Það sem ekki má segja.

Eitt er þessari ríkisstjórn sem nú situr við stjórnvöldin mikið í mun. Það er alls ekki að tala um brottflutta íslendinga sem hafa yfirgefið eyjuna til þess eins að hafa atvinnu. Það hentar ekki hinni svokölluðu " endur reisn " að fjalla um þau mál.

Þess vegna eru allar opinberar tölur um atvinnuleysi algerlega óraunhæfara. Ég bý hérna í Bergen og hef orðið var við mikinn fjölda landa minna sem eru í óðaönn að koma sér fyrir. NAV hið norska talar um að 10 % af íslensku þjóðinni hafi flutt erlendis eftir hrun og þar af hafa 90 % af þessum 10 % flutt hingað til Noregs.

 Það er of snemmt að fara að tala um hversu margir munu koma aftur til baka ekki síst fyrir þær sakir að eins og staðan er heima á íslandi þá er ekki að neinu að hverfa fyrir brottflutta íslendinga.

Mín skoðun er hinsvegar sú að það muni gerast núna sem og gerðist seint á sjötta áratugnum þegar margir fluttu til Svíþjóðar að fjöldi fólks mun ekki koma aftur heim heldur aðlagst nýjum heimkynnum. 


mbl.is Hætt við að færri komi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll gamli skólafélagi. Taktu það sem Noregur gefur. Þar er að minnsta kosti vinna fyrir 50 ára karla eins og okkur, meðan landið er ekki í ESB og olían kemur alls staðar upp. Þú munt fljótt kynnast því, að stuttar heimsóknir til Íslands eru hollari og skemmtilegri en búseta á Íslandi undir ódugandi "yfirmönnum". Það þarf landhreinsun meðal íslenskra stjórnmálamanna ef líft á að verða til frambúðar á Íslandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.4.2011 kl. 13:59

2 Smámynd: Óskar

Það er reyndar ekki rétt að10% þjóðarinnar hafi flutt úr landi.  Það hafa um 10.000 manns flutt til Noregs og það eru ekki nema um 3% þjóðarinnar.  Í raun er landflóttinn miklu minni en maður hefði búist við miðað við ástandið.  Þegar hrunið varð á sínum tíma í Færeyjum þá fluttu 25% þjóðarinnar úr landi og var þeirra hrun þó ekki jafn svakalegt og okkar.

Óskar, 23.4.2011 kl. 14:00

3 identicon

Það sem að gleymist líka í þessum tölum er að atvinnuleysið hér er í raun að aukast.

Þeir sem unnu hvað mest og skiluðu þar með hvað mestu í kassan eru farnir út en þeir sem að nú eru á skrá atvinnulausra eru alltaf að lækka í tekjuskalanum (sem þeir áður höfðu)

M.ö.o. það er hryggjarstykkið, miðtekju fjölskildufólkið, sem er að yfirgefa landið. Þeir sem koma til baka eru einstaklingarnir... ekki fjölskyldurnar.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband