Dómaraskandall

Dómarinn norski mun ekki dæma fleiri leiki. Ferlinum er lokið. Það sem mér finnst merkilegt er það að UEFA er að verðlauna miðlungs dómara frá löndum eins og Noregi og Íslandi með því að láta þá dæma leiki sem eru þvílíkt mikilvægir.

Chelsea er búið að fara langa og stranga leið í undanúrslitin, blóð sviti og tár hefur það kostað. Magnaður leikur framundan en viti menn er ekki norskur dómari settur á leikinn. Tímabilið er rétt nýbyrjað í Noregi og mikill vorbragur á öllu líka dómarum.


mbl.is Drogba biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert væntanlega ekki Chelsea maður...

Dómarinn dæmdi kannski ekki alveg frábærlega í nokkrum tilvikum en það afsakar ekki hegðun nokkurra leikmanna Chelsea. Svona framkoma á ekki heima í íþróttum og er liðinu til skammar.

Margir stórdómarar hafa líka dæmt ranglega, ekki bara einhverjir "miðlungs" dómarar eins og þú kallar þennan.

Gísli (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:31

2 identicon

Chelsea hefðu átt að fá a.m.k. eina vítaspyrnu í leiknum, það eru flestir sammála um það...en Chelsea áttu líka að nýta e-ð af þessum færum sínum, Drogba fékk fullt af færum. Þannig að leikmennirnir geta einnig litið í eigin barm í stað þess að tryllast yfir dómaranum. Ég skil vel gremjuna í þeim en þeir verða að kunna sig og hegðun Drogba og Ballack var ekki til fyrirmyndar.

Jon Hr (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Páll Höskuldsson

Ég er ekkert að mæla bót hegðun Chelsea manna hún var miður góð. Ég stend við það að dómarinn í gær réði ekki við verkefnið og átti eftir að hyggja ekkert erindi í leik sem þennan.

Páll Höskuldsson, 7.5.2009 kl. 20:35

4 identicon

Sammála höfundi. Þessi framkoma dómarans er þessari keppni til mikillar minnkunar og setur svartan blett á úrslitaleikinn. Ég er ekki mikill aðdáandi Chelsea en þetta var stórkostlegt óréttlæti. Ef þetta hefði verið mitt lið þá bæri ég ekki mikinn hlýhug til dómara leiksins eða yfirmanna UEFA. Þetta er einfaldlega óafsakanlegt og það verður bara að gera meiri kröfu til dómgæslu í svona leik. Tvö stórkostleg mörk í leiknum en dómarinn stelur senunni. Skandall.

Pétur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:42

5 Smámynd: Davíð Löve.

Hvað mega Börsungar þá segja við rauða spjaldinu???? Mannfjandinn rann í eigin skít og næsta leikmanni er fleygt út af. Missir af úrslita leiknum fyrir engar sakir. Hrikalegt kjaftshögg.

Davíð Löve., 7.5.2009 kl. 20:42

6 identicon

Hmmmm.....   Og Chelsea menn væla yfir slæmum dómara ...
Látum oss nú sjá.  Í báðum leikjum Chelsea á móti Liverpool fengu Chelsea dómara sem dæmdu þeim vel í hag.

Hef ekkert annað um þetta að segja nema að ég vona það að Drogba fái langt bann fyrir hegðun sína.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Ég hefði sennilega gert það sama og Drogba enda átti dómarinn það skilið, vonandi fær þessi dómari ekki að dæam fleiri leiki utan síns heimalands.

S Kristján Ingimarsson, 7.5.2009 kl. 21:30

8 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er alveg sama hvað menn koma fram með og benda á hina og þessa leiki til að réttlæta dómarann í gær.

Þessi dómari réði ekki á nokkurn hátt við þennan leik, var sjálfum sér og dómarastéttinni til skammar og fær vonandi ekki að dæma fleiri leiki.

Klárlega tveir vítaspyrnudómar og fráleitt rautt spjald.

Annars er ekki nema eðlilegt að maður velti fyrir sér hvert línuvörðurinn hafi verið að horfa, bæði þegar Pique tók boltann með hendinni og eins þegar Anelka féll um sig sjálfan. Línuvörðurinn ætti sannarlega að vera í góðri stöðu til að sjá bæði atvikin vel.

Ég skil Drogba vel. Réttlætir sannarlega ekki hegðun hans en það er afskaplega auðvelt að missa stjórn á skapi sínu við svona ranglæti.

Ólafur Björnsson, 7.5.2009 kl. 21:43

9 identicon

dómarinn átti nú að sjá þetta sjálfur hann var rétt hjá þegar boltinn fór í hendina á gaurnum

eggert (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:06

10 identicon

skil reiði leikmanna chelsea, dómarinn klárlega ekki verkinu vaxinn, en svona er boltinn og menn verða bara að sætta sig við það,  vona að drogba fái ekki harðan dóm þar sem hann sá sóma sinn í því að koma og biðjast fyrirgefningar á þessu,

ég er ekki aðdándi chelsea eða drogba en ég skil manninn eftir þessi atvik,

skemmtilegur leikur framundan, GO utd,

Valdi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:22

11 identicon

Bendi ykkur á fína grein með myndum, þar sem Graham Poll fer yfir þessi atvik... eins og sést á myndunum er í fínni stöðu við tvö augljósustu atvikin.

http://www.dailymail.co.uk/sport/article-1178164/GRAHAM-POLL-The-referee-wrong-behave-like-.html

Dómarinn gjörsamlega klúðrar þessu, hitt er annað að Chelsea hefði átt að vera búnir að klára leikinn sjálfir, afsakar dómarann ekkert, ef Chelsea hefði fengið t.d. eitt af þessum vítum þá hefði þessi leikur verið búinn.

Að sjálfsögðu hefðu Drogba og Ballack ekki átt að missa sig en það ég get ímyndað mér að það hefði verið erfitt að horfa upp á liðið "dæmt" út úr úrslitaleiknum.

Súrt og já ég held með Chelsea... en ég tel að flestir sjái þetta.

Chelsea (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:28

12 identicon

Ah, vantaði dómarann í setninguna: ...eins og sést á myndunum er [dómarinn] í fínni stöðu við tvö augljósustu atvikin.

Chelsea (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:36

13 identicon

[img]http://img266.imageshack.us/img266/2509/piquehandball.jpg/[/img]

Ég sé að dómarinn sá þetta. Spilling í UEFA?

Skunkurinn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:40

14 identicon

ALveg sammála því að dómarinn réði ekki við þetta verkefni en hegðun leikamnna sem eiga að kallast atvinnumenn var til skammar fyrir klúbbinn. Þarna sá maður hversu litlir þeir eru inn í sér, brotna við minnsta mótlæti. Að auki þá myndi ég vilja sjá dómarann koma fram opinberlega, sem að hann mun eflaust gera, og biðjast afsökunar á slökum leik. Ég á samt ekki orð yfir framkomu Drogba sama hversu oft hann mun biðjast afsökunar.

Sigurjón (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:44

15 identicon

Myndi kannski kalla þetta aðeins meira en "minnsta" mótlæti :)

Chelsea (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:49

16 identicon

Af hverju er verið að flækja málið og klifað á framkomu Chelsea manna. Að mínu áliti voru mótmæli þeirra mjög eðlileg og óvenju fáir leikmenn sem mótmæltu eftir leik. Ég er sannfærður að ef mitt lið hefði verið beytt þessu ranglæti þá hefðu þeir mótmælt af meiri krafti en þetta. Hvaða lið mundi ganga prúðir af velli eftir slíkan þjófnað og ranglæti????  Ég bara spyr. Og ég vil ganga svo langt að segja: Chelsea menn hafa eenga ástæðu til að afsaka þessa hegðun eftir leik.Hún var mjög eðlileg. Ef enhver á að biðjast afsökunar er það Tom Henning Ovrebo.

Ingvar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:52

17 Smámynd: Hróðvar Sören

Aumingja Chelsea að þurfa að spila gegn 10 Barca mönnum.

Hróðvar Sören, 8.5.2009 kl. 04:58

18 identicon

Ég hefði heldur kosið nokkur réttilega dæmd víti.

Chelsea (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 10:05

19 identicon

Það ótrúlegt að línuvörður hafi ekk séð vítið þegar  Pique tók boltann með hendinni, ég get tekið undir það.   En brotið á Messi rétt utan vítateigs í fyrri hálfleik var miklu verra en það þegar Anelka létt sig falla.  Eins er sáum við Drogba fá boltann í öxlina og það þurfti að stöðva leikinn.  Ekki nema von að dómarar séu tregir að dæma víti þegar Drogba er staðinn að því hvað aftir annað að láta sig falla.  Þetta vitum við allir.  En það ótrúlegt að sjá  Ballack í lokinn þegar hann hljóp á eftir dómaranum - ég vissi ekki að hann gæti hlaupið svona hratt.

BB

BB (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband