Færsluflokkur: Bílar og akstur
4.10.2009 | 13:27
Pólland land andstæðna
Sú umræða sem átti sér stað á netmiðlum á Íslandi um Pólverja er ekki ný af nálinni fyrir Pólska þjóð. Sé saga Póllands skoðuð í gengum aldirnar þá fer það ekki framhjá nokkrum manni að Pólverjar hafa verið löngum fótum troðnir af öðrum þjóðum. Þar sem ég tel mig þekkja nokkuð vel til Pólverja eftir að hafa kynnst Pólskri þjóð undanfarin ár þá finnst mér umræða sem átti sér stað á Íslandi fyrir nokkrum vikum vera ekki hvað síst byggð á þekkingarleysi og fordómum gagnvart heilli þjóð.
Því ber ekki að neita að Pólsk þjófagengi hafa farið mikinn á Íslandi undanfarið. Þetta er vafalaust einhver versta landkynning sem nokkur þjóð getur óskaða sér. Það er staðreynd að þjófagengin hafa heldur betur látið til sín taka, en ég get fullvissað ykkur um það að Pólverjar á Íslandi eru leiðir og sárir yfir þessum atburðum enginn þarf að efast um það. Pólverjar á Íslandi vita sem er að neikvæð umræða um þá gerir búsetu á Íslandi erfiðari fyrir vikið
Annars er umræða um Pólverja ekki ný á nálinni á Íslandi. Í bók Halldórs Kiljan Laxness - Sjálfstæðu fólki, sem er skrifuð í upphafi síðustu aldar má finna eftirfarandi eins og ekki væru til trog né sængurföt í Ameríku,- þannig ku fjöregg þjóðlífsins í Póllandi hafa flust til Ameríku í fimmtíu eða hundrað ár og flytja en ef kostur er, sömuleiðis með sængurföt sín, ásamt hjólunum af blessuðum gömlu skítakerrunum sínum, af ótta við að ekki séu til nein hjól í Ameríku. Þarna getum við séð með augum skáldsins þá sýn sem umheimurinn hefur haft á Pólverjum á þessum tímum. Og þarna er ekki verið að skafa utan af hlutunum hjá skáldinu mikla. Húmorinn aldrei langt undan heldur og ég er sannfærður um að Pólverjar þola þessa lýsingu vel.
Þegar maður kemur til Póllands er eitt að því fyrsta sem maður tekur eftir í Póllandi eru þessar miklu andstæður sem allstaðar er að finna. Þar sem nýi og gamli tíminn mætast á hverju degi. Það er líka staðreynd að ekki er svo ýkja langt síðan að Pólverjar lifðu við ofríki stjórnvalda. Það er heldur ekki svo ýkja langt síðan að það var útilokað var að sækja vinnu þar sem vinnuna var að fá. Hið lokaða og miðstýrða Pólland er á undanhaldi. Mikill uppgangur hefur verið heima fyrir í Póllandi og hefur hagvöxtur hvergi verið meiri en einmitt í Póllandi af löndum í Evrópu nú um stundir. Pólverjar gengu inní ESB árið 2004.
Pólverjar sem hófu að flytja til Íslands seinni hluta síðustu aldar hafa einungis haft áhuga á því að samlagast Íslensku samfélagi sem frekast getur orðið. Flestum Pólverjum hefur gengið það vel og hafa margir Pólverjar fest rætur á Íslandi, þar sem þeim hefur vegnað vel og lifa í sátt og samlyndi við Íslenska þjóð. Auðvita ber að varast að vera með fullyrðingar þegar talað er um fjölda manns hvað þá heila þjóð. Ég held þó að Pólverjar hafi þótt vera duglegt og starfsamt fólk. Stundum hef ég velt því fyrir mér hvernig standi á því að Pólverjar hafi komið í svona miklu mæli sem raun ber vitni undan farin ár hingað til Íslands? Ég hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Pólverjar eru vinsælir í störf þar sem Íslendingar fást ekki til að vinna. Þetta eru störf við iðnað, fiskvinnslu, umönnum á sjúkum og öldruðum svo fátt eitt sé nú nefnt. Merkilegast þótti mér frétt sem ég sá um daginn að sóttir voru áttatíu Pólverjar til starfa í sláturhúsi út á landi , þar sem enginn Íslendingur fékkst til starfans, þrátt fyrir atvinnuleysis tölur uppá tæp 12% hjá vorri þjóð.
Það má heldur ekki gleyma að Pólland er mikilvægt markaðsland fyrir okkur Íslendinga.Tölur frá Hagstofunni þar sem ég fékk upplýsingar um útflutningstekjur okkar Íslendinga árið 2008 til Póllands voru tæpir fjórir og hálfur miljarður. Það hlýtur að muna um minna og ég tel víst að það eru miklir möguleikar á því að koma Íslenskum vörum á markað í Póllandi nú um stundir.
Það sýndi sig líka hvernig hjartalag Pólverja er þegar kemur að vináttu og stuðning við Ísland. Nú þegar icesave umræðan ber hvað hæst hjá þjóð vorri og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn , Bretar og Hollendingar og vinir okkar á norðurlöndum eru með hnífinn á hálsi Íslenskrar þjóðar svo notuð séu orð fyrrum Heilbrigðisráðherra, þá stigu Pólverjar fram og buðu lán okkur til handa. Þar var ekki verið að tala að við þyrftum að greiða icesave skuldbindingar fyrst.
Um daginn minntust Pólverjar þess að sjötíu ár eru síðan að Þjóðverjar réðust inní Pólland, sem varð upphafið á síðari heimstyrjöldinni. Þetta er ekki eina styrjöldin sem háð hefur verið í Póllandi. Pólland hefur verið löngum bit bein á milli vestur og austurs þar ræður lega landsins ekki hvað mestu um. Pólland á landamæri að sjö ríkjum. Þannig að samvinna er nauðsynleg á milli þjóða.
Ég hef sjálfur dvalið annað slagið undanfarin ár í Póllandi til þess eins að kynnast þessari stórkostlegu þjóð betur.Hvar sem ég kem og hvert sem ég fer, er alltaf tekið vel á móti mér og þykir mér Pólverjar vera einkar gestrisnir og gott fólk heim að sækja. Ég hvet alla til að fara til Póllands og sjá með eigin augum allt það stórkostlega sem ein þjóð hefur uppá að bjóða og ég get fullvissað ykkur um þar er bjartsýn og velmetandi þjóð þar sem Pólverjar eru.
![]() |
Búið að staðfesta pólska lánið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2009 | 12:31
Kjarkur er það sem þarf.
Það er ekkert nýtt í vali Ólafs á landsliði Íslands. Mér finnst það vera merkilegt hvernig þjálfarar Íslenska landsliðsins í gengum tíðina hafa verið hugmyndasnauðir og fastheldnir á val á íslenska landsliðinu. Ólafur er komin í sömu spor og forverar hans með liðið. Það vantar allan ferskleika og djarfar hugmyndir.
Við getum verið öll sammála um að við erum ekki ánægð með stöðu liðsins í HM riðlinum. Er ekki komin tími á nýjan hugsunarhátt og nýjar hugmyndir. Er ekki dagurinn í dag alveg tilvalin til þess að breyta og gefa ungum og efnilegum mönnum tækifæri?
Val á Hermanni Hreiðarssyni vekur furðu mína. Hvernig stendur á því að Hermann er valin og á við meiðsli að stríða? Hvernig stendur á því að miðlungs leikmenn sem spila í Norsku og Sænsku deildinni eru alltaf valdir? Er það nóg að spila með liðum erlendis og þá eiga menn greiða leið í liðið?
Framtíð Íslands er björt í heimi knattspyrnunnar en það þarf að hafa dug og þor til þess að gefa framtíðarleikmönnum tækifæri. Þeirra á að vera tækifærið.
![]() |
Ísland fellur um fjögur sæti á FIFA-listanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2009 | 18:24
Afneitun Steingríms
Á hvaða plánetu býr Steingrímur J Sigfússon fjármálaráðherra? Það er fjöldinn allur af heimilum í landinu sem ekki ná endum saman. Í kvöld fréttum á RÚV var viðtal við sóknprestinn í Grafarvogskirkju sem tjáði okkur að það væri fjöldinn allur af fólki sem kæmi daglega í kirkjuna og væri að leita eftir aðstoð það ætti ekki fyrir nauðsynjum.
Ráðamenn þjóðarinnar eru á fullu að segja okkur rangt til. Það má bara ekki segja sannleikann það gæti veikt stjórnvöld. Steingrímur J er í afneitun. Vinstristjórn sú sem nú er við völd hefur einungis eitt að meginmarkmiðið. Það er að halda völdum hvað sem tautar og raular.
![]() |
Háskalegt að borga ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2009 | 16:23
Kapitalisminn sem brást
Við erum stödd í þrælakistu AGS. Hinar svokölluðu vinaþjóðir okkar hafa bundist tryggðarböndum um að lána okkur ekki fyrr en við erum búin að taka allan skellinn af fjármálastefnu hægri öfgasinna sem stjórnuð landinu okkar síðustu ár.
Hallvorsen fjármálaráðherra Noregs talaði mjög skýrt og skorinort um daginn. Hún sagði " þið verðið að taka afleiðingum á tilraunakenndum kapitlasima hjá stjórnvöldum ykkar undanfarin ár"
Þannig að við þurfum ekki að vera undrandi yfir því að vinaþjóðir okkar séu ekkert að flýta sér að lána okkur í gegnum AGS. Við getum hinsvegar verið undrandi yfir því að Hannes Hólmsteinn mæti á Austurvöll til þess að mótmæla icesave.
![]() |
Skoða samþykkt Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2009 | 14:05
Stígvélakötturinn tjáir sig
![]() |
Drillo gefur Laugardalsvelli falleinkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2009 | 09:52
Frábær markmaður
Það er gleði efni að sjá að Stefán Logi sé komin í atvinnumennskuna í fótboltanum. Eftir að hafa búið í Noregi þá veit ég vel að Lilleström er topp klúbbur sem passar fyrir metnaðarfullan markamann.
Flott byrjun hjá Stefáni í gærkveldi. Spurning sú sem vaknar í huga mér hvort Stefán sé ekki á leiðinni í landsliðið.
![]() |
Hargreaves góður vinur Stefáns Loga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2009 | 09:23
Ekkert hefur breyst
Ætli það standi ekki í Bretum og Hollendingum að þeim finnist sem að þeir séu að semja við sama liðið og var valdur á hruninu á Íslandi.
"En ábyrgðin er líka í höndum íslenskra yfirvalda, þeirrar ríkisstjórnar sem var við völd á Íslandi á þessum tíma og Fjármáaleftirlitsins" segir Andrew Hill í FT í dag. Hver var í ráðherra í fyrri ríkisstjórn. Var þar það ekki Jóhanna Sigurðardóttir, er hennar þáttur þar enginn?
Það gefur augaleið að það er horft til okkar og metið hvort og hvað hafi breyst, engin hefur sætt ábyrgð á hruni íslenskra banka til þess er horft. Við þurfum ekki að vera svo vitlaus að halda að umheimurinn trúi því að við séum orðin edrú , þeir halda öruggulega að við séum en á ballinu.
![]() |
FT: Ábyrgðin sameiginleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 12:20
Sorgleg Borgarhreyfing
Þetta mál er í raun sorglegra en tárum taki. Ósvífni hjá þingmanni að bera uppá samherja að hann sé með heilasjúkdóm. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa sett sig niður sem stjórnmálaafl.
Hvernig ætli að andrúmslofið sé á hinu háa Alþingi þessa daganna?
![]() |
Þráinn segir sig úr þingflokki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2009 | 13:04
Þjóðin hefði geta valið betri þingmenn.
Það er sorglegt til þess að vita að en eru þingmenn á Alþingi sem áttu stóran þátt í hruni Íslensk efnahagslífs. Báðir þingmennirnir Árni Páll og Einar Guðfinnsson eru klappstýrur fyrri ríkisstjórnar. Hvað er það með Íslenska þjóð ? í þjóðfélaginu er talað um nýtt Ísland en samt sitja á hinu háa Alþingi þingmenn sem áttu stóran hlut í því hvernig er komið f fyrir þjóð vorri.
Það er sorglegt að hlusta á froðusnakkanna sem en stjórna öllu á Alþingi Íslendinga þessa daganna og ekki síst vegna þess að það eru nýbúnar kosningar til Alþings. Við hefðum getum valið betur.
![]() |
Klappstýra hrunsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2009 | 20:11
Lánabækur á internetinu
Lánabók Kaupþings er komin á blaðsíður bandaríska blaðsins TIme. Þar á bæ þykja mönnum þetta vera bara nokkuð djúsí fréttaefni og það sem meira er, þeim bandarísku þykja gjörningar Kaupþings á dánarbeðinu frekar vafasamir.
Annars fer þetta vera gömul frétt á tímum háhraðatenginga, spurning morgundagsins hlýtur að vera sú hvort ekki megi fara að vænta leka af lánabók Landsbankans. Það þykir víst en meira stöff heldur en margumrædd lánabók Kaupþings sem átti svo sannarlega erindi við umheiminn.
![]() |
Kaupþingsleki hjá lögreglunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar