um miðjan október, en ekki gefa þessum glæpamönnum og landráðafólki tíma til að tæta gögn, millifæra peninga, og þar fram eftir götunum. Ég vona innilega að nú verði staðið almennilega að þessum málum ólíkt Baugsmálinu sem var alltof persónulegt. Hér er það ekki Davíð vs. Jón Ásgeir, heldur þjóðin gegn landráðafólkinu, og vonum að við fáum algjört réttlæti!

Jón Þór (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 22:30

10 identicon

Bara svona til að halda sannleikanum til haga:

Ekkert hefur verið gert án dóms og laga. Húsleit er gerð að fengnum dómsúrskurði og er nauðsynleg rannsóknaraðgerð, ef hægt á að vera að sanna eitthvað á glæpamennina, nú eða afsanna sekt þeirra. Það er búið að spyrja fallega og enginn gaf sig fram.

Slíkar húsleitir er ekki hægt að fela fyrir fjölmiðlum, slíkt væri tilræði við lýðræðið og upplýst samfélag. Hvernig litist þér á ef gerð væri húsleit heima hjá þér og lögreglan kysi að halda fjölmiðlum frá? Hættan á misnotkun á slíku leyfi til leyndar er allt of mikil.

Persónulega held ég að ekkert komi út úr þessum húsleitum, dónarnir eru búnir að hafa 8 mánuði til að undirbúa sig og fela slóðina. Þeir vita upp á sig sökina og eru fyrir löngu búnir að koma öllu frá.

Ég er sammála þér Páll. Bloggheimar loga af andstyggð þessa dagana, fólk má alveg sýna stillingu, en eftir slíka atburði og langt aðgerðarleysi yfirvalda er fólk skiljanlega orðið langþreytt eftir réttlæti. Hættan af múgsefjun sem þessari er sú að rangur aðili verði fyrir barðinu á reiðinni. Hins vegar er ansi margt sem bendir til sektar Ólafs en ekkert verður gert fyrr en sekt hans sannast. Bloggarar eru ekki yfirvald og þeirra er ekki ábyrðgin að segja til um sekt eða sakleysi manna.

Á Íslandi ríkir málfrelsi. Það eru mikilvæg mannréttindi.

bogi (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 23:13

11 Smámynd: Einar Guðjónsson

Ólafur var einn af aðalmönnunum  við að pumpa út úr hagkerfinu milljörðunum öllum.

Einar Guðjónsson, 22.5.2009 kl. 23:45

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek nú undir þetta hjá Einari um að Ólafur var að hjálpa til að millifæra. Enn þeir sem skipa fyrir eru ekkert á dagskrá. Og verða aldrei.

"Öruggasta leiðin til að ræna banka, er að eiga hann"! Er það ekki?

Var ekki öll þjóðin búin að dæma einhvern strák fyrir morð á hundi sem heitir Lúkas! Hann missti vinnuna, æruna og allt og var settur í áfall af fjölmiðlum. Svo kemur hann bara labbandi sprelllifandi. 

Óskar Arnórsson, 23.5.2009 kl. 01:33

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þið sem talið svona mikið um hana Gróu gömlu eigið að sýna henni þá virðingu að hafa heimilisfangið rétt. Hún Gróa er búsett á Leiti. Ein af þeim stafsetningarþrautum sem ég man eftir úr gömlu kennslubókinni minni var svona:

 Gróa á Leiti var að ýmsu leyti slungin!

Árni Gunnarsson, 23.5.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1081

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband