20.1.2009 | 10:17
Sýslumaðurinn á Selfossi
Vær ekki nær fyrir yfirvöld að fara að ráði Sýslumannsins á Selfossi og ná í þessa Kaupþingsbankamenn.
Þarna sést klárlega hvernig yfirvöld haga sér. Félagsmálaráðherra var búin að biðja um að fólki yrði sýnt þolinmæði gangvart skuldum. Ekki hjá Óla Stóns sýslumanni á Selfossi. Það verður ekki hróflað við þeim aðilum er stálu innanfrá úr Kaupþingbanka 120 milljörðum króna.
![]() |
Milljarðalán án áhættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2009 | 20:44
Ríkisstjórn á að segja af sér strax
Ráðherrar Sjálfstæðismanna eru í sviðsljósinu í kvöld. Þorgerðu Katrín er á Hrafnaþingi. Hún telur sig vera með svör við öllu segir bara ég og Gulli þá á hún við Heilbrigðisráðherra, við höfum tökin á þessu öllu.
Kjaftavaðalinn er alveg með ólíkindum, þeim væri nær að minnast þess hvað það var sem kom okkur á kaldan klaka og hverjir voru það sem hengdu kreppuna um hálsinn á okkur.
Það var 17 ára valdaseta Sjálfstæðismanna. Stjórnina frá strax.
![]() |
Fullur salur í Háskólabíó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 12:31
Heyrt þetta áður
Já já, rannsaka og skoða helst setja málið i nefnd það er viðkvæðið. En það kemur ekkert útúr rannsóknum og skoðunum. Almenningur hefur horft til stjórnvalda og þeirra er sjá um að rannsaka s.b.r FME. Hvað hefur komið út úr því? Ekki neitt frekar en fyrri daginn. Bara orðin tóm.
![]() |
Rannsókn nauðsynleg vegna galdmiðlaskiptasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 09:32
Burt með spillingarliðið
Það gefur augaleið að allt sem Tryggvi Jónson hefur starfað að í Landsbankanum og viðkemur félögum Baugs vekur tortryggni almennings. Já og líka gremju. Það er ekki langt síðan að Tryggvi tjáði fjölmiðlum að hann hafi hvergi komið nærri málum í félögum í eigu Baugs, sem starfsmaður Landsbankans. Það er greinilega öðru nær.
Ábyrgðin er samt hjá stjórnendum Landsbankans, ekki hvað síst Elínar bankastýru. Maður hélt að það gustaði alveg nóg um hana að ekki væri ábætandi. Burt með spillingarliðið stendur á kröfuspjöldunum og það má vænta þess að þeim muni fjölga til muna í dag.
![]() |
Tilboð Haga gerði ráð fyrir staðgreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 23:22
Við vélina hef ég staðið síðan í gær
Vorum að fá notuð fyrirtæki með nýafskrifuðum skuldum handa réttum aðilum kveðja, Landsbankinn.
Auðvita með guðsblessun Geirs og Sollu.
![]() |
Tryggvi hafði bein afskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 17:39
Kaupendamarkaður
Spennandi tímar fyrir kaupendur hljóta að vera í uppsiglingu. Nafnlausi kaupandinn rennir hýru auga til félaga sem eru komin á fótum fram. Það kæmi mér ekki á óvart að Kröfukaupahópurinn væri beggja megin við búðarborðið.
Þegar Iceland Express keypti Ferðaskrifstofu Íslands um daginn var tímasetning athyglisverð. Farþegar Ferðaskrifstofu Íslands voru orðnir strandaglópar út um alla koppagrundu og félagið að renna í gjaldþrot þá var svippað og samningar náðust. Eigandi Iceland Express var daginn áður úrskurðaður í gjaldþrot með margumtalað félag sitt Sterling á Danskri grundu, eitt stærsta gjaldþrot síðari tíma þar í landi. Þetta er gert án þess að blikna og allt er við það sama hér á landi sem áður fyrr.
![]() |
Kröfurnar of hátt metnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 16:26
Dýr væri Hafliði allur.
Þetta er alrangt mat hjá ráðherra. Víst eru 200 milljónir miklir peningar. Má ekki samt spyrja hvað hefði áunnist með því að fara í mál við Breta?. Við hefðum í málaferlinu geta sýnt fram á það hvernig er að vera þjóð meðal þjóða og vera kúguð af stórveldi.
Ætli það hefði farið fram hjá nokkrum manni ef við hefðum farið í mál við Breta á breskri grundu. Við hefðum getað sýnt fram á það hvernig Georg Brown notaði hryðjuverkalög á þjóð sem ekki átti það skilið. Við hefðum klárlega unnið áróðurstríðið. Er það einskins virði?
Léleg rök frá ríkisstjórn sem ekki er í takt við almenning í landinu.
![]() |
Væntu of mikils af dómsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2009 | 21:29
Rétt tímasetning hjá Ísraelsmönnum.
Er fordæming nóg? Hvaða skilaboð eru Ísraelsmenn að gefa umheiminum. Tímasetning árása Ísraelsmanna er líka táknræn. Bush er að yfirgefa Hvítahúsið og kannski fer hver að vera síðastur að kveðja á viðeigandi hátt.
Bush hefur alltaf verið undirsáti hjá Ísraelsmönnum það vita allir sem eitthvað til málanna þekkja.
![]() |
Fordæmir árás á bílalest SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 17:38
Yfirgangur Ísraelshers
Ofbeldi Ísraelsmanna verður að stöðva strax. Stríðið sem geisar á ströndum Gaza bitnar ekki hvað síst á saklausum borgurum. Sveinn Rúnar tjáði alþjóð í frétt við RUV að 219 börn hafi látist. Er ekki komin tími á það að slíta stjórnmálasambandi við Ísraela. Er einhver von til þess að það verði friður á Gazasvæðinu? maður auðvita vonar það, þó svo að maður eigi orðið erfitt með að trúa því.
![]() |
Á milli 300-400 mótmæltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.1.2009 | 14:52
Að þora
Að sveitastjóri í blómlegri byggð komi fram á sjónarsviði og tjáir umbúðalaust skoðun sína á skýran hátt er nýjung fyrir okkur íslendinga.
Yfirleitt hafa stjórnmálamenn ekki þorað að segja sannleikann og ríghaldið í umræðustjórnmál eins og þau voru kölluð. Þegar að Ice Save var hengt um hálsinn á okkur sté forsætisráðherra fram og sagði við látum ekki neyða okkur. Allir vita á hvaða hringtorgi umræðustjórnmála sá ágæti maður er staddur á, búin að hengja Ice Save kyrfilega um háls okkar og komandi kynslóða.
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar hitti naglann á höfuðið. Bæjarstjórinn þorði að segja sannleikann.
![]() |
Ekki borga skuldir bankahrunsins segir bæjarstjórinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar