Indvandrerpolitik

Ætli það sé gott að búa í Danaveldi í dag.?

Það má vera öllum morgun ljóst að Danir hafa fyrir löngu síðan tapað baráttunni fyrir öfgasinnuðum innflytjendum - oftast kallað á danskri tungu " invandrerpolitik".

Það geysa stríð á götum borga í Danmörku, svokölluð gengjastríð þar sem barist er um yfirráðin á dópmarkaðinum þar sem innflytjendur og vítisenglar eiga oftar en ekki í stríði sín á milli.

Hinn venjulegi Dani er uggandi um sinn hag og málið sem snýst um teikningarnar af Múhameð spámanni og árásin á Kurts Westergaard í gær mun ekki slá á þann ótta.

Lífsgæðin hafa minkað til muna hjá frændum vorum í Danaveldi – ég þekki til þar sem fólk er orðið svo uggandi um sinn hag að það þorir ekki út á götu seint að kvöldi. Að lifa í ótta og kvíða er slæmt og svarar um leið spurningu minni sem ég varpaði í upphaf pistils míns um að það er ekki gott að búa í Danveldi í dag.


mbl.is Árásarmaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinalaus forseti

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálaprófessor telur að með því að vísa Icesave - samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslu geti forseti Íslands orðið vinalaus.

" Gunnar telur líklegra að forsetinn skrifi undir þó ekki sé hægt að vera viss. Skrifi hann ekki undir standi hann uppi vinalaus í hinu pólitíska landslagi á Íslandi. Stór hluti þeirra sem vilja að forsetinn neiti að staðfesta lögin eru litlir vinir hans en þeir sem treysta á að hann skrifi undir eru frekar pólitískir félaga".

Svo mörg eru þau orð prófessorsins. Spurning hvort kjósendum sé ekki bara alveg sama um það hvort forsetinn sé vinalaus eður ei.


mbl.is Fylgst með ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG í vondum málum

Ef ekki hefði komið til sá mikli þrýstingur frá forystu VG um að koma Icesave í gegnum þingið til þess eins að halda stjórninni saman þá hefði ríkisábyrgð á Icesave verið felld.
mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búktal

Ekki minntist  Einar Karl Haraldsson einu orði á heimilin í landinu hvað væri hægt að gera fyrir þau. Það eina sem Einar vildi koma á framfæri var það hvað við erum heppinn að eiga aðgang að hreinu vatni. Er ekki komin tími til að skipta aðstoðarmanni ráðherra? Mér finnst hann vera lélegur ræðuskrifari.
mbl.is Krefjumst ábyrgra fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Bessastaðarbóndinn hafnað beiðni InDefence?

Það verður fróðlegt að horfa á forseta Íslands á morgun flytja árlegu nýjársræðu sína í sjónvarpinu. Ólafur Ragnar getur ekki vikist undan þeirri áskorun sem rúmlega fimmtíuþúsund einstaklingar hafa ákallað að fá að greiða atkvæði um icesave samningana.
mbl.is Yfir 50 þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave var fellt á Alþingi..

Það er það sem Forseti Íslands þarf að átta sig á. Þingmenn VG röðuðu sér þannig á garðann að frumvarpið lak í gegn. En ef rýnt er í niðurstöðuna alla þá er auðvelt að sjá að frumvarpið var í raun fellt. Forsetinn á ekkert annað í stöðunni en að vísa icesave málinu til þjóðarinnar, enda er það þjóðin sem greiðir icesave að lokum.
mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afléttið leyndarhjúpnum sem umlykur icesave málið.

Það er komið að stjórnvöldum að setja spilin á borðið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þjóðin í landinu skrifi uppá óútfylltan víxill bara si sona eins og ekkert sé. 
mbl.is Þingfundi nú frestað til 15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur má ég aðeins...

benda þér á að það eru yfir 1000 fasteignir sem bíða þess að verða boðnar upp hjá Sýslumönnum um allt land. Fyrir utan alla þá sem eiga sárt að binda með bílalán uppí rjáfri. Hversu bjart er það ?
mbl.is Fjármálaráðherra segir bjartari horfur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi fer þetta nú allt saman vel

Steinholtsáin getur orðið að stórfljóti þegar miklar rigningar eru eins og hefur verið í dag. Það þarf að fara mjög varlega. Leiðin inní Þórsmörk getur orðið að svaðilför sé ekki gætt þess að fara með gát og sýna ánum á leiðinni fulla virðingu.Ég óska ferðalöngunum alls hins besta og vona að þessi svaðilför endi vel. 
mbl.is Bjargað úr Steinsholtsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband