6.8.2009 | 21:46
Frábær árangur
Árangur KR í Evrópukeppninni í ár er frábær. KR ingar sýndu og sönnuðu að þeir áttu fullt erindi í keppnina. Það verður gaman að sjá KR í keppninni næsta ár, þá reynslunni ríkari. Fullviss um að KR komist í riðlakeppnina að ári.
![]() |
KR-ingar fallnir úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 10:02
Þetta er augljóst...
Ætli Samfylkingin hafi lesið grein Evu Joly? Ætli Vg hafi lesið grein Evu Joly? Ætli Þórólfur Matthíasson málpípa SF prófessor í HÍ hafi lesið grein Evu Jóly? Ætli hagfræðingarnir í Seðlabankanum hafi lesið grein Evu Joly?
Það skiptir víst engu máli. Alveg sama hvað aðrir segja, ísland á að borga skuldir sínar, svo að við komust inní ESB. Sama hvað það kostar og það gerir ekkert til þó að börnin ykkar greiði skuldirnar í komandi framtíð.
Icesave fór að 85% í notkun til Baugsfélaga sem voru í útrás í bretlandi, voru víst að reka tuskubúðir á Oxfordstreet. Þar er hið verðmæta eingasafn LÍ í dag.
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 09:44
Stefán í landsliðið
![]() |
KR og Lilleström hafa markvarðarskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2009 | 14:16
Logi og Nils Arne Eggen
Það er gríðarlega gaman að vera KR ingur þessa daganna. Það er ekki laust við að það sé komin mikill eftirvænting að fara út í KR í kvöld og sjá mína menn spila á móti Basel.
KR liðið hefur verið að spila flottan fótbolta undanfarið og hefur verið gaman að fylgjast með. Þáttur Loga Ólafssonar er stór í þessu öllu saman. Logi er flinkur og jákvæður maður sem veit vel um hvað fótbolti snýst.
Ég hef sagt það áður og segi það aftur að Logi er okkar Nils Arne Eggen. Þeir sem þekkja til Nils Arne og afreka hans vita hvað ég er að tala um. Logi þekkir líka vel til úr Norska boltanum og ég er næsta viss um það að Logi er með mynd af Nils Arne Eggen á náttborðinu hjá sér.
Áfram KR.
![]() |
Ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2009 | 15:53
Willum á leiðinni í Kópavog
Ég sá það á netinu að Willum væri að taka við Breiðablik. Þannig að það eru sviptingar í þjálfaramálum, ekki bara hjá Þrótti.
![]() |
Fundað um framtíð Gunnars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.7.2009 | 21:20
Hjónabandserfiðleikar
Það má segja með sann að hveitibrauðsdagar ríkisstjórnarinnar séu liðnir, eða þeir hófust aldrei. Atli sem var svaramaðurinn í brúðkaupinu er orðin leiður og argur. Hann finnur og veit sem er að stjórnin er ekki alveg að meika það. Það er sundurþykkja og óeining vegna ESB, það var nú reyndar öllum ljóst fyrir brúðkaupið.
En það sem fær svaramanninn til að svitna eru óskýr skilaboð AGS. Varla þarf svaramaðurinn að vera undrandi á því, hann var alltaf efasemdamaður um aðkomu AGS að málefnum Íslands. Stjórnvöldum er gert að troða Icesave samningum uppí íslenskan almúga hvort sem honum líkar það betur eða verr.
VG eru á undanhaldi með allt sem þeir stóðu fyrir eru orðin einskonar U beygju flokkur afskaplega ósannfærandi og óánægður með stöðu mála á stjórnarheimilinu, svaramaðurinn er ekki undanskilin þar.
![]() |
Vill að AGS leggi spilin á borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2009 | 09:08
Slæm þróun
![]() |
Hundruð flytjast til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.7.2009 | 21:14
Össur má engan tíma missa
Hvað er eiginlega með þessa homma? Sjá þeir ekki að ráðherra er með böggum hildar við að koma landinu okkar inní ESB, hann hefur engan tíma fyrir eitthvað hommakjaftæði.
Össur má engan tíma missa í viðræðunum við Vygadas Usackas sem er ein helsti bandamaður Íslands í því að koma þjóð vorri inní ESB.
![]() |
Hinsegin stúdentar skora á Össur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt 25.7.2009 kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 13:29
Spennandi leikur framundan
Þjálfari Grikkjanna er komin í mikill vandræði. Hann á það á hættu að þurfa að taka pokann sinn áður en keppnistímabilið hjá Larissa hefst. Sem gamall stuðningsmaður KR þá veit ég að ekki eru alltaf jólin í heimi knattspyrnunnar. Við KR ingar getum verið stoltir af þeim árangri sem KR hefur sýnt í Evrópukeppninni þetta árið. Það átti enginn von á sigri okkar manna hérna um daginn.
Ég vona samt innilega að mínir menn standist áhlaup Grikkjanna í kvöld í steikjandi hitanum sem klárlega verður 12 maðurinn í liði Larissa. ÁFRAM KR
![]() |
„Getum unnið upp forskot KR-inga“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.7.2009 | 11:10
Leikritið um ESB
Þetta er nú meira leikritið sem er í gangi þessa daganna hjá stjórnvöldum. Um daginn var sendiherra Íslands í Stokkhólmi sendur með umsókn að aðildarviðræðum við ESB. Nei Svíunum þótti það ekki nóg. Fóru fram á það að Jóhanna Sigurðardóttir kæmi í eigin persónu sem fulltrúi þjóðarinnar og afhenti umsóknina. Össur náði að útskýra að Jóhanna væri ekki mælt á erlenda tungu og það væri því best að hann kæmi í eigin persónu og afhenti umsóknina.
Þjóðin sjálf hefur ekki verið spurð um eitt né neitt og það má fullyrða að þjóðin er klofin í herðar niður í þessu máli.
Er þetta ekki einhvernvegin svona?
![]() |
Afhenti Svíum aðildarumsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar