31.5.2009 | 13:48
Gamli bærinn minn.
Ég á góðar minningar frá því að ég hóf mín fyrstu störf sem unglingur hjá Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfirði. Það duldist engum að Soffanías, var eldklár, duglegur og atorkusamur útgerðarmaður. Hann var vakin og sofin yfir velgengni fyrirtækis síns.
Ég man einnig eftir öllum þeim fjölda dugmiklu starfsmanna sem unnu hjá fyrirtækinu. Ég man ekki betur en að allir legðust á árarnar að skapa gott fyrirtæki, og ég man að fólkinu þótti vænt um fyrirtækið sitt. Oft var landburður af fiski og oft þurfti að vinna langan vinnudag til þess að bjarga verðmætum sem uppúr sjó kom. Þetta var fyrir tíð, tengdasona og fjármálabrasks.
Hugur minn í dag dvelur hjá fólkinu sem skapaði verðmætin sem úr hafinu kom, fólkinu sem nú situr eftir og horfir á kvótann( sem á að vera sameign þjóðarinnar) vera komin í hendur á LÍ og ekki er nú víst að kvótinn komi aftur í byggðarlagið.
Ég vorkenni ekki þessum útgerðarmönnum sem sáust ekki fyrir í græðginni. Þeir hafa alltaf vit á því að tryggja sig.
Þessi sorglega grein um fyrirtæki Soffaníasar Cecilssonar, segir mér hinsvegar hvað setning kvótalaga um árið hefur farið illa með þjóð mína. Því það hefur verið oftar en ekki sem kvótinn hefur lent í höndum á illa gefnum mönnum sem ekki hafa haft neinn áhuga á því að byggja upp í kringum sig í byggðum landsins. Þeir hafa oftar en ekki orðið græðginni á bráð eins og þessi saga segir okkur.
Grundarfjörður er einn fallegasti staðurinn á landinu sem hefur orðið fyrir höggi af mannanna völdum.
Milljarða skuldir umfram eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er kvótastefnan í hnotskurn
Sigurður Þórðarson, 31.5.2009 kl. 14:28
Já, fyrst þeir fóru svona að ráði sínu þá á ekki að gefa neitt eftir.
Þjóðin á að taka allt saman upp í skuld.
Það þarf enginn á Grundarfirði að kvíða neinu því fiskurinn er enn í sjónum og nóg til af bátum og sjómönnum til að veiða og fólki til að vinna fiskinn.
Sennilega er þjóðin bara heppin að þessir menn skyldu haga sér svona.
Í Færeyjum var allt hirt að þessu liði og því gert útilokað að búa í eyjunum.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 15:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.