Færsluflokkur: Bílar og akstur

Róm brennur....

á meðan eru stjórnvöld að koma saman Ríkisstjórn. Við höfum nógan tíma hafa þau ítrekað sagt við blaðamenn. Almenningur sem er komin á bjargbrúnina og býður eftir lausnum s.b.r allur sá fjöldi sem hefur hafnað misvitrum umælum Viðskiptaráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Þrátt fyrir kosningar og nýtt fólk á þing, þá hefur einn hlutur ekki breyst. Trú almennings á getu stjórnvalda til þess að aðhafst eitthvað vitrænt hefur ekki aukist. Trúin fer þverrandi og vonin hefur dofnað.

Viðskiptaráðherra sem lengi hefur verið talin maður fólksins, missti sig í viðtali við Morgunblaðið í dag og leyfði sér að tala niður hugmyndir fólks sem á ekkert eftir. Fólks sem hefur ekki greiðslugetu til að greiða af húsnæðislánum sínum. Það sama fólk hefur tekið þá ákvörðun að nota þá litlu aura sem eftir eru til að fæða börnin sín og sjálft sig og sleppa að greiða af lánunum sem það hefur fyrir löngu síðan misst alla greiðslugetu til að greiða af.

Það hefur verið stundum sagt "Aðgát skal höfð í návist sálar " Það mistókst Viðskiptaráðherra í gjörsamlega í dag. Honum er vorkunn að hafa dottið inní gamalkunnann frasa og hótannakenndan stjórnmálastíl sem allir hafa fengið nóg af.

 


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi heimilanna er brýnn.

Mér finnst eins og að félagsmálaráðherra sé að vanmeta stöðuna hjá heimilum landsins. Framsóknarmenn riðu á vaðið og komu fram með þá tillögu um  að afskrifa ætti 20% af húsnæðisskuldum heimilanna. Ekki eru allir á sama máli og Framsóknarmenn. Framsóknarmenn eru þó allavega komnir fram með tillögu til úrbóta.

Ég segi í upphafi að mér finnist félagsmálaráðherra sé að vanmeta stöðuna hjá heimilum landsins. Rökstuðning minn á þeim orðum byggi ég á því að hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá vætnalegum stjórnvöldum um vanda heimilanna. Við höfum nægan tíma til þess að mynda ríkisstjórn segja formenn stjórnarflokkanna.

Er það svo? ætli almenningur sé sammála um það? ég er ekki svo viss.

 


mbl.is Margir íhuga greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherralistinn sem mér var að berast

Forsætisr. Jóhanna Sig.  - Fjármálar. Steingrímur J. - Utanríkisr. Helgi Hjörvar.- Atvinnur. Össur Skarp.- Félagsmr. Katrín Júl. -Samgr. Kristján Möller- Dómsmr.- Atli Gísla.- Viðskiptar. Árni Páll. - Heilbrr. Ögmundur - Umhverfis. Álfheiður Inga. Um fleiri ráðherra er ekki um að ræða.

Þessi listi var að berast til mín núna rétt áðan.

Ég er búin að samþykkja hann - en þú?


mbl.is Engin þörf fyrir aðra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýna bara puttann

Fjöldinn allur af þingmönnum hafa verið strikaðir í stórum stíl út af listum flokkanna í nýafstöðnum kosningum.

 Ég heyrði í Guðlaugi Þór Þórðarsyni á Rás 2 í dag. Ég las viðtal við Árna Johnsen í mbl í dag. Allt þetta lið rífur bara kjaft og sér ekkert athugavert við það að vera strikaðir út.

Enginn axlar ábyrgð og enginn segir af sér. Þetta lið hlær bara af okkur kjósendum og sýnir okkur bara puttann.


mbl.is Össur var næstur falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðasinnar búnir að gera í buxurnar

Þeir/þær kalla sig aðgerðasinna. Þykjast vera hipp og kúl. Því meira sem þau geta gengið fram af fólki betra. Almenningur þ.e. venjulegi meðal Jónin og Jónan skilja ekki upp né niður. Aðgerðasinnar halda að þeir séu þeir einu sem hafa orðið fyrir barðinu á hruninu.

Það er fólk út um allan bæ og um allt land sem ber reiði sína í hljóði. Það veit sem er að ömurlegar aðgerðir sem eru til þess gerðar að ganga fram af fólki bitnar yfirleitt á blásaklausum almenning.

Hverjir eru það sem vinna við kosningar á kosningastöðum? eru það ekki bara venjulegur almenningur? Þeir hinir sömu þurfa svo að verka viðbjóðin eftir aðgerðasinnana sem passa sig á því að taka upp gjörninginn til þess að ganga örugglega fram af nógu mörgum.

Aðgerðarsinnar eru greinilega búnir með allar góðar hugmyndir um það hvernig á að mótmæla. Þeir eru með kúkinn í buxunum.


mbl.is Skeindi sig með kjörseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólverjar eru vinaþjóð

Þetta er frábært hjá Pólverjunum að kynna menningu sína og land. Ég er búin að koma ansi oft til Póllands og þar fer frábær og gestrisin þjóð. Þess ber að geta þegar við lentum í bankahruni í haust voru viðbrögð Pólverja þau að bjóða okkur lán þegar svokallaðar vina og nágranna þjóðir höfðu hafnað okkar.

Ég ætla að mæta á hátíðina og hvet alla til þess að gera það sama.

Peace Corps Online: Aaron Luster - Our man in Poland


mbl.is Pólsk hátíð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farvel Franz.

Það hefur gengið hægt að koma Sjálfstæðismönnum frá völdum ca 18 ár. En er það ekki að takast í þessum töluðum orðum. Við skulum vona það.
mbl.is Kjörsókn áfram góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi á höndum

Það er heldur betur verið að flétta ofan af spillingunni í pólitíkinni. Spurning hvort ekki þurfi að fresta kosningum á meðan dekkið er spúlað.

Hvernig ætla þessir aðilar sem hafa þegið fé frá fyrirtækjum sem kostað hafa þjóðina marga milljarða í bankahruninu í haust að standa fyrir framan alþjóð og láta sem ekkert sé.

Lýðræðið er að veði.


mbl.is Guðlaugur fékk 4 milljónir í styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað verður kosið á laugardaginn?

Það má segja með sann að stærsta málið í þessum kosningum er hvort Ísland á að sækja um aðild að EB. Þrátt fyrir það að margir stjórnmálamenn og flokkar hafa ítrekað sagt það að ekki sé tímabært að ræða þau mál núna. Að ekki sé komin tími á að sækja um aðild að EB.

Hvað er það þá sem veldur því að kosningarnar eru að snúast að mestu leiti um hvort við eigum að ganga inní EB?

Við erum komin í þrot að reka þjóðfélagið í þeirri mynd sem við þekkjum. Sjálfstæðismenn voru lengi að vona að þjóðfélag sem þeir höfðu skapað " að græða peninga á daginn og grilla á kvöldin" myndi halda. En við öll vitum að sú bankabóla sem var við lýði er sprungin framan í okkur öll. Eftir stendur hrunið þjóðfélag við náum ekki að endurreisa ein og sér. Gjaldmiðill þjóðarinnar hefur borið afhroð og er ekki viðbjargandi hvorki nú eða seinna.

Niðurlægingar stefnu Sjálfstæðismanna er augljós og það veldur Sjálfstæðismönnum mikilli gremju að það eru til lausnir og leið út úr vandanum, leið sem ekki er fundin uppí í Valhöll.

Hver er sú leið og hver er sú lausn? jú það er það að ganga til aðildarviðræður við EB og kanna það til hlítar hvað við getum sem þjóð fengið í samstarfi við EB. Það getum við aðeins fengið að vita með því að sækja um aðild og fara í alvöru viðræður.

Nágranna þjóðir okkar vilja gjarna sjá hvert við stefnum. Þær vilja sjá hvort við séum tilbúin að búa í samfélagi þjóða þar sem við erum tekin alvarlega. Það hefur reynt verulega á orðspor okkar sem þjóðar eftir bankahrunið. Það er alveg morgun ljóst að margir erlendir aðilar þurfa að afskrifa stórar upphæðir í töpuðum útlánum til íslenskra banka.

Stærstu rökin fyrir því að fara í aðildarviðræður eru þau að um leið erum við að taka ábyrga aðstöðu í fjármálum með því að sýna hvert við viljum stefna í komandi framtíð. Auðvita er það ekki svo að við getum tekið upp nýjan gjaldmiðill um leið en það mun örugglega styrkja krónuna við þær aðstæður sem við eigum við að glíma í dag.

Ég hef verið í Póllandi og kynnst Pólverjum og þeir sem ég hef rætt við telja að það hafi verið mikið gæfuspor fyrir Pólverja að ganga í EB 2004. Pólland sem var mörgum áratugum á eftir öðrum Evrópu þjóðum hefur stigið stórt skref inní betri framtíð með aðild að EB. Það verður þó að viðurkennast að ekki hefur það gegnið þrautalaust fyrir Pólverja að taka upp nýjan gjaldmiðill EURA. Krafa EB hefur verið á Pólverjum að taka til í peningamálum sínum fyrst. Hvar væru Pólverjar staddir í dag ef þeir hefðu ekki gengið inní EB, staðan hefði verið mun verri segja þeir sem til þekkja.

Á laugardaginn þurfum við að taka stóra ákvörðun um það hvort við ætlum að komast út úr þeim erfiðleikum sem við eigum við að glíma í dag. Það gerum við með því að kjósa fólk sem vill gefa aðildarviðræðum við EB tækifæri strax eftir kosningar.


mbl.is Lítill halli á vöruskiptum í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband