1.1.2010 | 18:54
Vinalaus forseti
Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálaprófessor telur að með því að vísa Icesave - samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu geti forseti Íslands orðið vinalaus.
" Gunnar telur líklegra að forsetinn skrifi undir þó ekki sé hægt að vera viss. Skrifi hann ekki undir standi hann uppi vinalaus í hinu pólitíska landslagi á Íslandi. Stór hluti þeirra sem vilja að forsetinn neiti að staðfesta lögin eru litlir vinir hans en þeir sem treysta á að hann skrifi undir eru frekar pólitískir félaga".
Svo mörg eru þau orð prófessorsins. Spurning hvort kjósendum sé ekki bara alveg sama um það hvort forsetinn sé vinalaus eður ei.
Fylgst með ákvörðun forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfur tel ég frekar að hann endurheimti æru sína hjá landsmönnum. Það að um ~20% af þjóðinni, svona ~33% af kjósendum vill segja sitt um þetta mál, þetta einfaldlega neyðir forseta Íslands til að gefa almenningi tækifæri á því. Þegar Alþingi afgreiðir málið eins og það gerði, án allrar samstöðu, með ofbeldi við þá fáu þingmenn sem ganga ekki 100% veg hinnar glæstu vinstri stjórnar og koma málinu einungis í gegn með augljósum samningi við þá þingmenn um að raða sér rétt upp gegn frumvarpinu... Forsetinn verður að grípa inn í.
Ég held að allir Íslendingar ættu að vera búnir að átta sig á því að vinaþjóðir okkar eru kannski ekki alveg jafn miklir vinir okkar og við héldum(fyrir utan Færeyinga sem ég á ekki nægilega góð orð til, til þess að þakka þeim fyrir þeirra stuðning). Ég skil ekki afhverju forseti Íslendinga ætti að vilja vera góður vinur aðila sem berja þjóð hans til undirgefni.
Gunnar (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.