Það að þora...

Eftir allar neikvæðu umræðurnar um Icesave ríkisábyrgðina á Alþingi í haust og vetur er almenningur orðin þreyttur. Við erum orðin þreytt á sífeldum hræðsluáróðri frá ríkistjórn Íslands. Það hafa margar dómsdagsspár verið kveðnar af ráðherrum ekki hvað síst fjármálaráðherra og sem betur fer hafa þær ekki gengið eftir. Það sorglegasta í allri þessari orrahríð er það að stjórnin hefur verið að yfirfæra Icesave skuldir einkabanka yfir á almenning á Íslandi.  Hafa stjórnaliðar gengið svo hart frammi að margur maðurinn hefur farið að trúa þessu bulli. Hvernig má það vera að almenningur á Íslandi séu ábyrgðarmenn skulda einkabanka í Englandi og Hollandi? spyr sá sem ekki veit.

Það er því bara alveg hreint yndislegt og jafnast á við ferska vorvinda að heyra og sjá að það finnst fólk sem er tilbúið að leiðarétta þessa vitleysu og þorir jafnframt að stíga fram í sviðsljósið og segja eins og er að við séum ekki tilbúin að láta vaða og valtra yfir okkur sem þjóð. Hérna er ég að tala um fólk eins og Evu Joly, Forseta Íslands, leiðarahöfunda breskra dagblaða. Þetta fólk hefur veitt okkur von og trú. Það sem þessir aðilar eru búnir að gera á einum til tveimur dögum er svo miklu meir heldur en þessi vonlitla stjórn sem hefur setið við völd í næstum ár.

Samfylkingarfólk er tilbúið að rífa allt niður sem ekki snýr að þeim. Hjá þeim hefur allt snúist um að koma þjóðinni inní EB sama hvað það mun kosta. Þau eru tilbúin að leggja byrgðar á komandi kynslóðir bara til þess eins að fá þá fullnægingu að komast inní sem þjóð meðal þjóða í EB, slík er minnimáttarkenndin hjá þessu auma liðið. Sem betur fer verður þeim ekki kápan úr því klæðinu. Við erum farin að sjá í gegnum þetta lið sem og Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson.  

 

 


mbl.is Joly harðorð í garð Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur segðu af þér.

En og aftur er spuninn á fullu hjá Samfylkingunni og stjórnvöldum. Það að Össur og félagar skuli ekki farnir að átta sig á því að það eru þjóðir um allan heim að vakna til vitundar að Icesave ríkisábyrgðin er glórulaus fyrir Íslenskan almenning. 

Ég hélt að ég ætti ekki eftir að fara hrósa Forseta Íslands fyrir störf í þágu þjóðar en það geri ég hér með. Ólafur Ragnar hefur gert það sem stjórnvöldum mistókst - það að koma fram með þá staðreynd að Icesave ríkisábyrgðin eins og stjórnvöld afgreiddu hana með handafli er glórulaus fyrir almenning.

Það fer ekki fram hjá neinum á Íslandi í dag að Icesave ríkisábyrgðin er inngöngu miðinn að mati Samfylkingarinnar inní EB. Sá miði er of dýr fyrir Íslenskan almenning.  Almenning stendur hinsvegar ekki á sama. Ég ætla að vitna í Einar Má rithöfund og gera hans orð að mínum  " þeir vilja einkavæða gróðann en almenningur má borga skuldirnar".

Ólafur Ragnar, Eva Joly, ritstjórar Financial Times og fl stórblaða eru að vekja almenning í hinum stóra heimi til umhugsunar um ranglæti þess að við almenningur á Íslandi þurfum að greiða skuldir gróðapunga sem en eru í viðræðum við ríkisstjórn Íslands um það að fá að koma og gerast fjárfestar í hinu nýja Íslandi. Og það sem meira er það er búið að samþykkja það að hálfu stjórnvalda. 


mbl.is Bylmingshögg ef Norðurlöndin hjálpa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég mæli með.....

Að Steingrímur taki með sér öfluga aðstoðarmenn eins og Ögmund og Liljurnar og Ásmund Einars og ekki má gleyma lögmanninum Atla Gísla sem er ný komin úr kærkomnu frí frá Icesave.

Þarna væri Steingrímur komin með öflugt lið til að taka með sér til hjálpar. Steingrímur ætti að gefa Svavari Gestssyni bara frí, enda nennir hann þessu ekki. 


mbl.is Steingrímur til Bretlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin fékk rauðaspjaldið frá Ólafi Ragnari.

Eru stjórnarliðar að losna á límingunum? Eru þeir búnir að gleyma því að Forseti Íslands er guðfaðir núverandi stjórnar. Það var Ólafur Ragnar sem kom málum þannig fyrir að þau Jóhanna og Steingrímur fengju tækifæri til að leiða Íslenska þjóð út úr ógöngum hrunaflokkanna.

Ólafur Ragnar er ekki bara að virkja lýðræðið heldur einnig er hann gefa ríkistjórn Íslands rauða spjaldið. Ólafur veit sem er að stjórnin er gjörsamlega óstarfhæf og óhæf til stórra afreka fyrir þjóð sína. Vælið frá stjórnarliðum í dag undirstrikar það allt saman.

Allt tal Steingríms Sigfússonar um að hann ætli að axla pólitíska ábyrgð á Icesave ríkisábyrgðinni reyndist í raun innan tómt blaður. Steingrímur hafði ekki tök á  órólegu deildinni í VG - þess vegna fór sem fór. Forseti Íslands sá í gegnum þetta allt saman og hafnaði Isave klúðri ríkisstjórnarinnar.  


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrokapungur

Viðtal við þennan hrokapung sýnir svo ekki sé umvillst að stjórnin hefur ekki nokkra þekkingu á PR málum. BVG er rauður í framan af reiði og hefur allt á hornum sér " ekki hvað síst, Forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni". Er BVG bezti talsmaður stjórnarinnar? ekki sýnist mér.


mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérpöntun frá Íslandi.

Nú ættu stjórnaliðar að kætast. Systurflokkar þeirra í Noregi hafa tjáð sig að beiðni Ríkistjórnar Íslands. Þetta er bara byrjunin. Gremjukastið er í hæðstu hæðum hjá meðlimum Ríkistjórnar Íslands.


mbl.is Bíða með að lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

British comedy

Finnið þið fyrir hrokanum frá þeim Bresku ? ekki laust við það. Það er svo stutt í yfirganginn frá þeim. Það er greinilegt að við særðum þjóðarstolt þeirra með því að fá þá úr úr Íslenskri landhelgi þarna um árið.
mbl.is Hefðu átt að halda sig við fiskinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin olli ekki verkefninu

Það að Forseti Íslands vísi Icesave ríkisábyrgðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu þarf ekki að koma forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar á óvart. Ríkisábyrgðinni var troðið í gegnum þingið á síðustu dögum liðins árs með handafli.

Er það ekki táknrænt að Atli Gíslason er mættur til vinnu eftir frí , það var planað hjá Atla að vera í fríi á meðan umræða um Icesave var á Alþingi, það vita allir afstöðu Atla til Icesave ábyrgðirnar. Hjá VG voru þó nokkrir þingmenn sem höfðu engan áhuga á því að greiða Icesave ríkisábyrgðinni atkvæði. Það voru þau Jóhanna og Steingrímur sem lögðu pólitísk líf sín að veði fyrir þessa ömurlegu samninga og hafa uppskorið með því að þurfa að hverfa úr stjórnmálum. 


mbl.is Verður ekki auðveldur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað með það ?

Fjármálaráðherra Hollands ætti að fara að fatta það að íslenskur almenningur hefur ekkert með skuldir einkabanka sem var staðsettur í Hollandi að gera. Það sem Fjármálaráðherra Hollands á að gera er að hringja í Björgólfana og spyrja þá hvernig og hvenær þeir ætla að borga.
mbl.is Hollendingar óánægðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Páll Höskuldsson

Höfundur

Páll Höskuldsson
Páll Höskuldsson

Gamlir búmenn bila sízt.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Blásið til sóknar á Austurvelli 15.júlí.2009.
  • Alþingi 15.júl.2009
  • Grótta í kvöld kyrrðinni
  • Eldur himnum ofar
  • P1080990

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1054

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband