10.7.2009 | 15:43
Unglingurinn úr Dölunum.
Skrítinn flokkur þessi VG. Þetta er greinilega ekki sami flokkurinn og þegar hann var í stjórnarandstöðu. Grímulaus áróður fyrir Ice Save skuldaklafanum um að sá samningur sem núna á að fara að greiða atkvæði um sé beszti samningur sem hægt hafi verið að fá. Og þá er ekki spurt um það hvort við getum greitt þennan kalleik. Lilja Mósesdóttir hefur samt komið fram með rök um það að við eigum sem þjóð að hafna samningum, Lilja veit sem er að við erum orðin of skuldsett til að geta greitt þenna reikning Björgólfanna.
Upphlaupið hjá unglingnum úr Dölunum , sýnir hins vegar hversu mikill vandræðagangur er með aðildar umsókn stjórnarinnar að ESB. Það lá alltaf skýrt fyrir í kosningabaráttunni að VG vildi ekki inngöngu í ESB. Í því máli er einnig viðsnúningur, svo má af orðum unglingsins úr Dölunum ráða.
Ég held að sú stjórn sem er við stjórnvöldin núna hafi tekist afar illa upp með flest þau mál sem á borðið hefur komið. Þá er ég ekkert að gera lítið úr því að erfiðleikarnir sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir séu litlir. Stjórnvöldum er vorkunn. Þeim er vorkunn að það er ekki mannaval í stjórnarliðinu til að fást við jafn stór og alvarleg mál og við eigum við að glíma.
Nú mun einhver reka upp ramakvein og segja að ekki hafi hinir flokkarnir staðið sig betur og bölva þeim í sand og öskur. Það er hinsvegar ekki spurt af því. Það er spurt af því hvort núverandi stjórnvöld séu hreinlega hæf til að axla þann vanda sem fylgir því að leiða íslenska þjóð uppúr vanda þeim er við glímum við í dag.
Svar mitt við þeirri spurningu er NEI. Stjórnvöld ráða ekki við vandann, Steingrímur spurði um daginn hvort við ætlum hreinlega að gefast upp ?? Hann þarf að hringja í unglinginn í Dölunum og spyrja hann hvort hann hafi gefist upp.
Ásmundur farinn í heyskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 11.7.2009 kl. 05:11 | Facebook
Um bloggið
Páll Höskuldsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það heitir ekki að gefast upp að standa með sínum sannfæringum og kjósendum. þeir sem ekki skilja það eru ekki hæfir til að að taka afstöðu í þessum stóru málum Íslands.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2009 kl. 19:34
Það er líka önnur hlið á þessu máli og það er hagsmunagæsla. Það er ástæða fyrir því að ákveðið var að setja þingmönnum reglur þess efnis að þeir gæfu upp hagsmunatengsl sín svo almenningur gæti áttað sig á því að gjörðir þeirra væru ekki litaðar af eiginhagsmunum heldur að ákvarðanir þessara manna væru með almannaheill í huga. Þarna tók þessi ungi maður ákvörðun um að sinna sínum eigin hagsmunum sem óðalsbóndi frekar en að taka afstöðu til ESB út frá því hvað er best fyrir almenning í þessu landi.
Tveir þingmenn gengu á dyr í þessu tilfelli, það voru umræddur Ásmundur bóndi og Ásbjörn Óttarsson kvótaeigandi. Það segir allt sem segja þarf. Eru þessir aðilar ekki vanhæfir alveg eins og menn gera kröfur um að Þorgerður Katrín hafi verið vanhæf í að taka ákvarðanir í málefnum KB banka? Veltið þessu fyrir ykkur.Valsól (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.