Færsluflokkur: Bílar og akstur
9.1.2009 | 17:39
Kaupendamarkaður
Spennandi tímar fyrir kaupendur hljóta að vera í uppsiglingu. Nafnlausi kaupandinn rennir hýru auga til félaga sem eru komin á fótum fram. Það kæmi mér ekki á óvart að Kröfukaupahópurinn væri beggja megin við búðarborðið.
Þegar Iceland Express keypti Ferðaskrifstofu Íslands um daginn var tímasetning athyglisverð. Farþegar Ferðaskrifstofu Íslands voru orðnir strandaglópar út um alla koppagrundu og félagið að renna í gjaldþrot þá var svippað og samningar náðust. Eigandi Iceland Express var daginn áður úrskurðaður í gjaldþrot með margumtalað félag sitt Sterling á Danskri grundu, eitt stærsta gjaldþrot síðari tíma þar í landi. Þetta er gert án þess að blikna og allt er við það sama hér á landi sem áður fyrr.
![]() |
Kröfurnar of hátt metnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 16:26
Dýr væri Hafliði allur.
Þetta er alrangt mat hjá ráðherra. Víst eru 200 milljónir miklir peningar. Má ekki samt spyrja hvað hefði áunnist með því að fara í mál við Breta?. Við hefðum í málaferlinu geta sýnt fram á það hvernig er að vera þjóð meðal þjóða og vera kúguð af stórveldi.
Ætli það hefði farið fram hjá nokkrum manni ef við hefðum farið í mál við Breta á breskri grundu. Við hefðum getað sýnt fram á það hvernig Georg Brown notaði hryðjuverkalög á þjóð sem ekki átti það skilið. Við hefðum klárlega unnið áróðurstríðið. Er það einskins virði?
Léleg rök frá ríkisstjórn sem ekki er í takt við almenning í landinu.
![]() |
Væntu of mikils af dómsmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2009 | 21:29
Rétt tímasetning hjá Ísraelsmönnum.
Er fordæming nóg? Hvaða skilaboð eru Ísraelsmenn að gefa umheiminum. Tímasetning árása Ísraelsmanna er líka táknræn. Bush er að yfirgefa Hvítahúsið og kannski fer hver að vera síðastur að kveðja á viðeigandi hátt.
Bush hefur alltaf verið undirsáti hjá Ísraelsmönnum það vita allir sem eitthvað til málanna þekkja.
![]() |
Fordæmir árás á bílalest SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 17:38
Yfirgangur Ísraelshers
Ofbeldi Ísraelsmanna verður að stöðva strax. Stríðið sem geisar á ströndum Gaza bitnar ekki hvað síst á saklausum borgurum. Sveinn Rúnar tjáði alþjóð í frétt við RUV að 219 börn hafi látist. Er ekki komin tími á það að slíta stjórnmálasambandi við Ísraela. Er einhver von til þess að það verði friður á Gazasvæðinu? maður auðvita vonar það, þó svo að maður eigi orðið erfitt með að trúa því.
![]() |
Á milli 300-400 mótmæltu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.1.2009 | 14:52
Að þora
Að sveitastjóri í blómlegri byggð komi fram á sjónarsviði og tjáir umbúðalaust skoðun sína á skýran hátt er nýjung fyrir okkur íslendinga.
Yfirleitt hafa stjórnmálamenn ekki þorað að segja sannleikann og ríghaldið í umræðustjórnmál eins og þau voru kölluð. Þegar að Ice Save var hengt um hálsinn á okkur sté forsætisráðherra fram og sagði við látum ekki neyða okkur. Allir vita á hvaða hringtorgi umræðustjórnmála sá ágæti maður er staddur á, búin að hengja Ice Save kyrfilega um háls okkar og komandi kynslóða.
Bæjarstjóri Seyðisfjarðar hitti naglann á höfuðið. Bæjarstjórinn þorði að segja sannleikann.
![]() |
Ekki borga skuldir bankahrunsins segir bæjarstjórinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 10:58
Helv... Væl
![]() |
„Rauðir í framan af reiði“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 21:00
Ingibjörg Sólrún ekki að ná til fólksins.
Ingibjörg Sólrún var gestur Kastljósins í kvöld. Væntingar mínar voru ekki miklar til hennar af fenginni reynslu. Ekki brást hún mér þar frekar en fyrri daginn.
Það sem fékk mig til að fá meira en nóg af ISG og ríkisstjórn Íslands var hvernig ISG svaraði lélegum fyrirspyrjanda þegar hún var spurð um álit Umboðsmanns Alþingi í sambandi við stöðuveitingu sonar Davíðs sem Hæstaréttardómara fyrir norðan.
Ingibjörg svaraði með sama kjafta vaðlinum , að henni þætti miður þegar Umboðsmaður Alþingis setti ofaní við ráðherra. Hún hélt áfram að segja að þetta væri ekki til fyrirmyndar en hún endaði samt á því að lýsa yfir fullum stuðning við Árna Matt.
Ingibjörg er orðin huglaus og óframfærin stjórnmálamaður og ég veit til þess að það er fjöldin allur að Samfylkingarfólki sem er í raun orðið mjög þreytt á ástandinu hjá flokki sínum. Ingibjörg Sólrún er á undanhaldi i stjórnálum á íslandi. Henni hefur tekist að klúðra málum með því að fara í sama far og Geir H Haarde. Það að þegja alla hluti af sér.
Fólk í landinu er orðið þreytt og kvíðið og vill koma þessari framtakslausu ríkisstjórn frá hið fyrsta.
![]() |
Elín borin út úr bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.1.2009 | 19:37
Eru ekki allir velkomnir?
![]() |
Fjandsamleg yfirtaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 18:07
Farið hefur fé betra
![]() |
Bjarni sagði sig úr Framsóknarflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 18:00
Ný sókn hjá Framsókn
Það hefur verið gaman að fylgjast með líflegri umræðu um Framsóknarflokkinn og sjá hvernig nýir og ungir baráttu menn hafa verið að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Það verður líka gaman að sjá hvernig þeim gengur baráttan að losa sig undan gamla flokksræðinu.
Guðmundur Steingrímsson er einn af mörgum liðsmönnum Samfylkingarinnar sem sér sóknartækifæri í því að losa sig undan því að taka ábyrgð á ráðaleysi ríkisstjórnarinnar sem er nær heiladauð. Eina sem núverandi stjórnvöld kvaka um er sprota þetta og sprota hitt. Á meðan er hengingaról stjórnarinnar hert til muna um háls heimilanna.
Það þarf varla mjög hugaðan mann til þess að sjá það að leiðinn til áframhaldandi lífs í stjórnmálum gæti verið það að ganga til liðs við nýjan Framsóknarflokk sem um leið gerir upp fortíð sína með því að díleita þingmönnum eins og Valgerði Sverris og vonargemsum eins og Páli Magg.
![]() |
Eygló vill embætti ritara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar