Færsluflokkur: Bílar og akstur

Fúll á móti

Þá hlýt ég að teljast til minnihluta þjóðarinnar. Svona eftir á að hyggja þá var ég einmitt að hugsa hvernig stæði á því að það væru svo fáir gestir í sundlauginni minni í gærkvöldi. Missti ég af miklu?

 

 


mbl.is 83% þjóðarinnar fylgdust með Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreytt að mestu.

Jón Bjarnason í sjávarútvegsmálin. Mér hefur alltaf fundist Jón vera á móti öllum breytingum. Varla fer hann að breyta óréttlátri sjávarútvegstefnu þjóðarinnar. Ég hef ekki mikla trú á því.
mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli góði KR ingurinn seigur

Það verður ekki sagt annað en að gamli góði KR ingurinn sé á hátindi ferlisins sem þjálfari í dag. Við vitum öll að Alfreð þakkar veru sinni hjá KR um árið vafalaust árangurinn. Til hamingju KR og Alfreð.
mbl.is Alfreð bikarmeistari með Kiel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli það verði Eiður Smári?

Eftir að hafa lesið viðtalið við Eið, í mbl í gær þá væri Arsenal flottur klúbbur fyrir Eið. Annars tel ég PSV í Hollandi, það lið sem Eiður muni fara til ef hann fer frá Barcelona.


mbl.is Wenger ætlar að fá einn til tvo reynda leikmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sekt ef þú ert á nagladekkjum

Lögreglan sem núna stendur í ströngu að hjálpa ökumönnum á illa útbúnum ökutækjum hljóta að ganga hart eftir því að sekta þá sem eru á nagladekkjum.

Þann 15 apríl sl, áttu ökumenn að vera búnir að skipta út nagladekkjum fyrir sumardekk. Sumarið var komið samkvæmt almanaki hjá yfirvöldum.

Þetta er algert rugl og menn hljóta að vera hugsi yfir þessari reglugerð í miðju maí vetrarríkinu sem  nú geisar á norðurlandi.

Það þýðir ekkert að segja uppá miðri Holtavöruheiði " að formsatriðum hafi ekki verið fullnægt".

 


mbl.is Búið að opna Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannleikurinn gerir yður frjálsan

Ögmundur segir það sem aðrir hugsuðu. Þetta er bara hárrétt hjá Ögmundi. Sannleikurinn gerir yður frjálsan,
mbl.is Heimslögregla kapítalismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsað upphátt

 Ég er í reynd aðeins að hugsa upphátt. Það sem ég er að hugsa er það hvar erum við stödd sem þjóð í alþjóðlegu samhengi. Gordon Brown og UK eru búin að sturta okkur niður sem vinaþjóð. Nágrannar okkar halda að sér höndum og þora ekkert að gera og vilja ekki aðstoða okkur af ótta við að styggja ekki stórabróður og AGS. Þarna er ég að tala um hinar norrænu þjóðir. USA hefur kvatt okkur og kallað herinn heim og vill sem minnst af okkur vita.  

Af hverju er ég að hugsa þetta? Jú vegna þess að það dylst engum andúð Breta á okkur sem þjóð. Þeir hreinlega líta niður á okkur og telja okkur öll fífl og fávíta s.b.r. ummæli Gordons Brown úr breska þinginu um daginn.  Ég veit um eina vinaþjóð sem sté fram og bauðst til að aðstoða okkur strax í haust með því að veita okkur lán. Það eru Pólverjar, þar sem ég þekki vel til Póllands þá get ég sagt þér að við eigum svo sannarlega bandamann þar. Pólverjar eru okkur þakklátir fyrir að hafa veitt mörgum Pólskum manninum aðstoð í formi vinnu. Þeir kunna að meta það svo sannarlega. Sorglega við það var samt að engin íslenskur ráðamaður hafði hugmynd lánið okkur til handa. Meira segja Geir H gunga gleymdi að þakka fyrir lánið. Hann var á fullu á þeim tíma að vinna að verkefninu „ gerum ekki neitt“.

  Kæri lesandi ég sendi þér linkinn á lag með Soyka sem er elskaður tónlistamaður í Póllandi og Nick Cave upptakan er tónleikum í Warsawa fyrir nokkrum árum. Endilega hlustaðu á þetta fallega lag  sem er boðskapur fyrir okkur öll sem trúum á betri heim.-

 

http://www.youtube.com/watch?v=NhD7oGe0_Rc&feature=related
mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómaraskandall

Dómarinn norski mun ekki dæma fleiri leiki. Ferlinum er lokið. Það sem mér finnst merkilegt er það að UEFA er að verðlauna miðlungs dómara frá löndum eins og Noregi og Íslandi með því að láta þá dæma leiki sem eru þvílíkt mikilvægir.

Chelsea er búið að fara langa og stranga leið í undanúrslitin, blóð sviti og tár hefur það kostað. Magnaður leikur framundan en viti menn er ekki norskur dómari settur á leikinn. Tímabilið er rétt nýbyrjað í Noregi og mikill vorbragur á öllu líka dómarum.


mbl.is Drogba biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangstæður dómari

Seint verð ég talin sjóðheitur stuðningsmaður Chelsea. En þeim er svo sannarlega vorkunn að fá dómara sem er ca 15kg og þungur og kemur frá landi sem þekktast fyrir afrek manna í skíðagöngu.
mbl.is Guus Hiddink: Ósanngjarnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Before you accuse my take a look at you self

Sorglegt og á mörkum þess að vera raunverulegt. Ungi maðurinn mun verða í bænum mínum í kvöld og fjölskylda hans. Því miður er heimur eiturlyfja harður heimur. Mig langar svolítið að biðja fólk að hugsa inna á við.

Það sem ég á við er það staða unga mannsins er afleiðing og örsök þess sem fylgir neyslu eiturlyfja. Hann er ekki bara í fangelsi í Brazilíu hann er einnig fangi eitursins, sem hefur heltekið hann allan og tekið stjórnina á aðstæðum frá honum.

Ungi maðurinn og fjölskylda hans eru í dag í erfiðum aðstæðum og um leið sorglegum og því miður virðist eiturlyfjaneysla vera að aukast og mér finnst eins og sú barátta sé að tapast. Fleiri og fleiri virðast vera að verða fyrir barðinu á eiturefnum hvaða nafni sem þau nefnast.

Þetta mál er sorglegt og um leið sorgarferli fyrir unga manni og fjölskyldu hans.

Eric Clapton söng í þekktu lagi  " before you accuse my take a look at your self".


mbl.is „Ég á eftir að deyja hérna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1238

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband