Færsluflokkur: Bílar og akstur

Vonandi fer þetta nú allt saman vel

Steinholtsáin getur orðið að stórfljóti þegar miklar rigningar eru eins og hefur verið í dag. Það þarf að fara mjög varlega. Leiðin inní Þórsmörk getur orðið að svaðilför sé ekki gætt þess að fara með gát og sýna ánum á leiðinni fulla virðingu.Ég óska ferðalöngunum alls hins besta og vona að þessi svaðilför endi vel. 
mbl.is Bjargað úr Steinsholtsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atgervisflótti lækna er rétt að byrja

Þrír reyndir sérfræðilæknar eru ýmist farnir eða á förum frá landinu til fastra starfa erlendis. „Í okkar heilbrigðiskerfi eru þrír læknar ansi mikið,“ segir Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.

Er þessi frétt ekki eitthvað á skjön við það sem fjármálaráðherra segir. Ég held að Steingrímur sé ekki að valda því verkefni að leiða þjóðin út ógöngum hrunsins.


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattastefna að norrænni fyrirmynd

það er alveg greinilegt að skattastefna ríkistjórnarinnar er farin að virka. Steingrímur og Jóhanna tala um velferðarstjórn. Er það velferð að skattleggja fyrirtæki á þann hátt að þau verið að segja upp starfsfólki til margra ára? Hver verður kostnaðurinn við það að fá fleira fólk inná á atvinnuleysisbætur. Geta stjórnvöld svarað því.

 


mbl.is Uppsagnir hjá Ölgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komin tími til að tengja

Hvar ert þú staddur Össur Skarphéðinsson? Ég held að þú sért orðin fastur í fílabeinsturni eigin hugsunar. Þarf nokkuð að minna þig á það að það þarf samþykki þjóðar þinnar til þess að ganga inní ESB.

Ekki gleyma því.


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stund sannleikans...

Þegar eigendur gefa út stuðningslýsingar við framkvæmdastjóra úrvaldsdeildarfélaga þá er stund sannleikans runnin upp. Rafa á viku eftir hjá Liverpool.
mbl.is Benítez fær stuðningsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíma sirkus.

Ég las bók um ævi Jóhanns Svarfdælings (risa) fyrir nokkrum árum. Jóhann lýsir því vel í bókinni hvernig hann hafði lífsviðurværi sitt af sýningum í Cirkusum í henni Ameríku. Mér fannst það vera frekar sorgleg lýsing á lífi manns sem hafði lifibrauð að vera til sýnis ásamt öðrum kynjaverum í Cirskusum Ameríku.

Heimsmetabók Guinness er nútíma Cirkus sem gerir út á það furðulega í heimi mannanna. Allir fjölmiðlar verða uppfullir af fréttum um þennan hávaxna Tyrkja á næstunni hérna á Íslandi , til þess eins að við getum gleymt icesave stundakorn.


mbl.is Hæsti maður heims á leið til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðug ríkisstjórn

VG í Kópavogi vill fá Ögmund inn í ríkisstjórn aftur. Það tekur því ekki, ríkisstjórnin er fallinn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er ekki fær um að leysa vandann sem í því fellst að stjórna landinu. Ögmundur getur hætt þessum pöpulisma og um leið gleymt því að verða aftur ráðherra í bráð.
mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt samband í Tyrklandi.

Ummæli Guðfríðar Lilju í Silfrinu í dag var í raun og veru vandtraustyfirlýsing á Steingrím J. Sigfússon og gjaldfellir alla vinnu Steingríms í því að leita lausna fyrir Ríkistjórn Íslands. Það er holur hljómur og slæmt samband við allt sem er að gerast í Tyrklandi. Ég hef ekki nokkra trú á því að stjórn sú sem situr við völd í dag sé í raun til nokkurs gangs í því að finna lausnir á stöðu Íslands í dag.

 


mbl.is Ekkert samkomulag um Rússalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband