Blóðtaka

Það yrði blóðtaka fyrir okkur í KR ef Jónas færi til Halmstad. Ég vona samt fyrir Jónasar hönd að draumur hans um atvinnumennsku geti orðið að veruleika.

Ég fullyrði það að Jónas er bezti knattspyrnumaður sem KR hefur fengið til sín síðan Pétur Pétursson kom til okkur um árið. Jónas hefur fært ró og yfirvegun í liðið og stýrt samherjum eins og herforingi, flottur fyrirliði á ferð.


mbl.is Fyrirliði KR-inga til reynslu í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í skjóli nætur

Hvað var ekki hægt að skrifa undir samningin miðjum degi? eða er eitthvað sem er verið að fela fyrir þjóðinni. VG, þurfa að útskýra aðkomu sína að málinu. Þar á bæ hefur orðið alger viðsnúningur.
mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð VG !

Vinstri Grænir verða að axla ábyrgð. Álfheiður Ingadóttir skautaði létt framhjá þeirri staðreynd að ríkisstjórn Íslands væri skrifa undir skuldaklafa komandi kynslóða á íslandi.

Við eigum ekki að greiða skuldir óreiðumanna var sagt í haust, hvað hefur breyst?. Það er pólítískur þrýstingur að hálfu ESB í málinu. Við komumst ekki inní ESB nema að greiða þennan ógeðslega aðgöngumiða.

Kastljós þátturinn í kvöld hlýtur að að kalla á viðbrögð frá öllum þeim eru kusu VG, ætla þeir að horfa á þennan gjörning verða að veruleika án þess að gera nokkuð?, einhverjir væru búnir að taka búsáhöldin fram ef ekki væri um VG að ræða. Landráðastjórn verður þessi stjórn kölluð ef þau skrifa undir þetta Ice Save rugl.

Þór Saari talaði  mannamál í Kastljósinu í kvöld þegar hann benti á þá leið að hreinlega sækja þessa menn sem skuldsettu okkar þjóð með slíkum stæl.


Gremja

Ég er ekki hissa á gremjunni í Forseta ASÍ. Það er alveg með eindæmum hvað útspil SÍ, frá því í morgun er heimskt.

Heimskt segi ég vegna þess að það er eitt sem hávaxtasérfræðingarnir í Seðlabankanum geta ekki reiknað út, það er þverrandi trú fólks í landinu á að stjórnvöld séu í raun að höndla vandann í samstarfi við SÍ. Þolinmæðin er á þrotum hjá mörgum þ.a.m. aðilum vinnumarkaðarins. Það skýrir gremju þeirra.


mbl.is Seðlabankinn í fílabeinsturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram með smjörið

Minn maður Þór Saari. Það er greinilegt að hnetusmjörið hefur styrkt og eflt minn mann. Þetta er líka hárrétt hjá Þór, að það er ekki nema sjálfsagður hlutur að ræða Ice Save á Alþingi fyrst áður en ákvarðanir verða teknar um hvernig staðið skuli að málum í Ice Save deilunni.

Borgarhreyfingin hefur komið sterk inná þing og er algerlega málefnaleg, eitthvað sem hefur vantað á Alþingi Íslendinga undan farin ár.


mbl.is Mótmæla Icesave samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrota þjóð

Það er fyrir löngu síðan búið að sjúkdómsgreina sjúklinginn. Mér finnst eins og stjórnvöld þori ekki að segja okkur sannleikann og þaðan af síður virðist vera lausn í sjónmáli.

Það er greinilegt að stærð vandans er slík að stjórnvöld telja ekki líkur á því að íslensk þjóð komist í gegnum risavaxinn vanda. Þess vegna eru umræðustjórnmál í gangi nú um stundir.

Við stöndum á sögulegum tímamótum. Tímamótum þar sem ekki verður séð hvernig mun fara fyrir íslenskri þjóð. Vandinn er svo stór að stjórnvöld hafa ekki neinar lausnir fram að færa.

Erum við kannski orðin gjaldþrota þjóð?


mbl.is Þyngri róður en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli bærinn minn.

Ég á góðar minningar frá því að ég hóf mín fyrstu störf sem unglingur hjá Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfirði. Það duldist engum að Soffanías, var eldklár, duglegur og atorkusamur útgerðarmaður. Hann var vakin og sofin yfir velgengni fyrirtækis síns.

Ég man einnig eftir öllum þeim fjölda dugmiklu starfsmanna sem unnu hjá fyrirtækinu. Ég man ekki betur en að allir legðust á árarnar að skapa gott fyrirtæki, og ég man að fólkinu þótti vænt um fyrirtækið sitt. Oft var landburður af fiski og oft þurfti að vinna langan vinnudag til þess að bjarga verðmætum sem uppúr sjó kom. Þetta var fyrir tíð, tengdasona og fjármálabrasks.

Hugur minn í dag dvelur hjá fólkinu sem skapaði verðmætin sem úr hafinu kom, fólkinu sem nú situr eftir og horfir á kvótann( sem á að vera sameign þjóðarinnar) vera komin í hendur á LÍ og ekki er nú víst að kvótinn komi aftur í byggðarlagið.

Ég vorkenni ekki þessum útgerðarmönnum sem sáust ekki fyrir í græðginni. Þeir hafa alltaf vit á því að tryggja sig.

Þessi sorglega grein um fyrirtæki Soffaníasar Cecilssonar, segir mér hinsvegar hvað setning kvótalaga um árið hefur farið illa með þjóð mína. Því það hefur verið oftar en ekki sem kvótinn hefur lent í höndum á illa gefnum mönnum sem ekki hafa haft neinn áhuga á því að byggja upp í kringum sig í byggðum landsins. Þeir hafa oftar en ekki orðið græðginni á bráð eins og þessi saga segir okkur.

Grundarfjörður er einn fallegasti staðurinn á landinu sem hefur orðið fyrir höggi af mannanna völdum.


mbl.is Milljarða skuldir umfram eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með oss?

Var eitthvað rætt um hryðjuverkalög Breta, sem sett voru á Landsbankann í haust sl.? Eða verður íslensk þjóð á listanum um ókomin ár?
mbl.is Hryðjuverkalög endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensín verð í hæstu hæðum

Þetta er alveg skelfilegt. Það eru svo margir sem þurfa á bílnum að halda sérstaklega þeir sem eiga um langan veg að fara. Hækkun á bensín er það sem kemur harðast niður á fjölskyldunum í landinu ásamt matarverði.

Mín trú er sú að margir fari nú að hugsa sér til  hreyfings og fari að flytja til annarra landa. Við erum komin með hæsta verð á bensíni í heiminum.


mbl.is Bensínlítrinn í 181 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bezti vinur bezta

Flokka og vinapólítíkin er byrjuð. Samfylkingin er komin í framsætið. Elsku vinur vertu velkominn.
mbl.is Einar Karl ráðinn til Landspítalans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband