Færsluflokkur: Bílar og akstur

Sjálhverf Þorgerður Katrín

Hroki getur afvegaleitt fólk á ýmsum stigum. Þorgerður Katrín er stjórnmálamaður sem er full af Hroka. Hún sté í pontu á Alþingi í gær og talaði um að Alþingismenn væru sjálfhverfir að vera að hugsa um kosninga í miðjum björgunar störfum ríkisstjórnarinnar. Hún áttar sig ekki á því blessunin að það er þjóð sem hrópar og kallar á kosningar.

Þorgerður Katrín og aðrir Alþingsmenn þurfa ekki að ganga með þá glýju í augunum að almenningur sé að hrópa og kalla eftir frekari störfum þeirra. Væri nær fyrir Þorgerði Katrínu að koma sér niður úr turninum og fara að hlusta á þjóð sína. Láta af þessum hroka sem hefur einkennt hennar stjórnmálaferill undanfarið.


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef heyrt þetta áður

Sömu orð notuð núna og í september þegar bankarnir féllu. Vonandi rétt hjá ráðherra.
mbl.is Enginn af nýju bönkunum að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Sú staða sem íslensk þjóð glímir við núna er í raun fáránleg. Heil þjóð er látin biða eftir niðurstöðu af landsfundi Sjálfstæðismanna. Á meðan brenna eldar víða í samfélaginu. Eldar sem ekki verður auðvelt að slökkva aftur.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fyrirsjáanlegur. Klappað fyrir Geir, klappað fyrir Davíð, klappað fyrir Kjartani Gunnarssyni, klappað fyrir hugmyndafræðingunum Hannesi Hólmstein. Allir rétta upp hendur tillögu um að halda áfram á sömu braut. Um kvöldið er dottið í það.

Mæta þunnir á Alþingi eftir velheppnaða helgi og fara að ræða um það hvort ekki eigi að selja áfengi í Bónus.


mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar strax

Þegar ráðherra kemur fram með slíkum hroka er erfitt að taka mark á honum. Eina ljóstýran sem gæti fundist í stöðu mála á Íslandi er það að Samfylkingin sjá sóma sinn í því að slíta stjórnarsamstarfinu strax.

Mótmælin eiga bara eftir að aukast næstu daga og langlundargeð þjóðarinnar er búið. Þorgerður sem er ekki með allt á hreinu í sambandi við þann skít sem nú flýtur uppúr Kaupþingbanka, gerir eins og allir aðrir valdhafar, reynir að halda í völd.

Því miður tími stundarglasins er út runninn.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýslumaðurinn á Selfossi

Vær ekki nær fyrir yfirvöld að fara að ráði Sýslumannsins á Selfossi og ná í þessa Kaupþingsbankamenn.

Þarna sést klárlega hvernig yfirvöld haga sér. Félagsmálaráðherra var búin að biðja um að fólki yrði sýnt þolinmæði gangvart skuldum. Ekki hjá Óla Stóns sýslumanni á Selfossi. Það verður ekki hróflað við þeim aðilum er stálu innanfrá úr Kaupþingbanka 120 milljörðum króna.


mbl.is Milljarðalán án áhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn á að segja af sér strax

Ráðherrar Sjálfstæðismanna eru í sviðsljósinu í kvöld. Þorgerðu Katrín er á Hrafnaþingi. Hún telur sig vera  með svör við öllu segir bara ég og Gulli þá á hún við Heilbrigðisráðherra, við höfum tökin á þessu öllu.

Kjaftavaðalinn er alveg með ólíkindum, þeim væri nær að minnast þess hvað það var sem kom okkur á kaldan klaka og hverjir voru það sem hengdu kreppuna um hálsinn á okkur.

Það var 17 ára valdaseta Sjálfstæðismanna. Stjórnina frá strax.


mbl.is Fullur salur í Háskólabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrt þetta áður

Já já, rannsaka og skoða helst setja málið i nefnd það er viðkvæðið. En það kemur ekkert útúr rannsóknum og skoðunum. Almenningur hefur horft til stjórnvalda og þeirra er sjá um að rannsaka s.b.r FME. Hvað hefur komið út úr því?  Ekki neitt frekar en fyrri daginn. Bara orðin tóm.


mbl.is Rannsókn nauðsynleg vegna galdmiðlaskiptasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með spillingarliðið

Það gefur augaleið að allt sem Tryggvi Jónson hefur starfað að í Landsbankanum og viðkemur félögum Baugs vekur tortryggni almennings. Já og líka gremju. Það er ekki langt síðan að Tryggvi tjáði fjölmiðlum að hann hafi hvergi komið nærri málum í félögum í eigu Baugs, sem starfsmaður Landsbankans. Það er greinilega öðru nær.

Ábyrgðin er samt hjá  stjórnendum Landsbankans, ekki hvað síst Elínar bankastýru. Maður hélt að það gustaði alveg nóg um hana að ekki væri ábætandi. Burt með spillingarliðið stendur á kröfuspjöldunum og það má vænta þess að þeim muni fjölga til muna í dag.

 


mbl.is Tilboð Haga gerði ráð fyrir staðgreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við vélina hef ég staðið síðan í gær

Vorum að fá notuð fyrirtæki með nýafskrifuðum skuldum handa réttum aðilum kveðja, Landsbankinn.

Auðvita með guðsblessun Geirs og Sollu.


mbl.is Tryggvi hafði bein afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband