Samningastaða okkar er góð

Þessi litla frétt sýnir svo ekki verður umvillst að samningsstaða okkar í Ice Save málinu er góð. Svo fremi sem við sendum alvöru sendinefnd. Sendinefnd sem ekki er að flýta sér að klára málin með þeim afleiðingum að íslenskur almenningur sitji eftir með sárt ennið og þurfi að borga fyrir syndir Landsbankamanna.

Idefance hópurinn hefur verið að benda á þetta. Við eigum ekki að samþykkja þennan skuldaklafa fyrir komandi kynslóðir í landinu.


mbl.is Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland mun aldrei vera í góðri samningsstöðu nema hugsanlega gagnvart Færeyjum, Trinidad, Tobogo, Maritus og Grænlandi. Og það fyrsta og síðast nefnda er frekar óvísst vegna tengsla við Danmörku. Við erum einfaldlega of smá og höfum ekkert bolmagn í alþjóðarsamskiptum. Ísland lifir á vináttum við sterkar þjóðir og við fáum allt okkar fram með stuðningi þeirra. Ekki á okkar eigin spýtur. Leiðinlegt að standa á þesslags brauðfótum en mér finnst það mjög skaðlegt fyrir umræðuna þegar fólk heldur einhverju öðrum fram. Við erum smáþjóð, hvort sem það fer í stollt eyjarskeggja eða ekki.

En ég vill ekki meina að þetta séu góðir samningar. Þrátt fyrir slæma samningastöðu gætum við alveg farið í hart og t.d. kynnt fyrir öðrum nágranna þjóðum okkar hvað gerðist í Bretlandi. Ég veit að margar þjóðir myndu taka hegðun breta sem stríðsyfirlýsingu. Enging myndi í raun sætta sig við þessa framkomu þar sem þetta sviptar til handrukkanna. Það er einfaldlega stór maður í dyrargætt okkar sem vill peningana okkar, pronto, eða hann ætlar að skilja okkur við fáeina fingur og það er enginn möguleiki á að fara dómsleiðina með hann.

En við erum ekkert að fara að fá neina samninga með frekjum byggða á villtustu hugarórum okkar. Ég efast um að þú meinir þetta sem spin á umræðuna en við erum smáþjóð. Við þurfum að lifa í raunveruleikanum ef við ætlum að leysa þetta og haga okkur eftir aðstæðum.

Askur (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Páll Höskuldsson

Þið eruð eitthvað að misskilja orð mín. Styrkur okkar er sá að við getum sem þjóð látið reyna á samningsstöðu okkar í deilu vegna Ice Save. Ég sagði aldrei að staðan væri góð einungis " samningsstaða okkar" þar er mikill munur á.

Mig langar líka að varpa þeirri spurningu fram hvort þið haldið að við getum borgað þetta glapræði? nýjustu tölur um skuldastöðu ríkissins er 3-4 þús.milljarðar og þá er Ice Save þar inní. Hvort er betra að segja heiðarlega við getum ekki borgað eða semja um einhvern skuldaklafa sem við getum ekki borgað?

Páll Höskuldsson, 14.7.2009 kl. 16:48

3 identicon

Takið ykkur tíma til að horfa á þetta.

http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

anna (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband